Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 64
600 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Fjórða aðalástæða þessarar uppdráttarsýki dreifbýlislækn- inganna er sú harðvítuga bar- átta, er heimilislæknar háðu á síðasta ári við stjórnvöld til að rétta faglegan hlut heimilis- lækninga og bæta kjör heilsu- gæzlulækna. Þessi deila hjálpaði okkur til að sjá ýmsa hluti í skýr- ara ljósi en áður. Bæði stofu- praktíkusar, læknar á bráða- móttökum og sumir hjúkrunar- fræðingar voru boðnir og búnir til að taka á sig verkefni heilsu- gæzlulækna og gerðu fjármála- ráðherranum og vikapiltum hans í samninganefnd þannig kleift að þæfa málin vikum sam- an, á meðan heilbrigðisráð- herra opinberaði almennt getu- leysi sitt. Þar sem sex vikna fjar- vera af vinnustað virtist engu ætla að skila, gripu heilsugæzlu- læknar til þess örþrifaráðs að af- sala sér samningsrétti og hluta af mannréttindum sínum til þess eins að þurfa ekki framar að eiga orðastað við daufdumba umboðsleysingja Fjármálaráðu- neytisins. Þar sem jákvæður árangur aðgerðanna hefur enn- þá enginn orðið, eru heilsu- gæzlulæknar þegar farnir að yfirgefa stöður sínar og leita í önnur verkefni eða flytja til annarra landa, þar sem meiri skilningur ríkir á þörf samfé- lagsins fyrir heimilislækningar en hérlendis. Oánægju með launakjör, fag- lega einangrun og mikið vinnu- álag hafa ýmsir heilsugæzlu- læknar nefnt sem orsök þess, að þeir yfirgefa dreifbýlið og færa sig um set. Vera kann, að þessi atriði hafi vegið þungt hjá ein- hverjum, en þó sýnist mér, að þeir hinir sömu hafi þá farið úr öskunni í eldinn, nema þeir hafi flutt utan eða skipt um sérgrein. A flestum heilsugæzlustöðvum í dreifbýli er þessum atriðum bet- ur komið en í þéttbýli, en hins vegar getur binding og skortur á afleysingu verið mjög þreytandi í strjálbýlum einmenningshér- uðum. Hér ræður trúlega meiru sú afstöðubreyting upplýstra Is- lendinga til gildis frítíma og tómstunda, sem ég þykist hafa tekið eftir á síðari árum. Jafn- framt hef ég fulla samúð með þeim foreldrum, sem hrýs hug- ur að senda börn sín í ýmsa grunnskóla og framhaldsskóla úti á landi, sem hvorki eru of- haldnir af hæfum kennurum, siðuðum eða námfúsum nem- endum né námsjákvæðu um- hverfi. Sterk fjölskyldutengsl íslendinga skýra ennfremur hina miklu tregðu menntafólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu til að flytja út á land. Úrræði Það er mikill misskilningur, að hægt sé að skilja sundur heilsugæzlu í dreifbýli og þétt- býli og leysa vandamálin með mismunandi hætti. Heilsugæzl- an í landinu myndar eina heild og heilsugæzla í dreifbýli hefur alltaf liðið fyrir það, hve seint og illa var unnið að uppbygg- ingu heilsugæzlustöðva í Reykjavík. Þetta var skilningur þeirra dreifbýlislækna, sem með aðgerðum sínum stuðluðu að því samkomulagi um eflingu heilsugæzlunnar í Reykjavík, sem heimilislæknar gerðu við ráðuneytið fyrir rúmu ári. Hug- myndir mínar til úrbóta, sem hér fara á eftir, taka mið af þess- ari staðreynd, enda verður úti- lokað að manna dreifbýlisstöð- ur, ef unglæknar hafa ekki leng- ur áhuga á að velja sér heimilislækningar að sérgrein og viðhalda ekki lengur þeirri hringrás, sem fyrr var nefnd. í fyrsta lagi verða heilbrigðis- yfirvöld að skilgreina verksvið heimilislækna annars vegar og sérgreinalækna hins vegar. Það verður ekki gert með því að vísa málinu til einhverra nefnda Læknafélags íslands, sem vilja frumskógalögmálin áfram í gildi og drepa því á dreif. Skilgrein- ing verksviðsins verður að taka mið af löngu þekktum lögmál- um heilbrigðisfræðinnar, sem okkur er nauðugur kostur að viðurkenna af efnahagslegum ástæðum. Jafnframt verður að taka tillit til séríslenzkra að- stæðna hvað varðar samgöngur, búsetu, framboð og eftirspurn. Við heimilislæknar getum ekki gert kröfu um að verða fullkom- lega sáttir við þann verkahring, sem markaður verður, því hann verður fyrst og fremst að þjóna hagsmunum þjóðarheildarinnar fremur en okkar sjálfra. Hins- vegar er framtíð og lífsvon þeirrar heilsugæzlu, sem á að byggja á réttlæti, fagmennsku, samfellu í heilbrigðisumsjá og öflugum forvörnum, algjörlega undir því komin, að hún höfði til áhugasamra og metnaðar- fullra lækna með hugsjónir. Fyrsta skrefið til að marka slíkt verksvið var stigið með títt- nefndu samkomulagi heimilis- lækna og heilbrigðisráðuneytis á síðasta ári, en það þarf heil- brigðisráðherra með pólitískan styrk, þekkingu, dómgreind og kjark til að stíga það næsta og sakar þá ekki, að hann hafi not- hæfan ráðuneytisstjóra sér til fulltingis. í öðru lagi er afar mikilvægt fyrir heilsugæzluna í landinu, að yfirstjórn rekstrar hennar sé færð út úr heilbrigðisráðuneyt- inu og falin aðilum, sem skilja mikilvægi frumheilsugæzlu og vilja veg hennar sem mestan. í því sambandi mætti hugsa sér nokkur sveitarfélög sameinast um rekstur ákveðinna stöðva, eftir því sem landfræðilegar forsendur gæfu tilefni til. Sjálf- sagt er að reyna mismunandi leiðir svo sem einkarekstur, standist hann hinar faglegu kröfur. Hinni faglegu yfirstjórn og allri samræmingu yrði samt sinnt af öflugri stofnun, sem einnig væri miðstöð heilbrigðis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.