Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 13

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 375 0,9% NaCl lausn og 50 IU/ml heparín. Blóð- sýni til deilitalningar var tekið í EDTA glös. Fengið var leyfi siðanefndar Landspítalans fyr- ir söfnun naflastrengsblóðsins og blóðið ótengt persónum. Einangrun einkjarna hvítfrumna: Ein- kjarna hvítfrumur voru einangraðar með ísó- paque/fícoll (I/F) (19) við 800 G í 15 mínútur, þvegnar þrisvar sinnum með Hanks Basal Salt Solution (HBSS) og taldar eftir litun með metýl fjólubláu. CD34 Iitun og greining í frumuflæðisjá: Hlutfall CD34+ frumna var metið í FACScan frumuflæðisjá (Becton Dickinson, USA) eftir merkingu með einstofna mótefnum. Frumu- lausn var höfð í 30 mínútur á ís með flúor- escein ísóthíócýanati (FITC, grænt) og phýkó- erýtrín (PE, rautt) merktum einstofna músa- mótefnum gegn CD34 (HPCA-2, Becton Dick- inson, USA) og CD45 (T29/33, Dako A/S, Denmark). PE merkt Músa IgGl (Becton Dick- inson, USA) var notað sem neikvætt viðmið. Að mótefnabindingu lokinni voru rauðfrumur sprengdar með rofbuffer (Becton Dickinson Lysis Buffer), frumur þvegnar tvisvar sinnum með PBS (pH 7,4) og að lokum fixeraður í 0,9% NaCl með 0,5% formalíni. Gerðar voru tvennskonar litanir: a) CD45 FITC/IgGl PE, b) CD45 FITC/CD34 PE og 50.000 frumum safn- að (24). Eingöngu voru skoðaðar CD45+ frum- ur (allar hvítfrumur) og reiknað hlutfall CD34+ frumna af CD45+ frumum. Klónógenískar ræktir: Mat á fjölda kólón- íumyndandi frumna var gert í tvenns konar ræktunaræti. Annars vegar var um að ræða metýlsellulósa (StemCell Technologies, Vancouver, Canada) til ræktunar á rauð- frumukólóníum (burst-forming unit-erythroid, BFU-E) (20) og hins vegar agar til ræktunar á hvítfrumukólóníum (colony-forming unit- granulocyte, macrophage, CFU-GM) (21). Metýlsellulósaætið innihélt kálfasermi (30%), BSA (1%), 2-merkaptóetanól (10 JM), L-glú- tamín (2mM) og vaxtarþættina rhSCF (50 ng/ml), rhGM-CSF (10 ng/ml), rhIL-3 (10 ng/ml) og rhErýtrópoietín (3U/ml). Agarætið innhélt agar (Bacto Agar, Difco) kálfasermi (9%), rhSCF (50 ng/ml) (R&D Systems, Minn- eapolis, USA), rhIL-3 (10 ng/ml) (R&D Sy- stems, Minneapolis, USA) og rhGM-CSF (7 ng/ml) (SandozPharma AG, Basel, Sviss). Frumulausn var blandað við metýlsellulósann annars vegar og agarinn hins vegar, sett í 35mm petrískálar og inkúberuð í hitaskáp við 37°C, 5%CO: og 100% raka í 14 daga. Að þeim tíma liðnum voru BFU-E og CFU-GM kólóní- ur taldar í öfugri (inverted) smásjá. Kólóníur voru alltaf taldar af tveimur rannsóknarmönn- um. Niðurstöður beggja voru skráðar og mis- munur milli þeirra var aldrei meiri en 10% (niðurstöður ekki sýndar). Frysting í fljótandi N:: Hluti einkjarna hvít- frumna var frystur niður og líftala og kólóníu- vöxtur fyrir og eftir frystingu borinn saman (n=19). Frystivökvinn var samsettur úr dímetýl súlfoxíði (DMSO) (20%), kálfasermi (50%) og Iscoves Modified Dulbeccos Medium (IMDM) (30%). Jafnmiklu rúmmáli af frumulausn og frystivökva var blandað saman þannig að loka- styrkur DMSO var 10%. Sýnin voru fryst við -80°C (Kelvinator, Manitowoc, USA) í sólar- hring áður en þau voru flutt í fljótandi N:. Frumustyrkur við frystingu var hafður á bilinu 5-1 Ox 106 frumur/ml (22). Þíðing frystra sýna: Eftir þriggja til fjög- urra vikna geymslu í fljótandi N: voru sýnin tekin upp og þídd í 37°C heitu vatnsbaði. Strax eftir þíðingu voru frumurnar þvegnar í HBSS (þrisvar sinnum) og líftala þeirra metin með akridín orange/ethidfum brómíð litun. Kólóníu- ræktun var gerð á þíddum sýnum eins og áður hefur verið lýst. Einangrun CD34+ frumna: Til að koma í veg fyrir mengun af völdum B-frumna voru þær hreinsaðar burt (neikvætt val) með segul- kúlum, húðuðum músamótefnum gegn CD19 (Dynal, Oslo, Norway). Frumulausnin var inkúberuð með kúlunum, við 4°C og vægan velting, í 30 mínútur og CDI9+ frumur dregn- ar út nteð segli. CD34+ frumur voru síðan ein- angraðar úr þeirri frumulausn sem eftir stóð með segulkúlum, húðuðum einstofna músa- mótefnum gegn CD34 (Dynal, Oslo, Norway) (jákvætt val) við 4°C og vægan velting í 45 mínútur. Að þeim tíma liðnum voru CD34+ frumur dregnar út með segli og kúlurnar losað- ar frá frumunum með DETACHaBEAD (Dynal, Oslo, Norway). Hlutfall CD34+ frumna var metið fyrir og eftir einangrun með segulkúlum með frumuflæðisjárgreiningu. Tölfræðileg úrvinnsla: Samanburður á kólóníufjölda fyrir og eftir frystingu í fljótandi köfnunarefni var gerður með pöruðu t-prófi eftir lógaritmíska umbreytingu. Notað var for- ritið StatView 4.51. Marktækur munur var sett- ur við p<0,05.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.