Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 387 E-12. Tengsl BRCA2 og p53 stökkbreyt- inga við óstöðugleika erfðaefnis í brjóstakrabbameinsæxlum Sólveig Grétarsdóttir, Steinunn Thorlacius, Rut Valgarðsdóttir, Sigfríður Guðlaugsdóttir, Stefán Sigurðsson, Margrét Steinarsdóttir, Jón Gunnlaug- ur Jónasson, Kesara Anamthawat-Jónsson, Jórunn E. Eyfjörð Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffrœði, Rannsóknastofu Há- skólans í meinafrœði, Líffrœðistofnun Háskólans Arfgengar breytingar í BRCAl og BRCA2 gen- um tengjast ættlægu brjóstakrabbameini. Nýjar rannsóknir benda til að afurðir þessara gena gegni hlutverki við stjórn á frumuhring og DNA viðgerð svipað og áður hafði verið sýnt fram á með bæli- genið p53. Því hefur jafnframt verið haldið fram að í arfberum BRCA stökkbreytinga væri óvirkjun p53 nauðsynlegt skref við æxlismyndun. Við athuguðum þetta í sýnum frá stórum óvöld- um hópi brjóstakrabbameinssjúklinga og könnuð- um jafnframt hvort BRCA2 stökkbreytingar tengd- ust óstöðugleika erfðaefnis í æxlisvef. Rannsökuð voru æxlissýni frá 402 sjúklingum. Leitað var að stökkbreytingum í p53 og BRCA2 genum. BRCA2 999del5 fannst í 8,4% sýna og tíðni p53 breytinga í æxlunum var 17,9%. P53 breytingar reyndust algengari í æxlum BRCA2 999del5 arfbera, eða um 30%. Hluti sýn- anna var skoðaður með hefðbundnunt litningarann- sóknum, flúrmerktri in situ tengingu (FISH) og flæðifrumugreiningu til að kanna óstöðugleika erfðaefnis. Æxli með stökkbreytingu í öðru eða báðum þessum genum reyndust hafa margvíslega og flókna litningagalla. Þetta styður fyrri niðurstöður rannsókna okkar á frumæxlum um hlutverk p53 við að varðveita stöð- ugleika og bendir ennfremur til að afurð BRCA2 gegni hlutverki við stjórn á frumuhring og/eða tví- þátta DNA viðgerð. E-13. Ahrif geislunar á dauöa, p53 við- bragð, framgöngu frumuhrings og stöð- ugleika erfðaefnis í bandvefsfrumum Helga M. Ögmundsdóttir, Hrafnhildur Ottarsdótt- ir, Sigrún Kristjánsdóttir Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíjfrœði, Rannsóknastofu Há- skólans í meinafrœði Markmið verkefnisins er að kanna hvort frumur úr fólki af ættum með aukna tilhneigingu til að fá brjóstakrabbamein sýna afbrigðilega svörun við genaskemmandi áreiti (það er jónandi geislun) og aukna tilhneigingu til litningaóstöðugleika í kjölfar slíks áreitis. Valdar voru bandvefsfrumur úr fjölskyldu þar sem BRCA2 stökkbreyting kemur fyrir, einstak- lingar sem eru arfberar og aðrir sem ekki eru arf- berar ennfremur bandvefsfrumur úr ætt þar sem stökkbreytingin finnst ekki en hefur háa tíðni brjóstakrabbmeins og svo sýni úr ætt þar sem tíðni krabbameina er mjög lág. Eftir misstóra geislaskammta 2, 4 og 6 Gy höfum við athugað lifun með ljósgleypni eftir MTS með- höndlun, apoptosis (stýrðan frumudauða) með TUNEL-litun, tjáningu á p53 prótíni með mótefna- litun, mælt stöðu frumnanna í frumuhring í frumuflæðisjá og kannað litningabreytingar með Giemsa böndun. Lifun hefur verið mæld í 26 sýnum sem skiptast nokkuð jafnt á milli hópanna fjögurra. MTS prófið sýndi beint samband milli geislaskammta og lifun- ar. Þrjú sýni virtust skera sig nokkuð úr við háa frumuþéttni, en við lægri þéttni var enginn munur milli sýna. Bandvefsfrumurnar sýndu ekkert p53 viðbragð fjórum klukkustundum eftir geislun en verið er að kanna það eftir lengri tíma. Þær brugð- ust við geislun að nokkru leyti með apoptosis, en fyrst og fremst með stöðvun frumuhrings bæði í Gl/S og G2/M. Síðara eftirlit virðist misöflugt eft- ir sýnum. Litningagreining er í úrvinnslu. E-14. GST fjölbreytni í sýnum frá brjóstakrabbameinssjúklingum Katrín Guðmundsdóttir, Steinunn Thorlacius, Vessela Nedelcheva Kristensen, Jórunn E. Eyfjörð Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffrceði, Department of Genet- ics, Insitute of Cancer Research, the Norwegian Radium Hospital, Oslo Vel þekkt er að erfðaþættir geta aukið líkur á að einstaklingur fái krabbamein um ævina. Best þekktar, í tengslum við brjóstakrabbamein, eru kímlínubreytingar í BRCAl og BRCA2 og sómat- ískar breytingar í p53. Aðrir minna þekktir þættir eru einnig taldir hafa áhrif, svo sem samspil ákveð- inna gena við umhverfisþætti. Glutathione-S-trans- ferasar (GST) er hópur afeitrunarensíma, sem taka þátt í að vernda frumur líkamans gegn skaðlegum áhrifum ýmissa eiturefna. Þau hvata tengingu glut- athíons við virka hóp skaðvaldsins og gera hann í flestum tilvikum minna skaðlegan. Þekktir eru fjór- ir hópar GST ísoensíma í mönnum, a (GSTA), g (GSTM), 7t (GSTP) og 0 (GSTT). Þekktar eru úr- fellingar á GSTM1 og GSTT1 genunum og er fjöldi þeirra sem eru arfhreinir um breytingarnar um 50% fyrir GSTMl og um 20% fyrir GSTTl. Þessar núll arfgerðir hafa verið tengdar við aukna áhættu á lungnakrabbameini meðal reykingarmanna. GSTPl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.