Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 60
420 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 „Nefnd á vegum stjórnar og siðanefndar Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur fjallað um drög að frumvarpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði. A þessu stigi málsins vill stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga koma á framfæri eftirfarandi sjónarmiðum sín- um: 1. Stjóm Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga átelur að frumvarp um gagnagrunna á heil- brigðissviði var ekki unnið í víðtækara sam- ráði og samstarfi við fagfólk í heilbrigðis- þjónustu en raun ber vitni. 2. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga varar við að svo mikilvægt mál sem frum- varp til laga urn gagnagrunna á heilbrigðis- sviði verði að lögum á yfirstandandi þingi. Vegna óljóss orðalags víða í frumvarpinu, möguleika á mismunandi túlkun á einstök- um greinum þess og frumvarpinu í heild, árekstrum við Stjórnarskrá íslands og ýmis grundvallarlög í heilbrigðisþjónustu svo sem lög um réttindi sjúklinga og lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, telur félagið nauðsynlegt að fram fari ítarleg skoðun og umræða á frumvarpinu áður en það verður að lögum. 3. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sér ýmsa kosti við að þróaðir verði gagna- grunnar í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að auka þekkingu og þróun í heil- brigðisvísindum og auðvelda stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Hins vegar er það grundvallaratriði að persónuvernd í slíkum gagnagrunnum verði að fullu tryggð. Sjúk- lingar eiga að geta treyst því að við þá sé haldinn trúnaður er þeir leita þjónustu heil- brigðiskerfisins, samanber ákvæði laga um þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna. I sjúkraskrár er safnað upplýsingum um heilsufar og félagslegar aðstæður sjúklinga í þeim tilgangi meðal annars að tryggja rétta ákvarðanatöku og samfellu í meðferð. Þau drög að frumvarpi um gagnagrunna á heil- brigðissviði sem liggja fyrir tryggja ekki nægjanlega persónuvernd einstaklinga og geta skaðað traust milli sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna. 4. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðgengi að upplýsingum úr sjúkraskrám sé háð sam- þykki viðkomandi heilbrigðisstofnunar eða heilbrigðisstarfsmanns. Stjórn Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga bendir á að í lög- um um réttindi sjúklinga er skýrt kveðið á um að sjúklingur þarf fyrirfram að gefa sam- þykki sitt fyrir þátttöku í vísindarannsókn- um. Eitt af markmiðum gagnagrunna á heil- brigðissviði samanber umrætt frumvarp er að þeir nýtist til vísindarannsókna. Stjórn fé- lagsins álítur það vera grundvallaratriði að drög að frumvarpi um gagnagrunna á heil- brigðissviði séu skoðuð með hliðsjón af þessum skýlausa rétti einstaklinga til að taka afstöðu til þátttöku í vísindarannsóknum. 5. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur óeðlilegt að pólitískt yfirvald, í þessu tilviki heilbrigðisráðherra, hafi allan ákvörðunarrétt um veitingu starfsleyfa til gerðar og starfrækslu gagnagrunna á heil- brigðissviði. 6. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga setur fyrirvara á að einkaaðili fái einkaleyf- isrétt á gagnagrunni með heilsufarsupplýs- ingum allra Islendinga. Slíkt einkaleyfi yrði ekki veitt nema með ströngum skilyrðum um persónuvernd og aðgang, bæði slíks fyr- irtækis og annarra aðila, að gagnagrunni. 7. Stjórn Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga álítur að efni frumvarpsins kalli á kynningu og umræðu meðal almennings, fagfólks og stjórnmálamanna áður en afdrifaríkar ákvarðanir verða teknar. Þegar um er að ræða svo viðamikið og viðkvæmt mál, eins og gagnagrunnur með öllum heilsufarsupp- lýsingum landsmanna er, telur félagið nauð- synlegt, ekki síst út frá tæknilegum og sið- fræðilegum þáttum þess, að almenn sátt ná- ist um málið áður en það verður að lögum.“ Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun gefa frekari umsögn um frumvarpið til heilbrigðisráðherra og Alþingis. Fundarsamþykkt Vísinda- siðanefndar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 2. apríl 1998 Á fundi Vtsindasiðnefndar 2. apríl 1998 var fjallað um drög að frumvarpi til laga um gagna- grunna á heilbrigðissviði. Nefndarmenn höfðu ekki haft tækifæri til þess að kynna sér frum- varpið fyrr en á fundinum. Við umfjöllun á fundinum kom fram að til- gangur frumvarpsins kæmi ekki skýrt fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.