Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 36
578 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 korn áður eða ekki. Tveir sjúklingar í hópi B fengu geislalungnabólgu en enginn í hópi A. Flöguþekjukrabbamein var algengasta vefja- gerðin í báðum hópum eins og búast mátti við, þar sem rannsóknaráætlunin útilokaði sjúk- linga með útbreiðslu út fyrir brjóstkassa. Tafla II sýnir lifun í vikum fyrir alla sjúklinga í forrannsókninni og eftir að slembiúrtak hófst í þeirri röð sem þeir komu inn í hvorn hóp fyrir sig. Allir sjúklingarnir eru nú látnir. Lifun sjúklinga í hópi A var á bilinu 15-175 vikur og miðgildi var 29 vikur. Lifun sjúklinga í hópi B var á bilinu 9-108 vikur og miðgildi 30 vikur. Ef fjórum sjúklingum úr forrannsókn er bætt við hóp A hækkar miðgildi lifunar í 35 vikur og gefur það vísbendingu um þau áhrif sem val sjúklinga í rannsóknir getur haft. Mynd 1 sýnir Kaplan-Meier lifunarferil allra sjúklinga sem fengu meðferð. Það er enginn marktækur munur á lifun sjúklingahópanna í heild, ekki heldur þótt skoðuð séu einstök tímabil. Fyrirætlun okkar að meta lífsgæðastuðul reglubundið og nota þær upplýsingar til að bera saman áhrif meðferðar á lífsgæði tókst ekki. í stað þess var reiknaður út legutími á sjúkrahúsi til þess að fá hugmynd um hversu virkir sjúklingar voru í kjölfar meðferðar. Sjúklingar í hópi A þurftu að meðaltali styttri sjúkrahúsvist en sjúklingar í hópi B (7,4±2,8 vikur á móti 18,5±9,0 vikum). Þessi munur var ekki staðtölulega marktækur (p=0,21) vegna þess hve vikmörk voru stór. Þrír af 14 sjúklingum sem fengu bæði 198Au korn og ytri geislun dóu skyndidauða vegna blóðhósta en hjá þeim öllum hafði meðferðin haft góð áhrif um talsverðan tíma. Einn af átta sjúklingum sem fékk ytri geislun eingöngu dó skyndilega úr blóðhósta. Þessi munur var ekki marktækur. Helstu dánarorsakir voru vegna áhrifa æxlisvaxtar í brjóstkassa svo sem lungna- sýking og öndunarbilun og eins vegna fjar- meinvarpa. Umræða Aðgerðir til að auka lifun og lífsgæði hinna mörgu sjúklinga með óskurðtæk lungna- krabbamein er mikilvægt verkefni rannsókna á lungnakrabbameinum. í þessari rannsókn reyndum við að varpa ljósi á þá spurningu hvort staðbundin geislun með198 Au kornum ásamt ytri geislun gæfi betri árangur en ytri geislun ein sér með framvirkri Table II. Survival (in weeks) of patients receiving mAu-bra- chytherapy and external radiation (group A) and those receiv- ing external radiation only (group B). Group A Group B Pilot study 31 44 59 134 Randomized study 175 9 27 16 38 68 16 23 24 15 58 108 23 37 40 97 31 15 Median survival 29 30 slembaðri rannsóknaraðferð. í rannsóknum sem þessum hefur lifun reynst áreiðanlegasti nrælikvarðinn. Miðgildi lifunar sjúklinga sem fengu bæði innri og ytri geislun var 29 vikur en meðal sjúklinga sem fengu aðeins ytri geislun var miðgildið 30 vikur. Lífslengdarferlar hóp- anna voru mjög svipaðir og hvergi marktækur munur á þeim. Sjúklingahópurinn er minni en gert var ráð fyrir og rýrir það möguleika til ályktana. Niðurstöður benda þó til að meðferð með staðbundinni geislun á undan ytri geislun muni ekki bæta að ráði horfur sjúklinga hvað lifun varðar. Það var eftirtektarverður munur á þörf fyrir sjúkrahúslegu hópi A í vil en munurinn var ekki staðtölulega marktækur, líklega vegna þess hve sjúklingar voru fáir og vikmörk stór. Cumulatívo survival Fig. 1. Kaplan-Meier cumulative survival plot for patients receiving198Au brachytherapy and external radiation (circles) and those receiving external radiation only (squares). Time represents weeks from entry.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.