Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
595
Kjaramál
Vaxandi kurr og óánægja
með kjör og vinnuaðstöðu
Samninganefndir LR og LÍ ræða stöðuna. Frá vinstri: Kristbjörn
Reynisson úr samninganefnd LR, Ingunn Vilhjálmsdóttir formaður
samninganefndar LÍ og Jóhann Heiðar Jóhannsson úr sömu nefnd.
Ljósm. jt
Kjaramál lækna hafa verið
mikið til umræðu innan lækna-
hópsins undanfarin misseri en
segja má að vaxandi óánægju
hafi gætt með hægagang í kjara-
viðræðum, litlar undirtektir
viðsemjenda lækna. Ekki bólar
licldur á úrskurði kjaranefndar
vegna heilsugæslulækna. Hópar
lækna hafa sagt upp, bæði föstu
starfi sínu á sjúkrahúsum og
samningi við Tryggingastofnun
ríkisins. Hér á eftir verður leit-
ast við að gera grein fyrir stöð-
unni í kjaramálunum.
„Samningaviðræður hafa
gengið afskaplega hægt en
samningar lækna voru lausir um
síðustu áramót og allt frá síðasta
hausti hafa verið strjálir fundir
og lítið miðað þrátt fyrir ná-
kvæmar viðræðuáætlanir sem
lagðar voru fram síðasta haust
eins og ný lög um stéttarfélög og
vinnudeilur gerðu ráð fyrir,“
segir Ingunn Vilhjálmsdóttir
formaður samninganefndar LÍ.
Undir það tekur Halldór Kol-
beinsson, formaður samninga-
nefndar LR en nefndirnar eiga
sameiginlega viðræðufundi við
samninganefndir ríkisins og
Reykjavíkurborgar. „Fulltrúar
ríkis og borgar hafa vissulega
haft í mörg horn að líta í þeim
mörgu samningaviðræðum sem
þeir hafa staðið í síðustu mán-
uði en okkur finnst við hafa
fengið allt of strjála fundi og
höfum margítrekað óskir okkar
um meiri gang í viðræðunum,“
segir Halldór. „En vegna anna
og síðan sumarleyfa hafa fáir
fundir verið að undanförnu en
nú viljum við fara að ljúka þessu
og teljum það mögulegt ef allir
eru sammála um að hittast
reglulega á tíðum fundum -
kannski í tvær til þrjár vikur - þá
væri áreiðanlega hægt að ljúka
viðræðunum.“
Aðaláherslan á hækkun
grunnlauna
Formenn samninganefnd-
anna segja að aðaláherslan í
kröfugerðinni nú sé á það að ná
hækkun á fastakaupinu. „Mér
virðist ákveðinn skilningur fyrir
því hjá viðsemjendum okkar að
auka vægi fastra launa og þá er-
um við að tala um meira en þau
4-5% sem flestir hópar hafa
samið um á þessu ári. Spurning
er hvernig farið yrði að því. Við
höfum sett fram hugmyndir um
breytt vaktakerfi sem myndi
þýða að vægi vakta í heildar-
launum minnki en fastakaupið
yrði hækkað. Þeim hugmyndum
hefur ekki verið tekið illa og má
segja að viðræður hafi verið já-
kvæðar en hins vegar á eftir að
reyna á hversu mikla hækkun á
launaliðnum við náum sem er
kjarni málsins fyrir okkur,“ seg-
ir Halldór.
„Samninganefnd ríkisins hef-
ur lýst yfir vilja sínum til að bæta
kjör sjúkrahúslækna en annað
hvort er hún haldin pólitísku
hugleysi eða bindur sig við að
ekki megi breyta launahlutföll-
um í landinu," segir Ingunn.
„Nefndin virðist halda að það
hafi verið klappað í stein og sé