Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 54
592 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Launamál lækna í 6.-8. tölublaði Læknablaðs- ins 1997 hafa farið fram mjög málefnalegar umræður um framtíð og stöðu ferliverka í tengslum við spítalaþjónustu. Reyndar er óhætt að fullyrða að hin hefðbundna skipting sjúk- linga í innan- og utanspítala- sjúklinga hefur ekki sömu merkingu og áður, samanber grein landlæknis um forgangs- röðun í 7.-8. tölublaði Lækna- blaðsins 1997. Eðlilegra er að ræða um sólarhrings- eða dag- sjúklinga sjúkrahúsa. Ljóst er að því fleiri vandamál sem hægt er að leysa á dagdeild eða göngudeild því hagkvæmari verður reksturinn. Kjarni þessara umræðna er eftirfarandi: 1. Sólarhringsrúmum á sjúkra- húsum mun fækka verulega á næstu árum. Krafan um aukna hagræðingu í rekstri heilbrigðisþjónustunnar mun verða til staðar áfram. 2. Ferliverkum, sem nauðsyn- legt er að gera innan veggja sjúkrahúsa vegna aðstöðu og öryggis sjúklinga, mun fjölga mjög verulega að sama skapi. Sú þróun er mjög ör allstaðar annars staðar. 3. Nauðsynlegt er að verulegur hluti þessara verka verði inn- an sjúkrahúsanna vegna kennslu heilbrigðisstétta. Læknadeild HÍ hefur vænt- anlega áhuga á að kenna læknastúdentum nútíma læknisfræði. 4. Það sem hefur hindrað þessa þróun hér á landi miðað við það sem hefur gerst erlendis er mismunandi fjármögnun á rekstri sjúkrahúsa og ferli- verka. Launamál lækna end- urspegla þessa staðreynd og fastlaunakerfi á sjúkrahús- um og viðvikagreiðslur fyrir ferliverk fara ekki saman lengur. Núverandi launakerfi sér- fræðinga gengur því ekki leng- ur. Ýmis gagnrýni sem kemur fram í viðtölum við kollega í áðurnefndum Læknablöðum á fullan rétt á sér. Læknar verða að vinna eftir einu og sama launakerfinu við alla sjúklinga. Læknar standa því frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum sem munu hafa veruleg áhrif á framtíð og stöðu stéttarinnar í þjóðfélaginu. Annars vegar er urn það að ræða að læknar verði að öllu leyti launamenn í þjón- ustu hins opinbera. Sjálfstæð starfsemi sérfræðinga á eigin stofum myndi smám saman hætta og þessi þjónusta færast inn á göngudeildir sjúkrahúsa. Læknar þurfa því að gera sér grein fyrir því hvaða möguleik- ar eru fyrir hendi til þess að bæta kjör stéttarinnar innan launakerfis ríkisins. Hvaða möguleika hefur ríkið á að gera betur við lækna en aðra laun- þega? Þeir þurfa einnig að velta því fyrir sér hver verður staða læknisins gagnvart öðrum stétt- um innan heilbrigðiskerfisins í slíku kerfi. Hinn möguleikinn er að út- færa launakerfi lækna sem verk- takakerfi með viðvikagreiðslum á einhvern hátt. Spurningin er hvort staða lækna í heilbrigðis- kerfinu yrði þá önnur og sterk- ari en nú er og tryggði þeim meira sjálfstæði. Möguleiki væri á að læknar héldu áfram sjálf- stæðri starfsemi á stofum sínum og ynnu sem verktakar inni á sjúkrahúsunum. I þessum möguleika finnst sú leið að vinna eftir blönduðu kerfi á svipuðum nótum og heilsu- gæslulæknar hafa unnið fram að þessu. Fyrir sérfræðinga hefur slíkt kerfi marga góða kosti og menn hljóta að velta því fyrir sér hvort möguleikar væru meiri á að bæta kjör lækna eftir þessari leið. Nauðsynlegt er því að mál- efnaleg umræða fari fram innan LÍ hver skuli verða stefna fé- lagsins. Hver sem hún verður þarf að nást um hana sæmileg sátt. Staðan nú minnir raunar töluvert á stöðu mála á sjötta áratugnum þegar miklar hrær- ingar áttu sér stað í launamálum lækna og niðurstaðan hafði af- gerandi áhrif á stöðu stéttarinn- ar allar götur síðan. Ólafur Örn Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.