Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 7

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 371 Ritstjórnargrein 371 Gagnagrunnur á heilbrigðissviði Ritstjórn Læknablaðsins hefur ákveðið að helga þetta tölublað sérstaklega umfjöllun um frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigð- issviði sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997-1998. Það er gert til þess að efasemdarraddir nái að koma fram um þetta alvarlega mál sem virðist eiga að hraða gegn- um Alþingi. Frumvarpið hefur skyndilega komið fram án þess að átt hafi sér stað almenn umræða um efni þess, kosti málsins og galla, meðal lækna eða annarra. Að auki virðist sem afgreiðslu þess verði ef til vill flýtt. Hér er um að ræða stórt mál og margbrotið sem fullyrða má að geti ekki einungis bætt heilbrigðisþjón- ustuna eða gagnast við rannsóknir heldur hefur fleiri hliðar. I frumvarpinu er gert ráð fyrir ein- okun starfsleyfishafa á gerð gagnagrunna en slíkt gæti takmarkað frelsi annarra til vísinda- rannsókna. Hvers konar hömlur á frjálsa vís- indastarfsemi hafa ávallt í lengdina leitt til stöðnunar, ekki einungis á sviði vísindanna heldur og í samfélaginu öllu. Frumvarpið snertir einnig réttindi sjúklinga og óljóst er hvernig það gæti haft áhrif á trún- aðarsamband lækna og sjúklinga. Heyrst hefur að til þess að gæta trúnaðar við geðsjúklinga hafi heilbrigðisstarfsmenn fyrir mörgum árum hætt að geyma í sjúkraskrám það sem þeir telja viðkvæmt og vandmeðfarið af upplýsingum. Því hefur einnig verið haldið fram í umræðunni um frumvarpið að læknar í öðrum sérgreinum muni í auknum mæli sjálfir takmarka þær upp- lýsingar sem settar verði í sjúkraskrár vegna þess að því sé ekki að treysta að hægt verði að gæta leyndar upplýsinga sem úr þeint væri afl- að og settar yrðu í slíkan miðlægan gagna- grunn. Ljóst er því að öryggi og hagsmunum sjúklinga er hér stefnt í voða og vísbendingar eru um að gæði heilbrigðisþjónustunnar séu í hættu. Fjárhagsleg atriði málsins eru flókin og það fyrirtæki sem nefnt er sem hugsanlegur starfs- leyfishafi gagnagrunnsins hefur erlenda fjár- mögnun og er ef til vill að meirihluta í eign er- lendra aðila. Ekki er álitamál að erlend lyfja- fyrirtæki hafa ekki að öllu sömu markmið í heilbrigðis- og rekstrarmálum og lítil þjóð sem upplagt er að gera á mannerfðarannsóknir. Því þarf að meta verðmæti heilsufarsupplýsinga hér á landi einkum ef aðgangur að upplýsing- unum verður veittur gegn greiðslu. Efasemdir hafa verið settar fram um að hægt sé að tryggja leynd upplýsinga í þeim gagna- grunni sem fyrirhugaður er í frumvarpinu. Um- fang hans geri hann svo eftirsóknarverðan og verðmætan að það eitt skapi hættu á misferli og afbrotum. Talið er af sérfróðum einstaklingum í tölvumálum að í raun verði upplýsingarnar í grunninum ekki ópersónugreindar. Auk alls þessa er hugsanlegt að frumvarpið stangist á við önnur landslög og alþjóðalög og reglur. Umræðan um gagnagrunn á heilbrigðissviði verður að halda áfram og má ekki niður falla. Málið hefur ekki verið skoðað nægilega og það væru alvarleg mistök að gera frumvarpið að lögum í núverandi mynd. Efasemdirnar sem vaknað hafa og vandamálin sem leysa þarf í þessu sambandi eru mörg og þau eru erfið og umfangsmikil og varða þjóðina alla. Það gæti greitt úr sumum atriðum ef umsjón og gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði yrði falin stofn- un sem hefði að markmiði að efla vísindarann- sóknir á mönnum. Eins og lagt er af stað í frumvarpinu er áherslan og forgangurinn veitt- ur iðnaðarrannsóknum sem hafa ekki sama til- gang og vísindarannsóknir á mönnum. Vilhjálmur Rafnsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.