Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 66

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 66
64 Dreifibréf landlæknisembættisins nr. 17/1997 Bólusetning gegn inflúensu í dreifibréfi landlæknisem- bættisins nr. 13/1997 er hvatt til bólusetninga gegn inflúensu og pneumókokkasýkingum. Borist hafa ábendingar þess efnis að ekki sé samræmi í ráðleggingum í dreifibréfinu og ráðleggingum um bólusetningar fullorðinna sem meðal annars má finna á vefsíðu embættisins og varða bólusetningar gegn pneumó- kokkasýkingum. Ranghermt er í dreifibréfinu að ráðlagt sé að bólusetja alla sem eru eldri en 60 ára á fimm ára fresti gegn pneumókokkasýkingum. Hið rétta er að ráðlagt er að bólusetja alla sem eru eldri en 60 ára á 10 ára fresti nema þá sem eru í sérstökum áhættuhópum en þá er bólusetning ráðlögð á fimni ára fresti. Ráðlegging þessi er meðal annars tekin með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknar á bólusetningum gegn pneumó- kokkasýkingum hjá öldruðum (JAMA 1993; 270: 1826-31). Ástæða er til að hvetja til bólusetninga gegn pneumó- kokkasýkingum hjá eldri ein- staklingum þar sem þær eru kostnaðarhagkvæmar saman- ber nýlega rannsókn (JAMA 1997; 278:1333-9). LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 nr. 18/1997 Vistun sak- hæfra geð- sjúkra fanga á geðdeildum sjúkrahúsa * Fangelsislæknar hafa sam- band við ráðamenn geðdeilda um fyrirhugaða vistun afplán- unarfanga á geðdeildum. * Ef af vistun verður er fangi fluttur á geðdeild af óein- kennisklæddum flutninga- mönnum og látinn í hendur starfsfólks sjúkrahússins. * Þegar fanginn er kominn á sjúkrahúsið er hann sjúkling- ur þess. * Starfsmenn fangelsa standa vaktir á sjúkrahúsinu eftir samkomulagi. * Fangelsisyfirvöld skipta sér ekki af meðferð sjúklingsins á sjúkrahúsinu eða ferðum ut- an þess í fylgd starfsfólks. * Leyfi sjúklings án fylgdar koma ekki til greina. * Ef sjúklingur yfirgefur sjúkrahúsið án heimildar ber að tilkynna slíkt án tafar til þess fangelsis sem fanginn var vistaður í fyrir komu. * Þegar/ef sjúklingur á að vist- ast á ný í fangelsi skal hafa um það samráð við Fangelsis- málastofnun eða fangelsið. Rétt er að vekja athygli á heimild í lögum þess efnis að Fangelsismálastofnun getur gert hlé á afplánun manns ef um veigamiklar ástæður, til dæmis læknisfræðilegar, er að ræða. Heilsugæslulæknir Staöa heilsugæslulæknis við Heilsugæslustööina á Hellu er laus til umsóknar. Æskilegt er aö umsækjandi hafi viðurkenningu sem sérfræðingur í heimilislækningum. Um er aö ræða stööu sem samnýtt er meö Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli. Staöan er laus frá janúarbyrjun eða sam- kvæmt samkomulagi og rennur umsóknarfrestur út 31. janúar næstkomandi. Frekari upplýsingar veitir Þórir B. Kolbeinsson læknir í síma 487 5123. Umsóknum skal skilaö á viðeigandi eyöublööum sem fást á skrifstofu landlæknis til stjórnar Heilsugæslu- stöövar Hellulæknishéraðs, c/o Heilsugæslustööin Hellu, 850 Hella.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.