Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Síða 9

Læknablaðið - 15.09.1997, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 553 af fjármunum til menntamála og læknadeild er ekki aflögufær, enda rekin fyrir aðeins um 150 milljónir króna á ári eða um 500.000 krónur á hvern stúdent. Það mun vera um helmingi lægri upphæð en kostnaður við flesta lækna- skóla á Vesturlöndum. Þessu þarf að breyta ef framhaldsmenntun lækna á að eiga sér framtíð hérlendis. Hinn vandinn er innra vandamál lækna. Læknar eru oftast boðnir og búnir að taka þátt í skipulögðum fundum og námskeiðum og flytja þar erindi og gera það venjulega mjög vel. Hins vegar vantar mikið á að okkur hafi tekist að búa til akademískt andrúmsloft inni á sjúkrastofnunum, hliðstætt því sem flest okkar hafa líklega alist upp við á námsstofnunum erlendis, þar sem kennsla er órjúfanlegur hluti af hinu daglega starfi og öfugt, vinnan sífelldur hluti kennslunnar. Þar er leitast við að nýta öll vandamál sjúklinga til kennslu, við rúmstokk, á skurðstofu, á bráðamóttöku og svo framveg- is. Ljóst er að við slíka nálgun vandamála hagnast sjúklingurinn líklega mest, vandi hans er krufinn til mergjar. Hérlendis er alltof lítið um þetta, of fáir nenna þessu í önn dagsins og telja það jafnvel ekki hlutverk sitt. Unglæknar bera hér líka sök, þeir eru oft á tíðum ekki nógu virkir í leit sinni að þekkingu, gleyma því að í þessum efnum gengur umferðin í báðar áttir. Fátt kveikir jafnmikið í eldri lækni og spurull stúd- ent eða unglæknir. Akademískt kennsluum- hverfi verður hins vegar aldrei byggt upp af nokkrum nytsömum sakleysingjum, heldur er það hlutverk allra lækna, hvar sem þeir starfa. Hver eru brýnustu áhersluatriði næstu ára? 1. Ljóst er að lífsnauðsyn er að mennta ís- lenska lækna áfram erlendis, að minnsta kosti að hluta. í ljósi fyrrnefndra frétta um skertan aðgang lækna að sjúkrastofnunum erlendis verðum við að leita samninga við valdar stofn- anir beggja vegna Atlantshafsins og munura þar vonandi bæði njóta smæðarinnar og þess að íslenskir læknar hafa víðast hvar getið sér gott orð fyrir elju, dugnað og áhuga. Þegar hefur verið rætt nokkrum sinnum við banda- ríska sendiráðið um þessi mál og einnig við kennslustjóra spítala þar í landi. Þetta verður þó að gera skipulega og leita viðar fanga. Ljóst er að utanríkisráðuneyti, menntamálaráðu- neyti, heilbrigðisráðuneyti og landlæknir þurfa að koma að þessu máli sem fyrst. 2. Hlúa verður að framhaldsnámi hérlendis og veita til þess fé og meiri mannafla. Ljúka þarf skipulagi þess og marklýsingu. Gera þarf ráð fyrir að mennta menn lengur hér, en þá þarf námið að halda vatni. Eigi að semja við erlendar stofnanir um að héðan komi viss hóp- ur lækna árlega í miðju framhaldsnáms verðum við að geta sagt hve mikið fólk héðan eigi að kunna á ýmsum stigum, eftir eitt ár, eftir tvö ár og svo framvegis. 3. Námi hér verður að Ijúka á tiltekinn hátt, það verður að veita einhver réttindi, þó ekki væri nema aðgang að efra stigi framhaldsnáms við menntastofnanir annars staðar eins og áður sagði. Ef til vill þurfum við að íhuga einhvers konar sérfræðipróf sem þarf helst að vera al- þjóðlegt eða hafa alþjóðlega skírskotun. Vax- andi áhugi er fyrir sérfræðiprófum af einhverju tagi innan Evrópusambandsins. Þegar er beitt slíku þjálfunarprófi í lyflækningum hérlendis, en það er fengið frá Bandaríkjunum og fæst þannig viðmiðun íslenskra námslækna við þar- lenda kollega. 4. Vaxandi samvinna spítala og heilsugæslu- stöðva hér er nauðsynleg. í hverri grein ætti ekki að vera nema ein námslína (program), en unglæknar færðu sig milli stofnana. Þessu er unnt að koma á strax, án tillits til áforma um samvinnu eða samruna sjúkrahúsa að öðru leyti. Þegar hafa farið fram óformlegar viðræð- ur um þetta. Engin ástæða er að hafa margar námslínur hjá 270 þúsund manna þjóð, nógu slæm er smæðin samt í þessum efnum. 5. Auka þarf tengsl heilbrigðistofnana, eink- um stóru sjúkrahúsanna og tiltekinna heilsu- gæslustöðva, við læknadeild. Ýmsar leiðir eru færar til þess og hef ég átt þess kost ásamt með fleirum að koma ýmsum hugmyndum á fram- færi í þeim efnum, verða þær ekki endurteknar hér. Þó má nefna ótvírætt gildi þess að fjölga akademískum stöðum við þessar stofnanir. Þær yrðu klínískar kennarastöður þar sem meginkrafa yrði lögð á kennsluvirkni í starfi, gagnstætt öðrum (núverandi) stöðum þar sem megináhersla á að vera bæði á rannsóknir og kennslu. Lokamarkmið yrði að flestar ef ekki allar fullar sérfræðingsstöður við þessar stofn- anir bæru akademískan titil. Ljóslega verður að launa þessi störf, en hin akademísku tengsl ættu einnig að vera eftirsóknarverð. Það er ef til vill mergurinn málsins, kennslan þarf að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.