Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 13

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 375 0,9% NaCl lausn og 50 IU/ml heparín. Blóð- sýni til deilitalningar var tekið í EDTA glös. Fengið var leyfi siðanefndar Landspítalans fyr- ir söfnun naflastrengsblóðsins og blóðið ótengt persónum. Einangrun einkjarna hvítfrumna: Ein- kjarna hvítfrumur voru einangraðar með ísó- paque/fícoll (I/F) (19) við 800 G í 15 mínútur, þvegnar þrisvar sinnum með Hanks Basal Salt Solution (HBSS) og taldar eftir litun með metýl fjólubláu. CD34 Iitun og greining í frumuflæðisjá: Hlutfall CD34+ frumna var metið í FACScan frumuflæðisjá (Becton Dickinson, USA) eftir merkingu með einstofna mótefnum. Frumu- lausn var höfð í 30 mínútur á ís með flúor- escein ísóthíócýanati (FITC, grænt) og phýkó- erýtrín (PE, rautt) merktum einstofna músa- mótefnum gegn CD34 (HPCA-2, Becton Dick- inson, USA) og CD45 (T29/33, Dako A/S, Denmark). PE merkt Músa IgGl (Becton Dick- inson, USA) var notað sem neikvætt viðmið. Að mótefnabindingu lokinni voru rauðfrumur sprengdar með rofbuffer (Becton Dickinson Lysis Buffer), frumur þvegnar tvisvar sinnum með PBS (pH 7,4) og að lokum fixeraður í 0,9% NaCl með 0,5% formalíni. Gerðar voru tvennskonar litanir: a) CD45 FITC/IgGl PE, b) CD45 FITC/CD34 PE og 50.000 frumum safn- að (24). Eingöngu voru skoðaðar CD45+ frum- ur (allar hvítfrumur) og reiknað hlutfall CD34+ frumna af CD45+ frumum. Klónógenískar ræktir: Mat á fjölda kólón- íumyndandi frumna var gert í tvenns konar ræktunaræti. Annars vegar var um að ræða metýlsellulósa (StemCell Technologies, Vancouver, Canada) til ræktunar á rauð- frumukólóníum (burst-forming unit-erythroid, BFU-E) (20) og hins vegar agar til ræktunar á hvítfrumukólóníum (colony-forming unit- granulocyte, macrophage, CFU-GM) (21). Metýlsellulósaætið innihélt kálfasermi (30%), BSA (1%), 2-merkaptóetanól (10 JM), L-glú- tamín (2mM) og vaxtarþættina rhSCF (50 ng/ml), rhGM-CSF (10 ng/ml), rhIL-3 (10 ng/ml) og rhErýtrópoietín (3U/ml). Agarætið innhélt agar (Bacto Agar, Difco) kálfasermi (9%), rhSCF (50 ng/ml) (R&D Systems, Minn- eapolis, USA), rhIL-3 (10 ng/ml) (R&D Sy- stems, Minneapolis, USA) og rhGM-CSF (7 ng/ml) (SandozPharma AG, Basel, Sviss). Frumulausn var blandað við metýlsellulósann annars vegar og agarinn hins vegar, sett í 35mm petrískálar og inkúberuð í hitaskáp við 37°C, 5%CO: og 100% raka í 14 daga. Að þeim tíma liðnum voru BFU-E og CFU-GM kólóní- ur taldar í öfugri (inverted) smásjá. Kólóníur voru alltaf taldar af tveimur rannsóknarmönn- um. Niðurstöður beggja voru skráðar og mis- munur milli þeirra var aldrei meiri en 10% (niðurstöður ekki sýndar). Frysting í fljótandi N:: Hluti einkjarna hvít- frumna var frystur niður og líftala og kólóníu- vöxtur fyrir og eftir frystingu borinn saman (n=19). Frystivökvinn var samsettur úr dímetýl súlfoxíði (DMSO) (20%), kálfasermi (50%) og Iscoves Modified Dulbeccos Medium (IMDM) (30%). Jafnmiklu rúmmáli af frumulausn og frystivökva var blandað saman þannig að loka- styrkur DMSO var 10%. Sýnin voru fryst við -80°C (Kelvinator, Manitowoc, USA) í sólar- hring áður en þau voru flutt í fljótandi N:. Frumustyrkur við frystingu var hafður á bilinu 5-1 Ox 106 frumur/ml (22). Þíðing frystra sýna: Eftir þriggja til fjög- urra vikna geymslu í fljótandi N: voru sýnin tekin upp og þídd í 37°C heitu vatnsbaði. Strax eftir þíðingu voru frumurnar þvegnar í HBSS (þrisvar sinnum) og líftala þeirra metin með akridín orange/ethidfum brómíð litun. Kólóníu- ræktun var gerð á þíddum sýnum eins og áður hefur verið lýst. Einangrun CD34+ frumna: Til að koma í veg fyrir mengun af völdum B-frumna voru þær hreinsaðar burt (neikvætt val) með segul- kúlum, húðuðum músamótefnum gegn CD19 (Dynal, Oslo, Norway). Frumulausnin var inkúberuð með kúlunum, við 4°C og vægan velting, í 30 mínútur og CDI9+ frumur dregn- ar út nteð segli. CD34+ frumur voru síðan ein- angraðar úr þeirri frumulausn sem eftir stóð með segulkúlum, húðuðum einstofna músa- mótefnum gegn CD34 (Dynal, Oslo, Norway) (jákvætt val) við 4°C og vægan velting í 45 mínútur. Að þeim tíma liðnum voru CD34+ frumur dregnar út með segli og kúlurnar losað- ar frá frumunum með DETACHaBEAD (Dynal, Oslo, Norway). Hlutfall CD34+ frumna var metið fyrir og eftir einangrun með segulkúlum með frumuflæðisjárgreiningu. Tölfræðileg úrvinnsla: Samanburður á kólóníufjölda fyrir og eftir frystingu í fljótandi köfnunarefni var gerður með pöruðu t-prófi eftir lógaritmíska umbreytingu. Notað var for- ritið StatView 4.51. Marktækur munur var sett- ur við p<0,05.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.