Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 58

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 58
56 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 móti urðu læknar að sæta því að hjúkrunarfræðingar yrðu sviðs- stjórar jafnfætis þeim á klínísk- um sviðum. Ég tel að þessi skipulagsbreyting hafi orðið til góðs, þótt framkvæmdastjórn hafi enn ekki tekist að afla sér þeirrar virðingar út á við sem eðlilegt væri. Einnig skortir verulega að framkvæmdastjórn sýni æskilegt frumkvæði um ým- is framfaramál. Stjórnarnefnd hefur svo orðið að sæta því að vera handstýrt úr heilbrigðis- ráðuneyti í ýmsum málum að undanförnu og hefur þannig orðið allt of ósjálfstæð síðustu árin. Vinnubrögð heilbrigðis- ráðuneytisins undanfarin ár eru alþekkt meðal fundarmanna. Þau hafa verið gagnrýnd fyrir gerræði, vanþekkingu og aga- leysi. Úttektaraðilar hafa verið ráðnir til starfa til að leiðbeina ráðuneytinu um framtíðarað- gerðir, oftast með sparnaðar- áform að leiðarljósi. Slíkar út- tektir hafa oft vakið furðu enda ekki alltaf borið með sér neina sérþekkingu á eðlilegum vinnu- brögðum rekstrarfyrirtækja hvað þá heldur á grundvallar- staðreyndum heilbrigðismála. Fjölmargir starfsmenn Ríkis- spítala auk læknaráðs og starfs- mannaráðs hafa orðið að að- stoða stjórnvöld við að falla ekki ofan í einhvern nálægan glópapyttinn. Sem dæmi um slíka má nefna nýlegar hug- myndir urn afkastakvarða sjúkrahúsanna, um eina bráða- móttöku fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalann og tillögu um flutning lungna- deildar Vífilsstaða á Landspítal- ann nú í haust. Fagleg framþróun En læknislærðir stjórnendur hafa einnig önnur viðfangsefni en þau að eyða peningum og stympast við aðra stjórnunarað- ila. Það kemur til kasta yfir- lækna að skapa umhverfi og að- stæður sem auðvelda faglega framþróun og á háskólaspítala þurfa þeir að láta sig varða kennslu og rannsóknir. Aldrei í sögu læknisfræðinnar hafa orð- ið jafn hraðar framfarir og síð- ustu áratugina. Islendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja á þessu sviði. Við sjáum það til dæmis á því að stórir hópar sjúklinga sem áður var veitt þjónusta í út- löndum fá nú sambærilega þjón- ustu á Islandi. Aðalógnunin við þessa framþróun felst í sparnað- arkröfum stjórnvalda sem hafa meðal annars leitt til ónógs framboðs á sjúkrarúmum bæði fyrir bráðveikt fólk og hjúkrun- arsjúklinga og langra biðlista. A þessu sviði hefur ástandið versnað til muna undanfarna áratugi. Fyrir 20 árum þótti ekki sjálf- gefið að unglæknar fengju nokkra formlega tilsögn í lækn- isfræði á sjúkrahúsum. Parna hefur orðið stórbreyting og á báðum stóru sjúkrahúsunum er vel staðið að menntun ung- lækna og ég er sannfærður um að þekkingu þeirra hefur mjög fleygt fram. Stærsta byltingin hefur þó að mínum dómi orðið á sviði rannsókna. Fyrir 20 árum var það meiri háttar viðburður að grein eftir íslending starfandi á íslandi birtist í virtu erlendu tímariti. I raun voru næstum engar læknisfræðilegar rann- sóknir stundaðar hér á landi. Nú skipta slíkar greinar tugum á hverju ári. Frumkvöðlar klín- ískra rannsókna á spítölunum tveimur eru enn við störf og virkir í rannsóknum. Litlu seinna fór einnig að kveða að grunnrannsóknum sem telja verður einnig blómlegar. ís- lenskum læknum gengur æ bet- ur að afla styrkja innanlands og erlendis til rannsókna. Persónu- lega er ég ánægðastur með þennan þátt í starfi þeirra tveggja deilda sem ég hef verið viðriðinn. Þarna hefur augljós- lega orðið sú hugarfarsbreyting að menn líti á rannsóknir sem sjálfsagða viðbót við venju- bundið spítalaamstur. Á þjón- ustusviðinu munu kröfur um hagræðingu aukast. Vafalaust verður reynt að sameina spítala- deildir og sjúkrastofnanir. Fjár- hagsleg ábyrgð verður aukin og deildum mun verða gert að kaupa og selja þjónustu sín á milli. Reynt verður að gera þjónustusamninga við deildir og sjúkrahús og einkavæðing er þegar komin á dagskrá. Petta mun leiða í ljós leynd útgjöld til rannsókna og kennslu, sem spítaladeildir á stóru sjúkrahús- unum hafa með glöðu geði stað- ið undir og tengjast að sjálf- sögðu háskólahlutverkinu. Hætt er við að upp komi krafa um að Háskólinn sjálfur eða styrkjafé standi undir þessari starfsemi. Þetta gæti lagt stein í götu rannsókna og kennslu. Á svipaðan hátt gætu þjónustu- samningar gert erfiðara að brydda upp á nýjungum sem hingað til hafa orðið til í leyfis- leysi. Lítil von er til að nýjum rekstraraðferðum verði ætlað að auka fjárveitingu til sjúkra- húsanna, miklu fremur hið gagnstæða. Hugsanlega mætti fækka rúmum fyrir bráðasjúk- linga ef unnt reyndist að fjölga hjúkrunarrúmum á bráðadeild- um og tryggja þannig óþarfa dvöl hjúkrunar- og endurhæf- ingarsjúklinga í þéttbýlinu. Ekki er þó rétt að fara geyst á þessu sviði, þar sem öldruðum fjölgar hratt og bráðarúmum hefur þegar fækkað mjög. Göngudeildarþjónusta mun vafalaust aukast, en mín skoðun er sú að athugandi væri að einkavæða hana að einhverju marki, en staðsetja í námunda við sjúkrahúsin svo að göngu- deildir nýtist betur til kennslu og rannsókna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.