Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 10

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 10
10 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 74,9% og konur 76,9% en fór stigminnkandi milli áfanga og var slökust í fimmta áfanga, karlar 63,9% og konur 66,9%. Samtals mættu 9139 karlar og 9773 konur í rannsóknina. Hver þátttakandi kom tvisvar til rannsókn- ar. í fyrra skiptið voru tekin 12 leiðslu hjarta- rafrit, röntgenmynd af hjarta og lungum og gerðar voru blóð- og þvagrannsóknir. Við seinni komu fór hver þátttakandi í viðtal til læknis sem mat þá niðurstöður fyrri rannsókna og skoðunar. í þessari athugun voru tínd til öll hjartarafrit skráð með þriðju gráðu leiðslurof samkvæmt Minnesota lykli og þau tvílesin af tveimur höf- unda (EMK og NS). í athuguninni var einnig eitt hjartarafrit sem upphaflega var flokkað sem annarrar gráðu leiðslurof en reyndist við endurkoðun vera þriðju gráðu leiðslurof. Sam- kvæmt Minnesota lykli er þriðju gráðu leiðslu- rof skilgreint sem: algert gátta-slegla leiðslurof (tímabundið eða viðvarandi) í hvaða leiðslu sem er. Sjúkraskrár þessara einstaklinga voru síðan kannaðar og eftirfarandi breytur athugaðar: 1. Reykingar: viðkomandi reykir við komu í skoðun. 2. Einkenni takttruflana: viðkomandi hefur sögu um svima, aðsvif, yfirlið eða hjartslátt- artilfinningu. 3. Æðakölkunarsjúkdómur: viðkomandi hef- ur kransæðastíflu, hjartaöng eða heltis- verki. 4. Lyfjanotkun við komu í skoðun, þá sérstak- lega notkun beta-blokka, dígitalis eða kals- íum-blokka. 5. Háþrýstingur: slagþrýstingur mælist >160 mmHg og/eða lagþrýstingur >95 mmHg eða viðkomandi er á lyfjameðferð vegna háþrýstings. 6. Púlshraði. 7. Hjartastækkun á röntgenmynd: >550 ml/m2 hjá körlum og >500 ml/m2 hjá konum. 8. Aðrar breytingar á hjartariti. 9. Gangráður: hvort gangráðstaktur var á hjartariti. Fyrra heilsufar og afdrif þessara einstaklinga voru síðan athuguð með símtölum við sjúkling- ana og þá var sérstaklega spurt um einkenni og sögu frá hjarta- og æðakerfi, síðari sjúkrahús- legur og almennt heilsufar. Kannaðar voru sjúkraskýrslur frá fyrri og síðari legum á sjúkrahúsum og upplýsingar fengnar frá heim- ilislæknum sjúklinganna. Fundin voru hjarta- rafrit tekin fyrir og eftir skoðunina í Hjarta- vernd ef þau voru til og athuguð með tilliti til þriðju gráðu leiðslurofs eða annarra breytinga. Athugað var hvort og hvenær viðkomandi fékk gangráð og aðdragandi þess. Niðurstöður Við fyrstu yfirferð fundust alls 12 hjartarafrit með greininguna þriðju gráðu leiðslurof. Við endurskoðun reyndust tvö þeirra ekki rétt greind og voru þá greind sem annarrar gráðu leiðslurof. Við endurskoðun á hjartaritum með annarrar gráðu leiðslurofi reyndist eitt þeirra vera með þriðju gráðu leiðslurofi. Rannsókn- arhópurinn var því 11 einstaklingar sem við að minnsta kosti eina skoðun reyndust hafa þriðju gráðu leiðslurof. Alls komu þessir einstakling- ar í 15 heimsóknir. Eins og síðar kemur fram var leiðslurofið ekki til staðar hjá ýmsum þess- ara einstaklinga við síðari heimsóknir. Algengið var reiknað sem hlutfallstala til- fella (15) í öllum mætingum (34736) eða 0,04% (95% vikmörk 0,02; 0,07). í hópnum voru sjö karlar og fjórar konur á aldrinum 45-64 ára, meðalaldur 55,2 ár (miðgildi 55 ár). Við heimsóknina þegar þriðju gráðu leiðslu- rofið var greint lýstu fimm einstaklingar ein- kennum takttruflana, allir hjartsláttarköstum og einn jafnframt svima (tafla I). Allir höfðu þeir jafnframt sögu um hjartaöng. Tveir þeirra höfðu áfram einkenni og fengu gangráð þrem- ur og sjö árum síðar, þrír fengu síðar gáttatif en þurftu ekki gangráð. Hjá þessum einstakling- um var ekkert fyrra hjartarafrit að finna hjá þremur, einn hafði sögu um fyrstu gráðu leiðslurof og einn gáttatif. Sex einstaklingar neituðu einkennum í heimsókninni þegar greiningin var gerð. Tveir þeirra voru með þekkt leiðslurof og með gangráð en neituðu einkennum við skoðun. Tveir héldust einkennalausir (ófullkomnar upplýsingar um annan þeirra) og voru ári síðar með fyrstu gráðu leiðslurof. Einungis tveir sem við greiningu voru einkennalausir fengu síðar einkenni, annar svimaköst vegna hægs púls og annarrar gráðu leiðslurofs en hinn endurtekin yfirlið vegna gáttatifs með hægri svörun slegla. Þessir einstaklingar fengu síðar gangráð. Einungis tveir höfðu gangráð við skoðun. Annar þeirra hafði sögu um Adam Stokes yfir- lið frá 47 ára aldri, var í upphafi með mismun- andi leiðslurof en greindist nreð algert leiðslu- rof níu árum fyrir skoðun og fékk gangráð átta

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.