Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 59

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 57 Kristján Erlendsson Læknar vilja stjórna sér sjálfír Ég ætlaði að vera fræðilegur, faktúel og tala eins og ég hefði vit á málefninu. Eftir að hafa borið mig saman við Pórð Harð- arson prófessor sá ég að þar stæði ég höllum fæti og hætti því við það af ástæðum, sem koma munu í ljós. Ég ætla því bara að vera persónulegur í staðinn. Þegar maður fer að hugleiða fyrirbærið lækni sem stjórnanda - og þá fyrst og fremst út frá Erindi flutt á fundi læknaráðs Landspítalans föstudaginn 5. desember 1997. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Læknablaðsins. eigin reynsluheimi, þá vakna hjámanninokkrarspurningar. í fyrsta lagi, vilja læknar hafa lækna sem stjórnendur? í prin- sippi er svarið - já. I öðru lagi vilja læknar hafa aðra lækna sem stjórnendur? Ég held að svarið sé - nei. Ef það væri -já, þá væri eðlilegt að spyrja, vilja þeir að þessir aðrir læknar stjórni þeim? Par er svarið ör- ugglega - nei. Þá má spyrja vilja þeir að hjúkrunarfræðingar stjórni þeim? Svarvið þvíer-nei. Vilja þeir að verkfræðingar stjórni þeim? Svarið er líka - nei. Læknar vilja einfaldlega stjórna sér sjálfir eða að minnsta kosti ekki að nokkrir aðrir stjórni þeim, sem er í raun samt ekki hið sama og að stjórna sér sjálfur! Pessi niðurstaða á í rauninni ekki að þurfa að koma neinum á óvart. Pað er eðli læknisstarfs- ins að vinna, jafnvel ráðskast með fólk eða eins og við viljum frekar láta segja, leiðbeina fólki, færa því góðar eða slæmar fréttir, taka ákvarðanir (með því) sem hafa oft og tíðum mjög djúpstæð áhrif á framtíð þeirra, jafvel áhrif á hver lifir og hver deyr. frh. á næstu síðu Læknirinn, umboðs- maður sjúklings Hvað um framtíðina? Ég tel að forystuhlutverki læknisins verði ekki alvarlega ógnað að einu tilskyldu: hann haldi áfram að rækta persónubundið sam- band læknis og sjúklings. Sjúk- lingur á heimtingu á því að einn aðili með yfirburðamenntun læknisins sé umboðsmaður hans og vörslumaður trúnaðarupp- lýsinga, en ekki nefnd manna eða þverfaglegur hópur, þótt aðrar heilbrigðisstéttir komi að sjálfsögðu að rannsóknum og meðferð á ýmsum stigum. Engir nema læknar eru færir um að hagnýta framþróun heilbrigðis- vísinda í þágu sjúklinga. Þetta fjöregg læknastéttarinnar - samband sjúklings og læknis - þarf að varðveita með festu. Hvers konar stéttarfélagssjón- armið eða öfundarviðhorf mega ekki spilla fyrir því. Raunar tel ég að þess þáttar sé best gætt þar sem kostir einkarekstrar hafa fengið að þróast á einkareknum heilsugæslustöðvum og í hóp- starfi sérfræðinga á læknastof- um. Ókosturinn við slíkan einkarekstur sérfræðinga er þó sá að hann kemur kennslu og rannsóknum að jafnaði að ónógu gagni. Upplýsingabylt- ingin mun taka til allra þátta sjúkrahússtarfsins á næstu ár- um. Ekki mun á löngu líða áður en allir læknar hafa tölvu sér við hlið í samskiptum við sjúklinga. Það verður ekki látið ráðast af hendingu hvort læknirinn man eftir hættulegum milliverkun- um lyfja sem hann hyggst gefa sjúklingi sínum. Sjálfsagt verð- ur talið að hann fái, með leyfi sjúklings, tafarlausan aðgang að öllum heilsufarslegum gögnum um hann frá öðrum sjúkrahús- um, heimilislæknum og sér- fræðingum. Fjarlækningar verða stundaðar með tölvuteng- ingum innan stofnana, innan lanas og utan. Upplýsingaveit- an mun auka þekkingu sjúk- linga og réttmætar kröfur þeirra um aukna þjónustu. Réttarfars- leg staða lækna og annarra heil- brigðisstarfsmanna mun verða vandasamari og kærum og um- kvörtunum mun fjölga. Aðferð- ir gæðastjórnunar munu að sjálfsögðu ryðja sér til rúms. Árangur starfs verður metinn og mældur og með auknu vægð- arleysi tekið á því sem bæta þarf. En allar breytingar fela í sér ný sóknarfæri og ég trúi því að framtíðin sé björt. Sú trú bygg- ist meðal annars á sívaxandi styrk fræðigreinar okkar til að bæta líðan og lengja líf skjól- stæðinga okkar. Eftirspurn og þrá eftir slíkum gæðum liggur innst í eðli mannsins. Peir sem geta miðlað slíkum gæðum munu ævinlega skipa öndvegis- sessinn og heilbrigðiskerfi hverrar þjóðar. Meðan læknir- inn (og yfirlæknirinn) hefur hagsmuni sjúklings að leiðar- ljósi er litlu að kvíða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.