Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 48

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 48
46 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða og fréttir Formannsspjall Siðfræðin er bakhjarlinn Siðareglur lækna eru leið- beiningar þeim til handa svo auðveldara sé að standa vörð um hin siðferðilegu verðmæti sem í húfi eru í samskiptum inn- an heilbrigðiskerfisins. Þær endurspegla jafnframt þann skilning sem læknar hafa á skyldum og ábyrgð þess starfs sem þeir inna af hendi. í víðasta skilningi má segja að siðfræðin sé lýsing á siðum og reglum sem menn hafa komið sér saman um að gildi í samskiptum þeirra á milli, þær segja til dæmis fyrir um hvernig mönnum beri að haga sér. Það sem gerir siðferði- leg álitamál sérstaklega erfið er að þeim til grundvallar liggja árekstrar á milli siðferðilegra verðmæta þar sem oft þarf að fórna einu verðmæti til að geta staðið vörð um annað. Það kann að ógna okkar eigin hag og annarra að sniðganga hin sið- ferðilegu gæði og breyta á þann hátt að þeim verði fórnað. Sið- fræði lækna leitast við að greina og skipuleggja þau siðferðilegu úrlausnarefni sem læknar standa frammi fyrir í starfi sínu. Vilhjálmur Arnason telur í bók sinni Siðfrœði lífs og dauða viðfangsefnin í siðfræði lækna meðal annars vera þau að leita svara við spurningum sem vakna um eftirtalin atriði. Réttláta skipan heilbrigðis- þjónustu. Hvaða skilning lækn- ar hafa á skyldum og ábyrgð þess starfs sem þeir inna af hendi og siðferðilegan vanda sem menn standa frammi fyrir við ákveðnar tilgreindar að- stæður. Þau siðferðilegu verðmæti sem oft er vísað til þegar rætt er um vandamál innan siðfræði lækna eru til dæmis réttlæti, sjálfræði, velferð og virðing fag- mannsins fyrir starfi sínu. Það að setja velferð sjúklings- ins í öndvegi miðar að því að gera það sem álitið er að sé sjúklingnum fyrir bestu. Eg tel að líta megi á virðingu læknisins fyrir starfi sínu sem eina tegund verðmæta. Læknirinn stendur vörð um þessi gæði með því að vinna vinnu sína vel og vera trúr þeim markmiðum sem í starfinu felast. í vinnu sinni er læknirinn því í fastmótuðu hlutverki þar sem stefnt er að ákveðnum markmiðum eftir tilteknum leiðum og setur þetta því starfi hans vissan ramma. Þetta birtist okkur í ýmsum myndum, til dæmis ábyrgðinni gagnvart sjúklingnum sjálfum, starfs- ábyrgð eða hæfnisskyldu, ábyrgð gagnvart almenningi og samfélaginu og ábyrgð lækna gagnvart samstarfsmönnum sín- um. Þar sem ábyrgð og skyldur lækna vísa í fjórar áttir, það er að segja gagnvart sjúklingnum, starfinu, samfélaginu og sam- starfsfólki, þá er óhjákvæmilegt að upp geti komið árekstrar. Miklar umræður hafa orðið undanfarið um þagnarskyldu lækna. Það eru margar ástæður fyrir því að mikilvægt er að halda þagnarskylduna. Hún er liður í því að virða sjúklinginn sem manneskju og er nauðsyn- leg fyrir trúnaðarsamband læknis og sjúklings. Þetta trún- aðarsamband getur verið bein- línis mikilvægt í sjálfri lækning- unni. Þögnin verður því að vera hluti af starfsskyldum okkar. Ef þagnarskyldan væri ekki við- höfð gæti það haft slæmar af- leiðingar og hindrað tiltekna einstaklinga í því að leita sér lækninga. Þótt þagnarskyldan sé mikil- væg og verði að vera hin al- menna regla þá er ekki þar með sagt að hún sé skilyrðislaus. Þau tilvik geta komið upp þar sem réttlætanlegt er að ganga fram hjá henni til dæmis þegar líf sjúklings eða annars er í hættu. Hugsanlegt dæmi þessa væri þegar læknir stæði frammi fyrir því hvort bæri að tilkynna um alvarleg veikindi flugmanns þar sem veikindin gætu gert hann óhæfan til að sinna starfi sínu og stefnt þar með eigin lífi og ann- arra í voða. Að mörgu er að hyggja í vandasömu og göfugu starfi. Með formannskveðju. Guðmundur Björnsson form@icemed.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.