Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1997, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.09.1997, Qupperneq 66
602 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 fræðinnar í landinu en hefði samt ákveðin völd til forgangs- röðunar. Sjálfsagt dettur ein- hverjum landlæknisembættið í hug í því sambandi, en með ný- legri lagabreytingu um hæfis- kröfur til landlæknis virðist ljóst, að því embætti mun ætlað annað hlutverk í framtíðinni. Þriðja forsendan fyrir við- reisn heilsugæzlunnar er upp- stokkun alls launakerfis lækna í landinu. Búa verður sjúkrahús- læknum launakjör, sem þeir telja sig geta lifað af. Slíkt myndi bæði draga úr smugu- veiðum þeirra og einnig stuðla að jafnræði sjúkrahúslækna í millum. Ég hygg að það myndi hafa mjög jákvæð áhrif í faglegu tilliti, ef laun heilsugæzlulækna yrðu að mestum hluta föst laun með staðaruppbót, þar sem við á. Mér sýnist ljóst af reynslu hér heima og erlendis, að gera verð- ur heimilislækningar eftirsókn- arverðar með góðum launum ef laða á hæfa lækna til heilsugæzl- unnar. Ekki er ég viss um, að sú rússneska rúlletta að stökkva í faðm kjaranefndar, skili mikl- um árangri í þessum efnum. Eðli málsins samkvæmt hljóta rekstararaðilar þeirra heilsu- gæzlustöðva, sem illa gengur að manna, að verða að bjóða upp á sérstaka staðarsamninga, enda hefur reynslan sannað gildi þeirra. Við gerð fjárhagsáætl- ana verður að gera ráð fyrir þessum viðbótarkostnaði án þess að skera niður aðra starf- semi. Brýn þörf er fyrir hvers kyns gæðaþróunarstarf innan heilsugæzlunnar og fyndist mér eðlilegt, að heilsugæzlulæknar væru í starfi sínu undir gæðamat seldir, sem myndi hafa áhrif á laun þeirra og skipta máli við stöðuveitingar. Fjölga þarf verulega stöðum heilsugæzlulækna. Miðað við kröfur íslendinga í dag um að- gengi að læknum væri hæfilegt, að 1000-1200 íbúar kæmu í hlut hvers heilsugæzlulæknis. Með minni tímaþröng yrðu vinnu- brögð vandaðri við lyfjaávísan- ir, tilvísanir og rannsóknir, og myndi trúlega verulegur sparn- aður nást, en ávinningurinn yrði samt mestur fyrir notendur þjónustunnar. Innra starf stöðv- anna myndi eflast sem og hvers kyns þverfaglegt samstarf, gæðaþróun og vísindaleg rann- sóknarstarfsemi. Jafnhliða þessu er brýnt að taka gömlu héraðsskylduna upp að nýju með þeirri breytingu, að nú yrði unglæknum sinnt með hand- leiðslu og kennslu. Slík útvíkk- un á verksviði langtímaráðinna heilsugæzlulækna gæti haft afar jákvæð áhrif á alla fagmennsku stéttarinnar. Jafnframt þarf að stórefla skipulegt sérnám í heimilislækningum á Islandi og nýta einstæða möguleika til starfsþjálfunar, sem bjóðast sums staðar úti á landi, þar sem samstarf heilsugæzlustöðvar og öflugs spítala er náið og án ill- inda. Sú er raunin til dæmis á Akureyri, þar sem einnig eru í sjónmáli möguleikar á samstarfi við rannsóknarstofnun á há- skólastigi. Að sjálfsögðu væri æskilegt, að einhver hluti sér- fræðiþjálfunarinnar færi fram erlendis. í þessar námsstöður myndu einnig sækja þeir sér- fræðingar úr öðrum greinum, sem sæju fram á starfsfullnægju, frama og vænlegar afkomuhorf- ur innan heimilislækninga eftir ofangreindar úrbætur. Til þess að örva hina vel launuðu heilsu- gæzlulækna til símenntunar og góðra verka, fyndist mér við hæfi að endurskoða ráðningar- samninga á fimm ára fresti. Væri þá hægt að losna við þá, sem ekki standa sig. Framangreindar umbætur verða því aðeins að veruleika, að heilbrigðisráðuneytið og Al- þingi fari að vinna faglega og viðurkenna ýmsar heilsuhag- fræðilegar staðreyndir heil- brigðisfræðinnar, svo sem mis- munandi gagnsemi forvarna, gildi samfellu í heilbrigðisumsjá og nauðsyn flæðisstýringar svo sem tilvísanakerfis í heilbrigðis- þjónustunni. Jafnframt er það mikilvægt, að framangreindir aðilar hætti að líta á Læknafélag Islands sem einhvern umbjóð- anda heimilislækna í landinu, sem hægt sé að vísa til málum, sem á að svæfa. Heimilislæknar vinna bæði sjálfum sér og skjól- stæðingum sínum tjón með áframhaldandi aðild að þessum íhaldssömu samtökum, sem stjórnað er af öflum, sem enga heildaryfirsýn vilja hafa yfir annað en tekjumöguleika stofu- greifa úr sérfræðingastétt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.