Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 59

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 419 lendra aðila einkaleyfi að þessum upplýsingum í 12 ár. Sá aðili hefur leyfi til þess að markaðs- setja gagnagrunninn til erlendra aðila eins og lyfjafyrirtækja, tryggingafélaga og sjúkrastofn- ana. Einkaleyfishafinn fær að sjálfsögðu greiðslu fyrir afnot annarra að gagnagrunnin- um. Stjórn Siðfræðiráðs telur að það hljóti að vera takmörk á því, hvaða viðkvæmar upplýs- ingar um heilsufar, er hægt að gera að verslun- arvöru. Læknar hafa talið sér skylt að varðveita upp- lýsingar um heilsufar sjúklinga og fram til þessa hefur gerð gagnagrunns sem þessa aldrei komið til greina. Lög um réttindi sjúklinga, lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og lleiri lög og reglur hafa verið sett til að tryggja rétt einstak- linga til friðhelgi, en jafnframt að sjá til þess að vísindalegar rannsóknir geti átt sér stað. Auð- vitað á Islensk erfðagreining að fara eftir þess- um lögum eins og aðrir sem stunda rannsókna- störf. Stjórn Siðfræðiráðs beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar Læknafélags íslands að standa vörð um réttindi sjúklinga og að læknar komi í veg fyrir að einkaleyfisbundinn gagna- grunnur verði að veruleika. Mörg atriði sem vert er að fjalla ítarlega um eru í frumvarpi þessu og mun stjórn Siðfræði- ráðs vinna áfram að málinu og bendir á nauð- syn þess að opinber umræða fari fram áður en frumvarpið kemur til afgreiðslu Alþingis. Að lokum er lögð áhersla á að mannréttindi verða ekki seld. Samþykkt Siðfræðiráðs LÍ frá 14. apríl 1998 Frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði hefur verið lagt fram á Alþingi. Nokkrar og málefnalegar umræður hafa farið fram um efni frumvarpsins, bæði í fjölmiðlum og á fundum. Mörg álitamál eru í frumvarpinu og hefur umræðan hér á landi vakið athygli víða erlend- is. Mikilvægt er að nýta þær sérstöku aðstæður, sem eru á íslandi til ýmissa rannsókna, en jafn- framt verður að tryggja að alþjóðareglum unt rannsóknir, þar á meðal siðareglum, verði fylgt. Stjórn Siðfræðiráðs Læknafélags Islands lýs- ir eindregnum stuðningi við álit heilbrigðisráð- herra um að þetta flókna og mikilvæga frum- varp fái góða umfjöllun og verði ekki afgreitt á vorþinginu. Stjórn Siðfræðiráðs Læknafélags íslands hvetur stjórn félagsins til að beita sér fyrir því að frumvarpið fái vandaða afgreiðslu í sam- ræmi við ríkjandi viðhorf í hinum vestræna heimi. Að öðru leyti er vísað til bráðabirgðaálits ráðsins frá l. þessa mánaðar. Samþykkt Geðhjálpar frá 2. apríl 1998 Geðhjálp varar við því að heilsufarsupplýs- ingum um landsmenn verði safnað saman á einn stað án leyfis þeirra sem upplýsingarnar eiga, það er sjúklinganna. Geðhjálp hefur unnið að því að auka umræðu um geðsjúkdóma og auðvelda þannig fyrir ein- staklingum sem eiga við geðsjúkdóm að stríða að leita sér aðstoðar og ræða opinskátt um sinn vanda. Hins vegar skýtur það skökku við þegar ríkisvaldið tekur ákvörðun um að flytja þessar upplýsingar frá þeim stað þar sem þær urðu til yfir til annars aðila. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þegar sjúklingur gefur upplýsingar um sitt heilsufar, til dæmis þegar hann sækir um örorkulífeyri til Tryggingastofnunr ríkisins, gerir hann ekki ráð fyrir að þær upplýsingar verði notaðar seinna í allt öðrum tilgangi af öðrum starfsmönnum annarra stofnana. Það væri einnig skerðing á réttindum sjúklinga og vanvirðing við sjálfs- ákvörðunarrétt þeirra og mannréttindi. Trúnaður er sérstaklega mikilvægur þegar um er að ræða geðræna kvilla og mótmælir Geðhjálp því framkomnu lagafrumvarpi um söfnun allra heilsufarsupplýsinga í einn stóran gagnagrunn án samþykkis þeirra sem hlut eiga að máli. Samþykkt stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 6. apríl 1998 Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 6. apríl 1998:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.