Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 32

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 32
30 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða Niðurstöður þessarar athugunar sýna að notkun hormónauppbótarmeðferðar fór vax- andi hjá hverjum nýjum og yngri fæðingarhópi. Hjá yngsta fæðingarhópnum höfðu 52% ein- hvern tímann notað hormón. Notkun var tíð- ust hjá 50-55 ára konum og notuðu 50% þeirra hormón árið 1995 sem er 5,7 föld aukning frá 1986. Af þeim sem notuðu hormón notaði um helmingur þau í eitt ár eða skemur á fyrri hluta tímabilsins en svo virðist sem notkunarlengd sé að aukast síðustu árin og færri konur nota nú hormón í svo stuttan tíma. Marktæk jákvæð fylgni var milli reykinga og hormónanotkunar hjá 50-55 ára konum. Árið 1995 notuðu íslend- ingar hormónauppbótarmeðferð mest allra Norðurlandaþjóða. í yngsta fæðingarhópnum (1936-1940) höfðu 52% kvenna einhvern tímann notað hormóna- uppbótarmeðferð (mynd 1). I þeim hópi voru einungis skoðaðar konur sem voru 55 ára eða eldri við komu. Athygli vekur að í elsta fæðing- arhópnum (1906-1910) höfðu 17% kvenna not- að hormón. Þessar konur voru fimmtugar 1956-1960 og gæti þetta gefið einhverja vís- bendingu um notkun á þeim tíma. Upplýsingar um það á hvaða aldri konurnar voru er þær notuðu hormón liggja ekki fyrir, þannig að ekki er víst að allar þessar konur hafi notað þau vegna tíðahvarfaóþæginda. í fyrsta lagi gætu sumar þeirra hafa notað horrnón síðar á ævinni til dæmis vegna jákvæðra áhrifa á bein en lang- tímanotkun estrógena hægir á beinþynningu (13) og dregur úr líkum á beinbrotum og sam- falli hryggjarliða á efri árum (17-21). í öðru lagi eru í þessum hópi konur sem hafa látið fjar- lægja eggjastokka til dæmis vegna krabba- meins eða brottnáms legs. Á mynd 2 má sjá að veruleg aukning varð í notkun hormónauppbótarmeðferðar í öllum aldurshópum. Notkun var mest hjá konum 50- 55 ára öll árin. Athygli vekur að yfir 10% kvenna 42^13 ára notuðu hormón árin 1994- 1995. Á mynd 3 má sjá breytingar í notkun frá ári til árs hjá 50-55 ára konum. Notkun jókst jafnt og þétt og árið 1995 notuðu um 50% hormón. Það er 5,7 föld aukning frá 1986. Tæplega helmingur kvenna sem notaði hormón notaði þau í eitt ár eða skemur í byrjun tímabilsins. Ekki virðist vera áberandi munur hvað þetta varðar milli tímabilanna 1979-1989 og 1990-1993 (mynd 4). Á tímabilinu 1994-1995 lengdist notkunartími. Mynd 4 tekur einungis til kvenna 60 ára og eldri við komu og er erfitt að sjá hvort breytingar hafa orðið á allra síð- ustu árum. Á mynd 5 er athugaður yngri hópur kvenna (56-57 ára) eftir komuárum. Þar virð- ist sá hluti kvenna sem notar hormón í stuttan tíma (0-1 ár) fara minnkandi. Þetta gæti bent til að fleiri konur ætli sér að nota hormón í langan tíma. Af öllum notendum notuðu 27% hormón lengur en fimm ár á tímabilinu 1990- 1995. í nýlegri erlendri rannsókn var hlutfallið 34% (11) en ekki er þó víst að niðurstöðurnar séu sambærilegar því konurnar voru spurðar um notkun á ólíkum aldri. Niðurstöður benda til að jákvæð fylgni sé milli reykinga og hormónauppbótarmeðferð- ar. Ekki liggja fyrir skýringar á þessari fylgni. Hægt er að ímynda sér að þær felist í pers- ónuleika notenda, að reykingar geri það að verkum að konur finni frekar fyrir óþægindum á breytingaskeiði eða að læknar ráðleggi kon- um sem reykja öðrum fremur að nota hormón því reykingar auka hættuna á beinþynningu (22). Ymsar erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt jákvæða fylgni við reykingar (23-25) en nýleg rannsókn á hópi hjúkrunarfræðinga sýndi hið gagnstæða (15). Frá árinu 1987 hefur notkun á estrógen/pró- gestín blöndum verið meiri en á hreinum estró- genum, en aukning hefur orðið í báðum flokk- um. íslendingar, Norðmenn, Danir og Færey- ingar nota hlutfallslega meira af estrógen/pró- gestín blöndum en Svíar og Finnar. Stór hluti íslenskra kvenna í fæðingarár- göngunum 1920-1940 tók þátt í rannsókninni eða yfir 95% í hverjum árgangi. Þess vegna ættu niðurstöður að gefa góða mynd af notkun hormónauppbótarmeðferðar í landinu. Þetta er svipað hlutfall og í rannsókn sem unnin var úr gögnum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands frá tímabilinu 1964-1984. Á því tímabili svöruðu 97,2% allra íslenskra kvenna í fæðing- arárgöngunum 1930-1939 (26). Þær konur sem ekki voru með í þessari rann- sókn (konur sem mæta aldrei í krabbameins- leit) voru athugaðar sérstaklega fyrir nokkrum árum. Þar kom í ljós að í þeim hópi var hátt hlutfall geðsjúkra og ógiftra kvenna (27). Ólík- legt er að þátttaka þeirra hefði haft merkjanleg áhrif á niðurstöður. Af þessum niðurstöðum er ljóst að notkun hormónauppbótarmeðferðar er almenn á Is- landi og hefur aukist á síðustu árum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.