Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1998, Qupperneq 62

Læknablaðið - 15.01.1998, Qupperneq 62
60 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 hafa einn spítala heldur en tvo? Af hverju standast ekki áætlan- ir? Af hverju eru ekki til upplýs- ingar um þetta eða hitt? Af hverju fjölgar röntgenrann- sóknum á stað úti á landi um 40% við það eitt að skipt er um lækni? Hver eru endamörk þess sem hægt er að pína starfsfólk spítalanna? Af hverju vill lækn- irinn á sjúkrahúsinu úti á landi kaupa helmingi dýrari röntgen- tæki en annars væri til þess eins að geta gert eina ristilrannsókn á mánuði, rannsókn sem betur væri kannski gerð einhvers stað- ar annars staðar eða á annan hátt? Af hverju heimtar skurð- læknirinn á eyjum nokkrum fyrir sunnan okkur að hafa pólskan svæfingalækni, sem svæfir nokkra tíma á viku og er síðan bara alltaf á vakt og nýtist ekkert að öðru leyti vegna tungumálaerfiðleika? Hvað á að kosta miklu til þess að hægt sé að framkvæma átta bráða keisara á ári í 30 mínútna fjar- lægð frá skurðstofu sem er alltaf tilbúin? Hvað á læknir í ráðu- neytinu að gera þegar heilsu- gæslulæknar koma og heimta að ráðuneytið standi við hugmynd- ir sínar um valfrjálst stýrikerfi og formaður læknafélagsins kemur á hæla þeirra og atyrðir ráðuneytið fyrir það að hafa samskipti við einhverja undir- hópa lækna? Ég er að minnsta kosti farinn að skilja þennan al- þingska nefndarmann, sem sagði einhvern tímann við fjár- lagagerð: ég vil ekki hlusta á fleiri vel menntaða heilbrigðis- starfsmenn komandi með tonn af tölum. Þeir geta rökstutt hvað sem er. Ég get að minnsta kosti ímyndað mér að ýmsir þeir sem telja sig hafa orðið annað hvort fyrir barðinu á ákvörðunum, sem ég hef komið nálægt ogleða verið þeim ósammála og barist hatrammlega gegn þeim, telji að það að hafa þennan lækni í ráðuneytinu sé beinlínis skað- legt - eða eins og ágætur for- maður læknaráðs, hvers álit ég met mjög mikils, sagði þegar honum ofbauð framganga mín er varðar endurskipulagningu öldrunarmála: „ja, það tók ekki langan tíma að heilaþvo þig“. Það er á þessum stað sem er mikilvægt að verða ekki allra manna handbendi ef maður ætl- ar að verða trúverðugur. En ég ítreka samt þá skoðun mína að það sé nauðsynlegt að hafa lækni í ráðuneytinu. Pað eru þar fagleg mál, sem krefjast faglegr- ar yfirsýnar, það er bara spurn- ingin, hver er tilbúinn að fórna sér? En ég verð nú líka að geta þess að það eru líka kollegar, sem laumast niðureftir og láta í ljós ánægju sína þó þeir geti ekki skrifað um það í blöðin því það er ekki fínt að styðja ráðu- neytið. Ef maður er læknir á maður nánast að vera á móti ráðuneytinu það þekki ég frá því að ég var varaformaður Læknafélags íslands! Og þá er- um við komin í hring. Við vilj- um hafa lækni í ráðuneytinu en við viljum halda ráðuneytinu í ákveðinni fjarlægð til þess að geta haldið áfram að skamma það og kenna því um þegar okk- ur líður ekki vel; „state of learn- ed helplessness" sem læknar eru svo þekktir fyrir! Að ráða í krafti þekkingar Það er alveg sama hvað við lesum margar bækur um stjórn- un, alveg sama hvað við förum á mörg stjórnunarnámskeið, stjórnandi í þessari stöðu verður að spila eftir eyranu, hann verð- ur að sigla milli skers og báru. Ef hann ætlar sér til dæmis að koma aftur í klíníska vinnu þá má hann ekki glata öllu trausti, hann má ekki eignast allt of marga óvini, annars festist hann bara í ráðuneytinu og þá minnk- ar líka gagnsemi hans þar með árunum. í nýlegum leiðara í British Medical Journal er talað um nauðsyn þess að læknar komi til stjórnarstarfa á sem flestum og sem hæstum stöðum meðal annars sem æðstu stjórn- endur spítala. Greinarkornið lýsir ákveðinni viðhorfsbreyt- ingu og boðar nánari umfjöllun á síðum blaðsins og skyldum blöðum. í leiðarann skortirhins vegar rök, það er ekki rætt um það hvers vegna læknar skyldu koma að þessu, á annan hátt en að segja að til þessa séu þeir manna hæfastir. Ég er ekki til- búinn til þess að fullyrða að ein stétt sé hæfari en önnur og ég er heldur ekki tilbúinn til að viður- kenna það að læknar í krafti þekkingar sinnar séu eðlilega betri stjórnendur. Þar þarf að gera greinarmun á að ráða og að stjórna, stjórnendum og ráða- mönnum. Hins vegar ráða læknar mjög miklu um það hve- nær aðrir ráða - einmitt í krafti þekkingar sinnar og þess hlut- verks sem þeir gegna í vali með- ferðar sjúklinga - það verður ekki frá þeim tekið. Dæmisagan - ég ræð Það er kannski ekki úr vegi að enda þetta innlegg með lítilli sögu úr klíníkinni. Ég var þá kandídat á einum af Reykjavík- urspítölunum hafandi nýfarið í gegnum læknadeildina og ekki fengið þá frekar en nú kennslu í stjórnun. Ég varð þess vegna dolfallinn yfir þeirri stórkost- legu demonstration og stjórn- kænsku sem ég varð vitni að einn morguninn á stofugangi. Yfirlæknirinn, sem verið hafði í alllöngu sumarfríi kom á sinn fyrsta stofugang eftir fríið. Hann rak í rogastans þegar hann sá að monitorarnir á hjartadeildinni höfðu verið færðir úr skoti, sem þeir höfðu verið teiknaðir inn í, og settir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.