Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 73

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 71 Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði Meðferð á algengum heilsuvanda - áætlun vor 1998 í Heilsustofnun verður frá áramótum í boði auk hefðbundinnar einstaklingsmeðferðar: * Mat á áhættuþáttum sjúkdóma - ráðleggingar og fræðsla. * Almenn líkamsþjálfun með áherslu á þrek- og þolaukandi æfingar. * Sérhæfð líkamsþjálfun, sjúkraþjálfun og samhæfð endurhæfing. * Megrun - einstaklingsmeðferð eða í hópi. * Streitulosun með áherslu á hvíld, slökun, hugarþjálfun, sjúkranudd og böð. * Verkjameðferð þar sem tekist er á við vandamál eins og vefjagigt, bakverki og afleiðingar hálshnykks - einstaklingsmeðferð eða í hópi. * Krabbameinsendurhæfing, áhersla á andlega og líkamlega uppbyggingu - hópur. * Afreykinganámskeið hópur - vikudvöl. * Námskeið til að breyta alvarlegum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Heilsustofnun er sérhæfð meðferðarstofnun og starfar i anda náttúrulækningastofnunar. Heilsuvernd, heilsuefling og endurhæfing eru meginmarkmið starfseminnar. Virk teymisvinna er til staðar með þátttöku lækna, hjúkrunarfræðinga og sérhæfðs starfsfólks við meðferðardeildir. Læknum eru kynntar niðurstöður við útskrift dvalargests og lagt er á ráðin um fram- haldsmeðferð og eftirlit. í Heilsustofnun eru starfandi sérfræðingar í endurhæfingu, lyflækningum, hjartasjúkdómum og meltingarsjúkdómum. Kostnaður dvalargesta er kr. 1300 til 2300 kr. á sólarhring. Guðmundur Björnsson yfirlæknir Iðgjald til Lífeyrissjóðs lækna Eitt stig fyrir árið 1997 er kr. 204.000,- þannig að lágmarksiðgjald til að viðhalda réttindum, það er 1/3 úr stigi, er kr. 68.000,- Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóðsins, eru beðin að inna það af hendi sem fyrst.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.