Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 86

Læknablaðið - 15.01.1998, Side 86
82 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Ráðstefna Samtaka um krabbameinsrannsóknir Dagana 20.-21. mars næst- komandi munu Samtök um krabbameinsrannsóknir á Is- landi halda ráðstefnu og verður hún önnur í röðinni af ráðstefn- um samtakanna. Að þessu sinni verður hluti af dagskránni helg- aður tveimur afmælum, en um þessar mundir eru 10 ár liðin bæði frá opnun Rannsókna- stofu Krabbameinsfélags ís- lands í sameinda- og frumulíf- fræði og einnig frá opnun legu- deildar krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Af því tilefni er stefnt að því að bjóða hingað þekktum erlendum fyrirlesurum sem hafa fengist við rannsóknir á áhugasviði þessara afmælisbarna. Meðal annars mun Curtis Harris frá National Cancer Institute í Bandaríkjunum væntanlega fjalla um p53 og krabbameins- myndun og Shoukat Dedhar frá Division of Cancer Biology Research í Toronto í Kanada mun tala um integrinsameindir og myndgerð vefja. Auk þeirra er líklegt að Snorri Þorgeirsson, sem lengi hefur veitt forstöðu einni af deildum National Cancer Institute, muni heim- sækja okkur. Öllum áhuga- mönnum um krabbameinsrann- sóknir er heimil þátttaka í ráð- stefnunni. Skráning og ágrip vegna er- inda og veggspjalda þurfa að hafa borist fyrir 15. febrúar 1998 til: Sanitaka um krabbameinsrann- sóknir á íslandi, b/t Krabbameinsfélags íslands, pósthólf 5420, 125 Reykjavík. Þátttökugjald er 1000 krónur en 500 krónur fyrir stúdenta. Stefnt er að því að ágrip verði birt. Nánari upplýsingar og skrán- ingareyðublöð fást hjá: Helga Sigurðssyni krabba- meinslækningadeild Landspít- alans, sími 560 1460, Sigurði Ingvarssyni frumulíf- fræðideild Landspítalans, sími 560 1903, Steinunni Thorlacius Krabba- meinsfélaginu, sími 562 1414 og Þorvaldi Jónssyni skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sími 525 1000. Skurðlæknaþing 1998 Verður haldið á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. apríl. Ágrip erinda berist Skurðlæknafélagi íslands fyrir 1. mars næstkomandi, en ágripin verða birt í Læknablaðinu. Ágrip skulu send með tölvupósti, sem viðhengi, til Gunnhildar Jóhannesdóttur, sjá netfang að neðan. Ágrip sem ekki er unnt að senda þannig skulu send á disklingi. * Eftirtalin atriði komi fram í þeirri röð sem hér segir: titill ágrips, nöfn og vinnustaðir höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. * Nafn flytjanda skal feitletrað. * Hámarkslengd ágripa er 1730 letureiningar (characters). Nánari upplýsingar um tilhögun þingsins veita: Bjarni Torfason Landspítalanum Magnús Kolbeinsson Sjúkrahúsi Akraness Margrét Oddsdóttir Landspítalanum Aron Björnsson Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Gunnhildur Jóhannesdóttir ritari þingsins í síma: 560 1330, bréfsíma: 560 1329, netfang: gunnhild@rsp.is

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.