Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 36

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 36
1/PT-INR 34 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Fig. 1. Correlation between international normalized ratios calculated from prothrombin times and prothrombin-procon- vertin times measured on 1216 plasma samples. stöðugri blóðþynningarmeðferð á vegum storkurannsóknastofu Landspítalans, var boð- in þátttaka í framskyggnri rannsókn á blóð- þynningu á sex mánaða tímabili, en þynningin var talin vera stöðug hjá sjúklingum sem voru þegar á blóðþynningu við upphaf rannsóknar og hjá nýjum sjúklingum þegar INR hafði náð >1,5. Áður en rannsóknin hófst var fengið leyfi siðanefndar læknaráðs Landspítalans til skráningar upplýsinga og viðbótarmælinga á blóðsýnum. Vinnubrögðum við mælingar og stjórnun blóðþynningar var ekki breytt meðan á rannsókn stóð. Sjúklingum var kynnt rann- sóknin fyrirfram og samþykktu allir þátttöku nema einn. Þeir sjúklingar sem voru aðeins mældir einu sinni á tímabilinu voru felldir út og einnig féllu fjórir sjúklingar út þar sem klínísk- ar upplýsingar voru ófullnægjandi. Niðurstöð- ur eru því byggðar á gögnum um 326 sjúklinga og var fjöldi meðferðardaga 44.247. Fylgst var jafnóðum með því hvort meðferðartengd vandamál kæmu upp og að loknu rannsóknar- tímabilinu var hringt í alla sjúklinga og þeir spurðir um blæðingar og/eða blóðsega á rann- sóknartímabilinu. Saga þeirra sem fengu meiriháttar blæðingu, blóðtappa eða létust var skoðuð nánar eftir því sem við átti með sjúkra- skrám, læknabréfum, dánarvottorðum og krufningaskýrslu. Með meiriháttar blæðingu er átt við þær blæðingar sem leiddu til innlagn- ar á sjúkrahús og/eða blóðgjafar. Blóðsýni: Blóð var dregið í 5 ml storkuglas (einn hluti 3,8% natríumsítrat og níu hlutar blóð), geymt kælt og skilið niður svo fljótt sem auðið var. Sýni sem ekki voru mæld strax voru fryst í litlum glösum við -80°C. PP og PT var mælt strax en á aðsendum sýnum (sem bárust ókæld) var einungis mælt PP. Sýni til PP-mæl- inga voru 1580 og þar af voru 1216 dregin á Landspítalanum en 364 voru send frá öðrum stofnunum. Storkumælingar: PT var mælt með Micro- sample coagulation analyser (MCA 110) sjálf- virkum ljósgleypnistorkumæli (BioData, Horsham, Pennsylvania, Bandaríkjunum) og notað var Simplastin Excel® (Organon Tekn- ika, Durham, N-Carolina, Bandaríkjunum), sem er kanínuheilaþrombóplastín með kals- íum (ISI=2,02). Reiknað var INR út frá PT- gildi með jöfnunni (PT sjúklings/PT eðlilegs þýðis)Isl (5). PP var mælt með Cobas Fibro ljósgleypnistorkumæli (Hoffman-LaRoche, Basel, Sviss), með Simplastin A® (Organon Teknika, Durham, N-Carolina), sem er blanda af kanínuheila- og kanínulungnaþrombóplast- íni með kalsíum og útfelldu (absorbed) nauta- plasma, sem inniheldur storkuþátt V og fíbrí- nógen en skortir K-vítamínháða storkuþætti (ISI=1,10). PP storkutímanum var umbreytt í hlutfallstölur út frá þynningarkúrfum (1/10-1/ 80) þar sem notað var eðlilegt plasmasafn. Blóðþynningarlyf (warfarín og díkúmaról) voru skömmtuð eftir mælingum á PP%. Einnig var reiknað INR samkvæmt storknunartíma

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.