Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1997, Side 44

Læknablaðið - 15.09.1997, Side 44
584 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 um var að ræða karla í 60% tilvika og konur í 40% tilvika. I helmingi tilvika var upphafsstaður sjúkra- flutninganna heimili sjúklings. Lagt var upp frá heilsugæslustöðinni í 15% tilfella en 12% flutn- inga voru frá sjúkrahúsum eða hjúkrunarheim- ili. Flutningur annars staðar frá, til dæmis frá vegum eða tjaldstæðum var í 22% tilfella. Áfangastaður var í flestum tilfellum sjúkra- hús í Reykjavík eða í 64% tilvika en fjöldi þeirra sem fluttur var á Sjúkrahús Suðurlands var þriðjungur þeirra sem fluttur var til Reykjavíkur. Flutningar annað, til dæmis á milli stofnana eða frá sjúkrahúsum, voru í 15% tilvika (mynd 2). Nokkuð var um sjúkraflutninga sem skipu- lagðir höfðu verið fyrirfram eða í rúmlega 15% tilfella, en í yfirgnæfandi hluta tilfella var þó um bráða sjúkdóma eða slys að ræða. Orsakir flutninga vegna slysa voru í tæplega þriðjungi tilfellanna. Um ferðamenn var að ræða í rúm- lega fjórðungi sjúkraflutninganna (mynd 3). Mest var um sjúkrafiutninga yfir sumarmánuð- ina en minnst yfir háveturinn (mynd 4). Aldursskipting sýndi að í tæplega helmingi tilvika var um að ræða flutning á sjúklingum 75 ára og eldri (mynd 5). Orsakir sjúkraflutninga með tilliti til sjúk- dómsgreininga sýndu, að í rúmlega fimmtungi tilfella var um hjarta- og æðasjúkdóma að ræða. Slys var ástæðan í tæplega þriðjungi til- fella eins og fram hefur komið áður, þar af beinbrot í rúmlega helmingi (tafla I). Útköll vegna sjúkraflutninga voru í 60% til- vika í dagtíma en í um það bil 30% tilvika að kvöldlagi. Um það bil 10% útkalla voru á nótt- unni (mynd 6). Oftast kom það í hlut heilbrigðisstarfsfólks að fylgja sjúklingi í flutningi. í rúmlega helm- ingi tilvika fylgdi hjúkrunarfræðingur sjúklingi en læknir í tæplega fjórðungi. í öðrum tilvikum voru það oftast aðstandendur sem fylgdu hin- um sjúka. Umræða Sjúkraflutningar á starfssvæði Heilsugæslu- stöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri eru um margt sérstæð starfsemi. Oftast er um að ræða tiltölulega langa flutninga um landveg. Sam- göngur verða að teljast góðar á íslenskan mæli- kvarða og verður ekki séð að önnur flutnings- aðferð, það er flug, sé heppilegri þar sem óvissa er um skilyrði, lítill tími sparast þar sem Fig. 2. Number ofambulance transports by point of destina- tion. 73% Fig. 3. Transportation by ambulance oflocal people vs tour- ists.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.