Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 589 Iowa og þótti sjálfsagt að kanna mögulega samvinnu við þá. Viðræður um leiðir til sam- vinnu hafa farið fram við ritstjóra Sýndar- sjúkrahússins og erindinu verið afar vel tekið. Heimasíða hefur þegar verið hönnuð, sérstak- lega fyrir þetta verkefni (http://www.int- med.uiowa.edu/michael-peterson/iceland) og kynningarferð eins af ritstjórum Sýndarsjúkra- hússins til íslands er í bígerð. Samvinnu sem þessa mætti hugsa á ýmsa vegu: 1. Kennsluefni fyrir læknanema a) Tölvutækir fyrirlestrar um grundvallar- atriði klínískrar lyflæknisfræði (þriðja og fjórða árs læknanemar). Lykilatriði í túlkun sjúkrasögu, skoðunar, rannsókna og samtvinn- un þessara þátta í sjúkdómsgreiningu og með- ferðaráform. Notkun hljóðs, ntynda og mynd- banda gæti styrkt þetta kennsluefni mjög. Sem dæmi má nefna kennslu hjartahljóða og -óhljóða samhliða teikningum af hjarta og hjartaómskoðun eða myndband af magaspegl- un. b) Tölvutækir fyrirlestrar unt helstu sjúk- dómaflokka (fyrir fimmta og sjötta árs lækna- nema). Þessa fyrirlestra mætti halda með hjálp veraldarvefsins, þannig að nemendur og kenn- ari fylgdust með hver í sinni tölvu og nemendur gætu síðan varpað spurningum yfir í tölvu kennarans að yfirferð lokinni og hann svarað þeim um hæl. Annar kostur væri sá að efna til venjulegs fyrirlestrar þar sem allir koma saman og varpa efninu upp á vegg með tölvumynd- varpa. Notkun beggja þessara aðferða á víxl væri einnig góður kostur. 2. Skráning athyglisverðra tilfella með um- fjöllun urn viðkomandi sjúkdóm eða vandamál (internet-accessible patient case-based educa- tional modules). Sérfræðingur og unglæknar gætu þannig lagt efni til Sýndarsjúkrahússins og slíkt talist þeim til tekna sem birting greinar rétt eins og birting sjúkratilfellis og yfirlits (case report and review of the literature). Framlag læknadeildar Háskóla íslands til Sýndarsjúkrahússins yrði líklega að mestu leyti nteð þessu móti til að byrja með. 3. Framhaldsmenntun og símenntun lækna. Sjálfsagt er einnig að kanna samvinnu um sí- menntun lækna á þessu formi. Halda mætti mikilvæga fyrirlestra op fundi á veraldarvefn- um og gera læknum á Islandi kleift að fylgjast með þeim beint, varpa spurningum til fyrirles- ara og taka virkan þátt í fundum. Enn einn möguleiki er samvinna um greiningu og með- ferð erfiðra sjúkratilfella. Röntgenrannsóknir og önnur gögn sjást vel á vefnum og þannig gætu læknar við báðar stofnanir ráðfært sig um tilfelli á nákvæman hátt. Tölvutækt kennsluefni með alþjóðlegri sam- vinnu tveggja háskóla hefur ekki verið notað með formlegum hætti í klínískri lyflæknisfræði áður. Það er því mikill áhugi á að rannsaka hversu skilvirkt þetta kennslukerfi er þegar farið er með það yfir höf og landamæri og yrði slík rannsókn mikilvægur hluti af samstarfs- verkefninu. Höfundar binda vonir við að mögulegt al- þjóðlegt samstarfsverkefni háskólasjúkrahúss- ins í Iowa og Háskóla Islands um gerð tölvu- tæks kennsluefnis í klínískri lyflæknisfræði geti orðið til þess að auka kennslu og skapa grund- völl til samvinnu um símenntun lækna og með- ferð sjúklinga. HEIMILDIR 1. Chao J. Continuing medical education soft ware: a com- parative review. J Fam Prac 1992; 34: 598-604. 2. Poses RM, Cebul RD, Wigton RS, Centor RM. Collins M, Fleischli G. Controlled trial using computerized feed- back to improve physicians’s diagnostic judgements. Acad Med 1992; 67: 345-7. 3. deDombal FT, Dallos V, McAdam WA. Can computer aided teaching packages improve clinical care in patients with acute abdominal pain? Br Med J 1991; 302: 1495-7. 4. Chopra V, Gesink BJ, de Jong J, Bovill JG, Spierdijk J, Brand R. Does training on an anaesthesia simulator lead to improvement in performance? Br J Anaesth 1994; 73: 293-7. 5. Santer DM, Michaelson VE, Erkonen WE, Winter RJ, Woodhead JC, Gilmer JS, et al. A comparison of educa- tional interventions. Multimedia textbook, standard lec- ture and printed textbook. Arch Ped Adol Med 1995; 149: 297-302. 6. D'Alessandro MP, Galvin JR, Erkonen WE, Albanese MA, Michaelson VE, Huntley JS, et al. The instructional effectiveness of a radiology multimedia textbook (Hyper- lung) versus a standard lecture. Invest Radiol 1993; 28: 643-8. 7. Baldursson Ó, Petersen MW. Chronic Pulmonary His- toplasmosis, case report and review. The Virtual Hospital 1997: http://www.org/Providers/TeachingFiles/Pulmon aryCoreCurric/ChronicCavitaryHisto/PulmHisto.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.