Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 67

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 425 greiðslu sekta vegna brota á lögum þessum. Lögaðila má ákvarða sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á starfsmann lögaðil- ans. Hafi starfsmaður lögaðilans brotið ákvæði laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim má einnig gera lögaðila þessum sekt og svipt- ingu starfsleyfis, enda sé brot framið til hags- bóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagn- aðar af brotinu. Lögaðili ber ábyrgð á greiðslu sektar sem starfsmaður hans er dæmdur til að greiða vegna brota á lögum þessum, enda séu brot tengd starfi hans hjá lögaðilanum. 13. gr. Starfsleyfishafa má, auk refsingar skv. 12. gr„ svipta starfsleyfi með dómi ef um ásetning eða stórfellt gáleysi er að ræða. Að öðru leyti eiga hér við ákvæði 1. og 2. mgr. 68. gr. al- mennra hegningarlaga, nr. 19/1940, með síðari breytingum. Gera má upptæk með dómi tæki sem stór- felld brot á lögum þessum hafa verið framin með, svo og hagnað af broti, sbr. 69. gr. al- mennra hegningarlaga, nr. 19/1940. 14. gr. Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þess- um er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. VII. KAFLI Ýmis ákvæði. 15. gr. Heilbrigðisráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. 16. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta Þróun upplýsingatækni hefur opnað marg- víslega nýja möguleika á sviði heilbrigðisþjón- ustu, en víða um heim glíma stjórnvöld og stofnanir á heilbrigðissviði við að mæta kröf- um og þörfum um aukin gæði og bætta þjón- ustu heilbrigðiskerfisins án þess að fjárveiting- ar til heilbrigðismála aukist að sama skapi. Ýmsir telja að viðamiklir gagnagrunnar á heil- brigðissviði kunni að auðvelda lausnir á þeim vanda sem blasir við heilbrigðiskerfum vest- rænna þjóða. Gagnagrunnar á heilbrigðissviði geyma þær upplýsingar sem til eru í heilbrigð- iskerfi þjóðar eða þjóðarbrots og gera kleift að rannsaka samspil ýmissa þátta kerfisins og vinna að líkanasmíð. Líkönin má síðan nota sem tæki við hag- og gæðastýringu heilbrigðis- kerfa. Stjórnendur ýmissa stofnana og fyrir- tækja á heilbrigðissviði beggja vegna Atlants- hafs kanna nú möguleika á að setja saman eða fá aðgang að slíkum gagnagrunnum. Af ýmsum ástæðum er auðveldara að setja saman vandaðan gagnagrunn á heilbrigðissviði hér á landi en meðal misleitra þjóða þar sem meiri hreyfing er á fólki og heilsufars- og ætt- fræðiupplýsingar eru takmarkaðri. Ljóst er þó að kostnaður við gerð slíks gagnagrunns er mikill og veruleg óvissa tengd arðsemi þeirrar fjárfestingar. Þótt tölvunefnd geti samkvæmt gildandi lög- um veitt heimild til starfrækslu gagnagrunna standa lög um réttindi sjúklinga í vegi fyrir því að unnt sé að veita aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám til skráningar í gagnagrunni, nema vegna einstakra vísindarannsókna. Ekki er heldur unnt samkvæmt gildandi lögum að veita tímabundin sérleyfi til aðgangs að áður skráð- um heilsufarsupplýsingum. Til greina hefði komið að leggja til breytingar á gildandi lögum sem fælu í sér heimildir handhafa leyfisveiting- arvalds samkvæmt núgildandi lögum til að leyfa gerð og starfrækslu gagnagrunns á heil- brigðissviði. Niðurstaðan var hins vegar sú að hér væri um að ræða svo viðamikið mál að eðlilegra væri að um gagnagrunna á heilbrigð- issviði yrðu sett sérstök lög og heilbrigðisráð- herra falið að beita sér fyrir gerð og starfrækslu gagnagrunna á heilbrigðissviði. Þá er gert ráð fyrir að heilbrigðisráðherra geti samið við stofnanir eða einkaaðila um gerð og starf- rækslu gagnagrunna og gefið út starfsleyfi til viðkomandi aðila. Jafnframt er tölvunefnd falið mikilvægt hlutverk til að tryggja öryggi per- sónuupplýsinga við söfnun og meðferð heilsu- farsupplýsinga. Þá er lagt til að heilbrigðisráðherra geti veitt starfsleyfishafa leyfi til aðgangs að áður skráð- um heilsufarsupplýsingum að fengnu samþykki viðkomandi heilbrigðisstofnunar eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanns. Starfsleyfis-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.