Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 70

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 70
428 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða og fréttir Formannsspjall Um gagnagrunna á heilbrigðissviði Samhæfðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði gætu verið til margra hluta nytsamlegir, bæði til vísindarannsókna og stjórnun- ar. Frumvarp til laga um það efni sem lagt var fram á Alþingi á vorþingi hefur hins vegar marga annmarka. Markmið frumvarps- ins er að veita einum aðila að- gang að öllum heilsufarsupplýs- ingum sem til falla án þess að hagsmuna heilbrigðisþjónust- unnar, sjúklinga og reyndar landsmanna allra sé gætt. Svo virðist sem frumvarpið í óbreyttri mynd gefi einnig einum aðila aðstöðu til einokunar á mannerfðafræðirannsóknum á Islandi og markaðssetningu þeirra erlendis. Til að ná frekar þessum markmiðum er boðað í greinargerð með frumvarpinu að í haust verði einnig lagt fram frumvarp um lífsýni. Það ber að harma hvernig staðið hefur verið að þessu máli því sennilega hefur aldrei í sögu íslenskrar heilbrigðisþjónustu gefist svo lítill tími til umræðu um svo viðamikið mál. Einstak- lingar og samtök víðs vegar úr þjóðfélaginu hafa undanfarið bent á að frumvarpið virðist brjóta í bága við stjórnarskrá, lög um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, lög um réttindi sjúklinga, læknalög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Opinber umræða er svo skammt á veg komin að ekki hefur enn verið farið út í að kanna að hve miklu leyti frum- varpið stangast á við alþjóðalög, reglur og samninga sem við ís- lendingar erum aðilar að. Læknasamtökin lýstu strax í upphafi yfir verulegum áhyggj- um yrði þetta frumvarp að lögum í óbreyttri mynd. Læknasamtök- unum tókst á skömmum tíma að vekja upp víðtæka opinbera um- ræðu um frumvarpið og varð sú umræða til þess að nú hefur ver- ið ákveðið að fresta afgreiðslu frumvarpsins til haustþings. Mikilvægt er að tíminn framund- an sé vel nýttur. Grandskoða þarf hvort söfnun upplýsinga í mið- lægan gagnagrunn sé réttlætan- leg og samrýmist öðrum lögum og Stjórnarskrá Islands. Nauð- synlegt er að skilgreina ýmis þau atriði varðandi eignarrétt á líf- sýnum, sjúkraskrám og öðrum tiltækum persónuupplýsingum um íslendinga. Nauðsynlegt er að kanna hvort veiting einkaleyf- is til söfnunar og nýtingar mið- lægs gagnagrunns geti hindrað jafnrétti til vísindarannsókna á Islandi og lagt stein í götu ís- lenskra vísindamanna. Athuga þarf hvort gerð slíks gagna- grunns samrýmist alþjóðaregl- um. Væntanlega mun Alþingi Is- lendinga leita eftir formlegum álitsgerðum allra þeirra aðila sem málið varðar og kynna sér jafnframt hvernig aðrar þjóðir eru að takast á við skyld mál. Guðmundur Björnsson formaður LI form@icemed.is Formannaráðstefna Boöaö er til formannaráöstefnu samkvæmt 9. grein laga Læknafélags íslands föstudaginn 15. maí 1998 í Hlíða- smára 8. Ráöstefnan hefst kl 13:00. Dagskrá: 'Skýrsla formanns Lífeyrissjóðs lækna 1. 'Skýrsla formanns, af- greiðsla ályktana 1997, Kaffihlé kjaramál og störf stjórnar ‘Skipulagsbreytingar 2. ‘Opnun læknavefsins skrifstofu LÍ ‘Fræðslustofnun ’Skýrsla formanns ’Útgáfumál Fræðslustofnunar lækna 'Læknatal *Skýrsla ritstjóra Læknablaðsins 3. Önnur mál 'Skýrsla formanns Orlofsnefndar Veitingar kl. 18:00

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.