Læknablaðið - 15.01.1999, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 7-8
7
Ritstjórnargrein
Blóðskilun á íslandi í 30 ár
Þann 15. ágúst síðastliðinn voru liðin 30 ár
frá því fyrsta blóðskilunarmeðferðin var fram-
kvæmd hérlendis. í tilefni þessa 30 ára afmælis
er þetta hefti Læknablaðsins helgað nýrna-
læknisfræði. I blaðinu eru birtar þrjár greinar
um rannsóknir á sviði nýrnasjúkdóma og
nýrnalækninga (1-3). Vísindarannsóknir á sviði
nýrnasjúkdóma hafa aukist hér á landi á undan-
förnum árum og gefa þær greinar sem birtast í
þessu þemahefti nokkra mynd af þessu starfi.
Miklar breytingar hafa orðið á þeim þremur
áratugum sem liðnir eru síðan skilunarmeðferð
við nýmabilun hófst hér á landi. Nú þegar alda-
mót eru á næsta leiti er vert að staldra við og
velta fyrir sér stöðu meðferðar við lokastigs-
nýrnabilun í dag og jafnframt að horfa fram á
við og velta fyrir sér þeim viðfangsefnum sem
verða brýnust í upphafi næstu aldar.
Enginn vafi er á því að glæsilegir áfangar
hafa náðst í meðferð við lokastigsnýmabilun á
síðari helmingi þeirrar aldar sem er að líða. Ber
þar hæst skilun og nýrnaígræðslur sem halda
lífi í stórum hópum fólks um allan heim.
Geysileg aukning hefur orðið á fjölda sjúklinga
í meðferð vegna lokastigsnýmabilunar á und-
anförnum áratugum. Langmest er fjölgunin hjá
öldruðum einstaklingum. Hérlendis hefur fjölg-
un sjúklinga verið svipuð og annars staðar en
þó vekur athygli að nýgengi sjúklinga sem koma
til meðferðar vegna lokastigsnýrnabilunar er
hér mun lægra en meðal grannþjóða (1).
Þrátt fyrir miklar framfarir í skilunartækni er
árleg dánartíðni sjúklinga í skilunarmeðferð há
(20-30%) (4). Dánartíðnin er hæst meðal elstu
einstaklinganna eins og við mátti búast en hún
er einnig óásættanlega há meðal þeirra sem
yngri eru. Lífshorfur þessara sjúklinga eru jafn-
vel lakari en sjúklinga með krabbamein í ristli
eða blöðruhálskirtli (5). Hérlendis hefur dánar-
tíðni verið svipuð og meðal annarra Norður-
landaþjóða (1).
Rannsóknir á sjúklingum í blóðskilun hafa
sýnt að dánartíðni er lægri eftir því sem magn
skilunar er meira (6,7). Fyrir bragðið er lögð
vaxandi áhersla á að tryggja að sjúklingar fái
fullnægjandi skilun. I ljós hefur komið að oft er
verulegur munur á milli skilunarskammts sem
ávísað er á sjúklinga í blóðskilunarmeðferð og
þess skammts sem þeir fá. Þróaðar hafa verið
aðgengilegar aðferðir til að meta það magn
skilunar sem sjúklingar fá í hverri meðferð og
byggjast þær á lækkun úreaþéttni í blóði (8).
Ymsir þættir hafa áhrif á magn skilunar. Lengd
skilunartímans virðist sérlega mikilvægur þáttur
(9). Franskir sjúklingar sem fá einstaklega
langa blóðskilunarmeðferð (átta klukkustundir
þrisvar í viku) hafa mun betri lífshorfur en ann-
ars staðar þekkist, eða um 70% eftir 10 ár (10).
Blóðþrýstingsstjóm er einnig framúrskarandi
góð hjá þessum sjúklingum og kann það að
eiga þátt í betri lifun. Mikil lenging á blóðskil-
unartíma er ekki auðveld í framkvæmd vegna
þess hve mikið það bindur sjúklinga við með-
ferðarstofnunina. Einkum er það óhagstætt fyrir
þá sem reyna að stunda atvinnu þrátt fyrir veik-
indi sín. Skilun að kvöld- eða næturlagi væri til
bóta fyrir slíka sjúklinga en það hefur reynst
erfitt í framkvæmd vegna skorts á starfsfólki
og aukins kostnaðar. Þótt kviðskilun gefi meira
frjálsræði fyrir sjúklinga er enn erfiðara að
tryggja fullnægjandi skilun hjá slíkum sjúk-
lingum.
En hvað er það sem dregur þessa sjúklinga
til dauða? í allt að helminga tilfella eru það
hjarta- og æðasjúkdómar (11). Líklega ráða þar
mestu þekktir áhættuþættir, svo sem háþrýst-
ingur og blóðfituraskanir, sem finnast hjá flest-
urn skilunarsjúklinguin. Talið er að vannæring
sé mikilvæg orsök hárrar dánartíðni hjá skilun-
arsjúklingum (12). Hafa rannsóknir sýnt sterka
fylgni milli lækkaðs albúmíns í sermi og auk-
innar dánartíðni (7). Lengi hefur tíðkast að
setja sjúklinga með langt gengna langvinna
nýrnabilun á prótínskert fæði í þeim tilgangi að
draga úr þvageitrunareinkennum og seinka þörf
fyrir skilun. Þetta getur þó reynst tvíeggjað því
umtalsverð vannæring getur hlotist af. Eiga
sumir sjúklingar erfitt með að bæta næringar-