Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 18
562 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 ásamt rófubeinsverk (coccygodynia), er tals- vert algeng ástæða aflfræðilegrar göngulags- truflunar frá baksvæði. Beingisnun (osteoporosis) getur verið óbein ástæða göngulagstruflana sem og hryggiktar- bólga í spjaldliðum. Hreyfingar mjaðmargrindar hafa mikil áhrif á göngulag manna. I rannsókn sem gerð var á 18 frískum sjálfboðaliðum, 14 körlum og fjór- um konum á aldrinum 25 til 37 ára (14), kom í ljós samband milli skreflengdar, gönguhraða og líkamshæðar viðkomandi auk þess sem lóð- réttar pendúlhreyfingar mjaðmargrindarinnar og snúningshreyfingar hennar urn lóðöxul voru mjög einstaklingsbundnar. Olli þetta mjög misjöfnu álagi á bak og mjaðmarliði sem þótti líklegt til að hafa veruleg áhrif á tilurð margs konar kvilla á þessum svæðum sem og á til- dæmis endingu gerviliða í mjöðmum. Truflanir á göngulagi vegna sjúkdóma í mjaðmarliðum, hnjám, ökklum og fótum stafa mjög af varnarviðbrögðum víð álagssársauka. I könnun sem gerð var á sambandi milli hreyfi- skerðingar í berandi liðum (locomotor disabili- ty) og sársauka í sömu liðum (15) hjá um 5000 körlum og konum eldri en 55 ára kom í ljós að sársauki var til staðar í að minnsta kosti einum þessara liða hjá 20% karla og 35% kvenna. B. Göngulagstruflanir vegna kvilla í mjaðm- arliðum: Þessum truflunum má skipta í tvo flokka, annars vegar truflanir vegna brenglun- ar í liðnum sjálfum og hins vegar truflanir af öðrum toga á mjaðmarsvæði. I fyrri flokknum eru meðfæddar tilfærslur (congenital disloca- tions), sem þó hefur fækkað mjög vegna betri og markvissari klínískrar greiningar á fyrstu dögum eftir fæðingu. Ganglimsstytting með helti af þessu tagi er allt að fimm sinnum al- gengari hjá stúlkubörnum en drengjum. Hálahimnubólga hjá börnum (transient ar- thritis, traumatic synovitis) er skammvinn ástæða takmarkaðrar hreyfigetu í mjaðmarliði ásamt helti hjá börnum og er orsök oftast óviss en stundum meiðsl. Oftast er um drengi að ræða innan 10 ára aldurs og mikilvægt er að greina þennan sjúkdóm frá Calvé-Perthes mjaðmarliðbeinbólgu (osteochondritis de- formans coxae juvenilis, coxa plana og fleiri), sem einnig veldur helti hjá ungum börnum, oftast yngri börnum en fá hálahimnubólgu, en hjá hinum síðarnefndu er dreifing jafnari milli kynja. Aðrir bólgusjúkdómar eru einangraðar liðsýkingar (pyogenic arthritis), berklalið- bólga, sem nú er mjög sjaldgæf, og slitgikt sem nú er orðin algengasta ástæða liðskipta í mjöðmum hjá eldra fólki. Ástæða er til að staldra sérstaklega við slit- gikt í mjöðm vegna þess hve algeng hún er. I rannsókn sem gerð var á 72 sjúklingum fyrir liðskipti í mjöðm (16) (meðalaldur 64 ár, 51% karlar) kom í ljós að mikilvægasta ástæða óskar um liðskipti var gönguerfiðleikar ásamt verkj- um á daginn. I göngulagsrannsókn sem gerð var á fjórum einstaklingum (með viðmiðunar- hóp) (17), sem gengust undir liðskipti vegna slitgiktar í mjöðm, kom í ljós að verulegur munur var á álagi/aflfræði þess mjaðmarliðar sem ekki gekkst undir aðgerð og samsvarandi liðar hjá einstaklingum úr viðmiðunarhópnum en auk þess var álag í hnéliðum viðkomandi einnig afbrigðilegt. Þetta sýnir raunar aðeins að í líftækni/lífaflfræði mannslíkamans er sterkt samhengi í hinum berandi hluta hans. Iktsýki er sjaldgæfari í mjaðmarliðum en í flestum öðrum liðum en einkenni hennar þeim mun alvarlegri fyrir sjúklinginn. I þessu sam- bandi má geta þess að við iktsýki í börnum (juvenile chronic arthritis) eru einkenni oft óljós og lúmsk, börn koma ekki sársauka sín- um á framfæri og sjúkdómurinn uppgötvast einungis er eftirtektarsamir foreldrar eða ætt- ingjar koma auga á göngutruflun sem stafar af ósjálfráðri tilhneigingu barnsins til að setja gangliminn í sársauklausa stöðu í álagi. Þannig verður til vítahringur sem getur leitt til varan- legrar skemmdar og bæklunar (18). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir einkennum iktsýki í mjaðmarliðum þar sem árangur aðgerða fer meðal annars eftir því hve aðrar skemmdir eru orðnar miklar. Við hraða aukningu klínískra einkenna svo sem helti vegna sársauka, ekki síst hjá eldra fólki, er sérstaklega mikilvægt að hefja markvissa greiningu sjúkdómsins (19). Hvað varðar ástæður göngulagstuflana vegna breytinga í sjálfum mjaðmarliðnum er að lok- um vert að nefna kastlos í lærleggshöfði (adol- escent coxa vara, epiphysial coxa vara), þegar los af óþekktri ástæðu verður í svokallaðri kastrák, vaxtarlínu, oftast hjá táningum. Um helmingur þeirra reynist síðan hafa einhverja hormónatruflun við frekari rannsóknir. Helstu ástæður göngulagstruflunar af ástæðum utan en þó við mjaðmarliði eru mjaðmarsig (coxa vara) en þetta ástand getur verið meðfætt er lærleggshálsinn beingerist ekki á eðlilegan hátt, áunnið kastlos, (sjá að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.