Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 30

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 30
26 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Fig. 1. Calcium and phosphate homeosatsis: PTH, parathyroid hormone. [Ca], serum ionized calcium concentration. [PO4] serum phosphate concentration. [l,25(OH)2D^], serum 1,25- dihydroxyvitamin Dj concentration. PTH leads to release of calcium and phosphate from bone, thus increasing the concen- tration of these ions in the blood. In the kidney, PTH stimulates calcium reabsorption further increasing serum calcium concen- tarion but it leads to phosphateuria. It also stimulates production of l,25(OH)2Dj by tubular cells, which in turn stimulates calcium and phosphate absorption in the intestines. Calcium and l,25(OH)2D$ inhibit PTH production and secretion whereas phosphate may stimulate the parathyroid glands. að því að viðhalda kalsíumstyrk blóðs. Á hinn bóginn stjórna kalsíum, fosfat og 1,25 (OHj^D^ framleiðslu og seytun kalkkirtla- vaka. Hár styrkur kalsíums í utanfrumuvökva minnkar seytun kalkkirtlavaka í gegnurn G- prótíntengt viðtæki á frumuhimnu kalkkirtla- frumna (1) og á sama hátt leiðir lágur kalsíum- styrkur í blóði til aukinnar seytunar. Auk þess sem l,25(OH)2D3 eykur frásog kalsíums í meltingarvegi, binst það viðtækjum í kalk- kirtlafrumum sem leiðir til minnkaðrar umrit- unar kalkkirtlavakagensins og á þann hátt minnkaðrar framleiðslu kalkkirtlavaka. Einnig er talið að l,25(OH)2D3 hamli frumufjölgun í kirtlunum með áhrifum á DNA (2). Bein áhrif fosfats á kirtlana eru ekki eins vel skilgreind, en fosfat hefur óbein áhrif vegna breytinga á styrk kalsíums og l,25(OH)9D3 í blóði því hár fosfatstyrkur veldur lækkun á kalsíumStyrk blóðs og minnkaðri framleiðslu l,25(OH)2D3 í nýrum. Það hefur því verið erfitt að sýna fram á bein áhrif fosfats á kalkkirtlana (3). Röskun á kalkbúskap við nýrnabilun Ofvirkni kalkkirtla: Er nýrnastarfsemi hrakar verða ýmsar truflanir á kalsíum- og fosfatbú- skap líkmans sem leiða af sér aukna fram- leiðslu og seytun kalkkirtlavaka og viðvarandi ofvirkni í kalkkirtlum, svokallaða afleidda kalkkirtlaofvirkni (secondary hyperparathyro- idism) (2). Þó einhver ofvirkni kirtlanna sé æskileg í nýrnabilun (kalkkirtlavakastyrkur um tvö- til þreföld efri viðmiðunarmörk) vegna minnkaðs næmis beina fyrir kalkkirtlavaka (4,5), leiðir ómeðhöndluð afleidd kalkkirtlaof- virkni þó til beinasjúkdóms sem einkennist af of mikilli beinumsetningu (high turnover bone disease) og getur með tímanum valdið úrátum og jafnvel beinbrotum (6,7). Drjúgur hluti sjúklinga með afleidda kalkkirtlaofvirkni kvart- ar unr langvinna verki frá beinum og stoðkerfi (7). Þá hefur hækkaður styrkur kalkkirtlavaka í blóði einnig verið tengdur hækkuðum blóð- þrýstingi og sleglastækkun í skilunarsjúkling- um, minnkuðu insúlínnæmi og auknu blóðleysi (8,9). Sumir telja kalkkirtlavaka eitt af þeim efnum sem safnist fyrir í nýrnabilun og hafi víðtæk eiturhrif í líkamanum (uremic toxin). Það eru því ýmsar ástæður til að halda fram- leiðslu í skefjum. Skilningur okkar á meinlíf- eðlisfræði sjúkdómsins hefur stóraukist á síð- asta áratug. Ekki er alveg ljóst hvað gerist fyrst en eftirfarandi þættir ráða mestu (2,5,10,11). Minnkuð framleiðsla l,25(OH)2D3 í nýrum. Lækkaður styrkur kalsíums í blóði. Hækkaður styrkur fosfats í blóði. Minnkað næmi marklíffæra fyrir kalkkirtla- vaka og l,25(OH)2D3 vegna óþekktra eitur- eða úrgangsefna sem safnast fyrir við nýmabil- un. Meðferð við afleiddri kalkkirtlaofvirkni beinist að því að leiðrétta þessar truflanir. Jafn- hliða skilunarmeðferð er kalsíum gefið, aðal- lega í samböndum með karbónati og asetati, bæði til að hækka kalsíumstyrk blóðs sem og að binda fosfat í meltingarvegi. Jafnframt eru oft notaðar D vítamín afleiður. Sé meðhöndlun seinkað, hún ónóg eða meðferðarheldni slæm,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.