Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Síða 12

Læknablaðið - 15.09.1997, Síða 12
556 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 byrjunareinkenni ýmissa sjúkdóma. Oft kemur dettni fyrst fram þegar gengið er á ósléttu og hræðsla við að detta er stundum fyrsta kvört- unin. Endurtekin brot eða snúningur um ökkla eru stundum fyrsta merki taugasjúkdóms. Líkt og dettni eru kvartanir um máttleysi í fótum ósértækar. Stífni og þyngslatilfinning í gang- limum getur verið einkenni á krampakynjaðri (spastic) helftarlömun eða lömunarsnerti (paraparesis). Máttleysi í einstökum vöðvum eða vöðvaknippum lýsa sjúklingar stundum sem örðugleika við ákveðnar hreyfingar, svo sem að standa upp úr stól eða ganga stiga. Kvörtun um það að reka tærnar sífellt í og hrasa getur verið vegna ristarbeygingarlömun- ar (dorsiflexion paresis) á fæti, sem getur staf- að af ýmsum sjúkdómum og er því mikilvægt að kanna hvort önnur einkenni eru samfara. Hæg útfærsla á hreyfingum er algeng kvörtun hjá sjúklingum með utanstrýtu- (extrapyrami- dal) sjúkdóma, sem eiga erfitt með að hefja hreyfingu og halda eðlilegu hreyfiútslagi. Pess- ir sjúklingar geta átt í örðugleikum með að koma sér af stað eða standa upp úr stól. Sjúk- lingar með truflaða vöðvaspennu við áreynslu (action dystonia) geta haft hreyfiröskun sem einungis kemur fram við gang eða jafnvel á ákveðnum tímum sólarhringsins. Jafnvægis- skortur, óstöðugleiki og dettni fylgja alltaf slingri (ataxia) og stöðuskynstapi. Skyntrufl- unarslingur (sensory ataxia) getur byrjað með óstöðugleika við gang í myrkri. Séu einkenni um skyntap eða verki samfara göngutruflun- inni gefur staðsetning skyntapsins og dreifing verkja frekari upplýsingar um það hvar starfs- truflunin er í taugakerfinu. Samhverft fjarlægt (distal) skyntap í ganglimum bendir helst til úttaugakvilla en náladoði og tilfinning líkt og ef band væri strekkt yfir bolinn, ásamt ein- kennum í ganglimum, bendir til mænuskaða. Hjá sjúklingum með verki í fótum og göngu- truflanir er mikilvægt að greina á milli stoð- kerfisverkja af völdum óeðlilegs álags vegna göngutruflunarinnar og verkja sem tengjast sjúkdómnum að baki göngutrufluninni. Þvag- og saurleki eru stundum fylgifiskar, en eru ekki sértæk einkenni því ástæðan getur verið staðbundinn sjúkdómur í grindarholi, mænu- sjúkdómar eða miðlínu (parasagittal) heila- skemmdir, til dæmis af völdum ennisblaða- æxla, ennisblaðaheilablóðfalla og vatnshöfuðs (3). Sjúklingar með stoðkerfissjúkdóma kvarta einkum um stirðleika og verki við gang. Helstu ástæðum má skipta í þrennt; meðfæddar eða áunnar bæklanir (svo sem slys) sem leitt hafa til breytinga á lengd eða lögun ganglims eða liðar og þar með breyttrar líftækni (biomechanics), virkir bólgusjúkdómar sem valda álagssárs- auka og þar með breyttu göngumynstri vegna meðvitaðra eða ómeðvitaðra varnarviðbragða og óvirkir bólgusjúkdómar eða slitsjúkdómar sem geta valdið göngulagstruflun vegna blöndu af fyrrnefndum tveimur ástæðum. Göngulag við taugasjúkdóma A. Sköddun á efri hreyfitaugafrumum: 1. Göngulag við helftarlömun: Ýmsir sjúkdóm- ar valda helftarlömun, svo sem heilablóðföll og heilablæðingar, æxli við heila, æðaflækjur í heila og fæðingargallar. Sjúklingar með helft- arlömun fara yfirleitt ekki að ganga að marki fyrr en fóturinn er orðinn spastískur og geta þá nýtt sér vöðvastífleikann til þess að bæta fyrir minnkað afl í fætinum. Göngulagið mótast af alvarleika lömunarinnar. Væg lömun hefur lítil áhrif en í verstu tilfellum geta viðkomandi alls ekki gengið. Við helftarlömun framkallast oft njórafótur (spastic equinovarus position). Við gang er fótleggurinn stífur og útréttur í mjöðm og hné. Sjúklingar geta ekki lyft honum eðli- lega upp svo að hann komist fram fyrir hinn en bæta sér það upp með því að sveigja fótinn í hálfhring til hliðar og fram fyrir. Vegna njóra- fótarstöðunnar strýkst jarki skósólans með jörðu og þar slitnar skórinn fyrst. Skrefin eru hæg og regluleg og oft er handleggur lömuðu hliðarinnar einnig í óeðlilegri spastískri stöðu og sveiflast ekki með hliðinni. Þetta göngulag er eitt sérkenni helftarlömunar. 2. Göngulag við spastíska lömun í báðum ganglimum: Ýmsir sjúkdómar geta valdið spastískri lömun í báðum ganglimum. Nefna má hvers kyns sjúkdóma sem raska starfsemi bak-, hliðar- og framstrengja (dorsolateral og ventral funiculi) í mænu, svo sem heila- og mænusigg (multiple sclerosis), B12 hörgulsjúk- dóm, æxli eða blóðtappa við mænu og mænu- áverka, svo og skemmd á báðum heilahvelum af völdum áverka eða fæðingarskaða. Með- fæddir gallar geta einnig valdið ganglinralöm- unum svo og bólgusjúkdómar ýmsir og sýking- ar. Staðsetning skemmdarinnar í mænu ákvarðar hvort handleggir séu einnig lamaðir. Líkt og við helftarlömun geta einkennin verið allt frá smávægilegri göngutruflun til upphaf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.