Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.09.1997, Blaðsíða 28
572 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Frá árinu 1960 (1) hefur alls verið lýst 22 tilfellum þar sem A-V fistlar á portæðarsvæði greindust í kjölfar magaaðgerða og er þá okkar tilfelli meðtalið (1-19). í öllum tilfellunum var um að ræða hlutabrottnám á maga vegna sára- sjúkdóms, oftast svokallaða Billroth II aðgerð en hér er lýst sjötta tilfellinu eftir Billroth I aðgerð (4,8,13,17,19). Yfirleitt eru sjúklingarnir á miðjum aldri og að jafnaði líða 10 ár frá aðgerð uns einkenni gera vart við sig (18). Einn sjúklingur greindist eftir átta mánuði en hjá okkar sjúklingi liðu rúmlega þrír áratugir sem er lengra en áður þekkist (24 ár) (15,18). A-V fistlar á portæðarsvæði myndast yfir- leitt á milli portakerfisins og maga- og skeifu- garnarslagæðar (arteria gastroduodenalis) eða hægri maga- og netjuslagæðar (arteria gastro- epiploica dextra) en sjaldnar vinstri magaslag- æðar líkt og í þessu tilfelli. Algengustu ein- kennin eru kviðverkir og/eða óþægindi um of- anverðan kvið og sjást þau hjá tveimur þriðju hluta sjúklinganna (18). Önnur algeng ein- kenni eru niðurgangur, megrun og blæðing frá meltingarvegi (1-19). Hjá aðeins tveimur sjúk- lingum er lýst umtalsverðri vökvasöfnun í kvið- arholi (11). Annar þeirra er okkar sjúklingur en hann kvartaði helst um kviðverki og slapp- leika. Þekkt eru þrjú tilfelli þar sem sjúkling- arnir greindust fyrir tilviljun en allir greindust þeir vegna óhljóðs sem uppgötvaðist við hlust- un á kviðarholi en hvinur virðist nær alltaf vera til staðar hjá þessum sjúklingum (4,9,13). í þessu tilfelli var um greinilega hækkun á portæðarþrýstingi að ræða fyrir lokun fistilsins, eða 41 cm H,0 við aðgerð (viðmiðunarmörk <10 cm H20), en þrýstingurinn lækkaði veru- lega þegar fistlinum var lokað (14 cm HzO). Af rúmlega 20 tilfellum sem lýst hefur verið af A-V fistlum á portæðarsvæði eftir magaaðgerð hefur portæðarþrýstingur eingöngu verið mældur hjá sjö sjúklingum. Aðeins einn reynd- ist hafa hækkaðan þrýsting fyrir lokun fistilsins en sá sjúklingur hafði að auki sega í miltisbláæð (18). Hinir sjúklingarnir sex höfðu eðlilegan portæðarþrýsting. Hugsanleg skýring á því var talin sú að lítið viðnám og mikil rýmd portæðar og lifrarbláæða kæmu í veg fyrir hækkun á portæðarþrýstingi þrátt fyrir aukið blóðflæði (18). Kviðarholsvökvi eins og sást hjá okkar sjúk- lingi (sex lítrar) er þekktur fylgifiskur hækkaðs portæðarþrýstings. Því kom á óvart að hvorki fyndust teikn um æðahnúta í vélinda né miltis- stækkun en hvort tveggja fylgir hækkuðum portæðarþrýstingi, eins og við langt gengna skorpulifur. Sennilega skýrist þetta af mikilli rýmd lifraræðanna en þær virðast geta veitt öllu flæðinu í gegnum lifrina án hjáflæðis í gegnum bláæðakerfi vélindans. Ekki sáust heldur æðahnútar í efri hluta maga en á tölvu- sneiðmynd virtist vera til staðar stasi í bláæð- um í efsta hluta magans. Líklega hafa þó fleiri þættir en hækkaður portæðarþrýstingur stuðlað að myndun kviðar- holsvökvans. A-V fistillinn veldur tilfærslu á blóðrúmmáli frá slagæðakerfi yfir í bláæða- kerfi. Þetta veldur lækkun á virku rúmmáli blóðvökva (effective plasma volume) og því minnkuðu blóðflæði til nýrna. Við það eykst virkni renín-angíótensínkerfisins sem aftur leiðir til hækkunar á aldósteróni í sermi. Al- dósterón stuðlar að aukinni vökvasöfnun, þar á meðal í kviðarholi, aðallega með minnkuð- um útskilnaði á natríumi (27). í þessu tilfelli var aldósterón í sermi ekki mælt en natríum- mælingar á þvagi, bæði fyrir og eftir lokun fistilisins, hefðu einnig getað verið hjálplegar. Ekki er ósennilegt að væg hjartabilun sem sjúklingurinn hafði við komu (áreynslumæði, aukinn bláæðaþrýstingur á hálsi og brak yfir lungum) hafi aukið á vökvasöfnunina í kviðar- holi. Þar sem súrefnisríku blóði er veitt beint yfir í bláðæðakerfið um fistilinn (svokölluð stol-áhrif) eykst álagið á hjartað þar sem súr- efnisþörf vefja er mætt með aukinni dæluvirkni hjartans. Ef um stóran fistil er að ræða er því hætt við hjartabilun með háu útfalli (high- output) (27). Ekki er útilokað að kviðarhols- vökvinn hjá sjúklingnum í þessu sjúkratilfelli hafi verið einkenni um hjartabilun, svipað og bjúgur á fótum eða í lungum, en að bjúgsöfn- unin geri vart við sig í kviðarholi þar sem í portæðarkerfinu hafi verið hæsti háræðaþrýst- ingurinn vegna A-V fistilsins. Við hjartabilun eykst virkni renín-angíótensínkerfisins sem aftur stuðlar að aukinni vökvasöfnun. Þetta verður því vítahringur sem leiðir til enn frekari hjartabilunar. í þessu sambandi er þó athygli- vert að útfall hjarta skuli ekki breytast þegar fistlinum var lokað en hjartaútfall hélst hátt bæði fyrir og eftir aðgerð (rúmlega 10 L/mín- útu). í aðeins einni rannsókn annarri var getið um hjartaútfall eftir aðgerð og hafði það lækk- að um tæplega helming (9). Því miður reyndist ekki unnt að endurtaka áðurnefnda mælingu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.