Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 55

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 47 bróður mannsins. John P. Merrill læknir stóð fyrir aðgerðinni sem framkvæmd var af skurð- læknunum J.E. Murray og J.H. Harrison. Þetta reyndist fyrsta nýraígræðsla í mann sem heppnaðist til langframa og það án ónæmis- bælingar (9,10). Igræðslum fjölgaði smám saman næstu árin og náðu til nýrnaflutninga milli óskyldra. Fyrstu sjúklingamir vom ónæmisbældir með algeislun (total body irradiation) en brátt komu til sögu ónæmisbælandi lyf á borð við bark- stera og azatíóprín. A sjöunda áratugnum gerðu menn sér ljóst að auk blóðflokkasamræmis var samræmi gjafa og þega í hinu flókna HLA-kerfi vefjamótefna- vaka mikilvægt við ígræðslur. Þegar líffæri em flutt milli náinna ættingja fæst oft gott HLA- samræmi vegna einfaldra erfða HLA-genanna. Milli óskyldra er dæmið erfitt því að mynstur- möguleikar eru geysimargir. Þetta varð til þess að stofnuð voru fjölþjóðasamtök um dreifingu nýrna úr látnum gjöfum til þess að auka mögu- leika á að velja saman gjafa og þega með líku mynstri. Ein slík samtök em Scandiatransplant sem stofnuð vom 1969 og ná til allra Norður- landa (11). Fyrstu ígræddu nýrun voru úr lifandi gjöf- um. Hin síðari ár hefur ígræðsla slrkra nýma færst í vöxt á ný þar sem þau endast betur en nánýru (cadaver kidneys). Oftast er um að ræða gjafa náskylda þeganum en æ oftar eru nú grædd í nýru úr líffræðilega óskyldum en til- finningatengdum gjöfum, til dæmis mökum, með harla góðum árangri. Nánast má tala um byltingu í ígræðslulækn- ingum þegar nýtt ónæmisbælandi lyf kom á markað upp úr 1980. Þetta var cýklósporín sem unnið var úr skóf (Tolypocladium inflatum Gams) er fannst á Harðangursvíðáttunni (12). Lifun nýrnagræðlinga stórbatnaði. Cýklósporín gerði í raun mögulegar ígræðslur annarra líf- færa en nýrna. Á síðustu áruin hafa komið fram ýmis lyf gegn höfnun og má nefna sértæk mót- efni gegn T-eitilfrumum sem gegna lykilhlut- verki í höfnunarferlinu. Framfarir í meðferð nýrnabilunar hvöttu mjög til rannsókna á starfsháttum nýrnanna og orsökum nýmasjúkdóma. Hið mikla verk Homers Smith, The Kidney um lífeðlisfræði nýrnanna, sem kom út árið 1951 var lengi vel biblía nýrnalækna og geymir fróðleik sem enn í dag er góður og gildur (13). Vinna hans lagði \ Novartis, 970336 (rivastigmine) HYLKI; N 07 AA Z Athugið: Þettaerstyttútgáfaafsériyfjaskrártexta. Heildartexta má nálgast hjá umboðsaðiia. Hvert hylki inniheldur: Rivastigmine INN, tartrat 1,5 mg, 3 mg, 4,5 mg eða 6 mg. Ábendingar Meðferð sjúkiinga með væg eða meðal alvarleg vitglöp af Alzheimer gerð. Skammtar: Gjöflyfsins: Lyfið skal gefa tvisvar sinnum á dag, með morgunverði og kvöldverði. Upphafsskammtur: 1,5 mg tvisvar sinnum á dag. Sjúklingar sem vitað er að em sérlega næmir fyrir áhrifum kólínvirkra lyfja ættu að byrja með 1,5 mg einu sinni á dag. Aðlögun skammta: Ráðlagður byrjunarskammtur er 1,5 mg tvisvar á dag, Ef þessi skammtur þolist vel í a.m.k. tvær vikur, má auka skammtinn i 3 mg tvisvar sinnum á dag. Áframhaldandi aukning i 4,5 mg og síðan 6 mg tvisvar sinnnum á dag á einnig að byggjast á því að viðkomandi hafi þolað vel fyrri skammt í a.m.k. tvær vikur. Ef óæskilegar aukaverkanir gera vart við sig á meðan á meðferð stendur t.d. ógleði, uppköst, kviðverkir eða lystarieysi eða þyngdartap á sér stað, gæti dugað að sleppa einum eða fleiri skömmtum. Ef aukaverkanimar hverfa hins vegar ekki, ætti að minnka daglegan skammt í það sem áður þoldist vel. Viðhaldsskammtur: 1,5-6 mg tvisvar sinnum á dag; til að ná mesta mögulega árangri ættu sjúkingar að vera á stærsta skammti sem þeir þola vel. Ráðlagður hámarksdagskammtur: 6 mg tvisvar sinnum á dag. Notkun hjá sjúklingum með skerta nýma- eða lifrarstarfsemi: Engar breytingar á skömmtum eru nauðsynlegar hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Frábendingan Þekkt ofnæmi fyrir rívastigmíni (karbamóýlatfni), öðrum karbamatafleiðum eða öðmm innihaldsefnum lyfsins. Sérstök varúi og varúðarreglur varðandi notkun: Exelon er ekki tengt aukaverkunum á hjarta- og æðakerfi. Engu að síður á það sama við um Exelon og önnur kólínvirk lyf, að varúðar verður að gæta hjá sjúklingum með sjúkan sinus hnút og sjúklingum með alvariegar hjartsláttartruflanir. Kólínvirk örvun getur aukið seytingu magasýru. Þó að niðurstöður úr klínískum rannsóknum hafi ekki bent til marktækrar aukningar á einkennum sem benda til sármyndandi áhrifa, skal gæta varúðar við meðferð sjúklinga sem hafa tilhneigingu i þá vem. Hjá sjúklingum sem eru á meðferð með lyfinu hefur ekki orðið vart einkenna frá öndunarfærum og ekki heldur versnunar á öndunarfæraeinkennum sem sjúklingar hafa haft fyrir meðferðina og á það einnig við um sjúklinga sem hafa, eða hafa haft, sjúkdóma í öndunarfærum. Engu að siður skal, likt og með önnur kólinvirk lyf, gæta varúðar hjá þessum sjúklingum. Engin reynsla erfyrir hendi af meðferð hjá sjúklingum með bráðan astma. Kólinvirk lyf geta aukið á þvagtregðu og krampa. Þó að þess hafi ekki orðið vart í tengslum við Exelon skal gæta varúðar ef um slíkt hefur verið að ræða. Milllverkanir: Rívastigmín umbrotnar að langmestu leyti með vatnsrofi af völdum esterasa. Lágmarksumbrot verður fyrir tilstilli helstu cýtókróm P450 ísóensímanna. Því er ekki að vænta neinna milliverkana við önnur lyf sem umbrotna fyrir tilstilli þeirra. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum komu engar milliverkanir fram milli Exelon og dígoxíns, warfaríns, díazepams eða fluoxetíns. Það truflar ekki áhrif warfaríns á lengingu prótrombíntíma. Þegar Exelon og dígoxfn voru gefin samhliða, komu ekki fram nein óæskileg áhrif á leiðni í hjarta. Gjöf Exelon samhliða algengum lyfjum hjá Alzheimers sjúklingum, s.s. sýrubindandi lyfjum, uppsölustillandi lyfjum, sykursýkiiyfjum, blóðþrýstingslækkandi lyfjum með miðlæga verkun, B-blokkum, kalsíumgangalokum, lyfjum sem auka samdráttarkraft hjartans, lyfjum til úMkkunar kransæða, bólgueyðandi gigtarlyfjum, estrógenum, verkjalyfjum, bensódíazepínum og andhistamínum, hafði hvorki áhrif á lyfjahvörf þess né aukna hættu á klínískt marktækum óæskilegum verkunum. Með tlliti íl verkunar og verkunarháttar lyfsins ætti ekki að gefa það samhliða öðrum kólínvirkum lyfjum. Af sömu ástæðum gæti það truflað verkun andkólínvirkra lyfja. Þar sem Exelon er kólínesterasahemill gæti það aukið vöðvaslakandi áhrif súxametóns I svæfingu. Aukaverkanir: Almennt eru aukaverkanir vægar eða í meðallagi og hverfa yfirleitt af sjálfu sér án sérstakrar meðferðar. Tíðni og alvarleiki aukaverkana eykst almennt með stærri skömmtum. Algengar (>1%): Almennar: Þreyta, þróttleysi, þyngdartap, aukin svitamyndun. Taugakerfi: Svimi höfuðverkur, skjálfti. Meltingarvegur: Ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkir, lystarleysi. Geð: Svefnleysi, svefnhöfgi, vanlíðan. Sjaldgæfar (<1%): Geð: Órói, þunglyndi. Konur reyndust fremur finna fyrir ógleði, uppköstum, lystarleysi og þyngdartapi, en karlar. Þar sem meðferð með Exelon tengist ekki breytingum á niðurstöðum blóðrannsókna, þ.m.t. lifrarprófa, né hjartalinurits, er ekki þörf á sérstöku eftirliti með þeim. Pakknlngar og hámarksverð, 1. des. 1998: Hylki 1,5 mg: 28 stk., 56 stk. og 112 stk. (allt þynnupakkað). Hylki 3 mg: 28 stk., 56 stk. og 112 stk. (allt þynnupakkað). Hylki 4,5 mg: 28 stk., 56 stk. og 112 stk. (allt þynnupakkað). Hylki 6 mg: 28 stk., 56 stk. og 112 stk. (allt þynnupakkað). Sama verð gildir fyrir alla styrkleikana og er sem hér seglr: 28 stk. pakkningar: 6.909 kr., 56 stk. pakkningar: 12.558 kr. og 112 stk. pakkningar: 23.245 kr. Skráning lyfsins er bundin við lyfjaávísanir sérfræðinga í geðlækningum, taugalækningum og öldmnarfækningum. Lyfið er lyfseðilsskylt og 0-merkt I Sérlyfjaskrá. Tryggingastofnun ríklsins er heimilt að gefa út lyfjaskírteini, sem veitir heimild til greiðsluþátttöku samkvæmt merkingunni E. Framleiðandi og handhafi markaðsleyfis: Novartis Healthcare A/S, Danmörku. Innflytjandi: Thorarensen Lyf ehf, Vatnagörðum 18, Reykjavik, sími: 530 7100. Heimildir 1) . Lyfjatíðindi, 5. tbl. 5. árg. 1998; bls. 48-52. 2) . J Corey-Bloom et al. A randomized trial evaluating the efficacy and safety of ENA 713 (rivastigmine tartrate), a new acetylcholinesterase inhibitor, in patients with mild to moderately severe Alzheimer's disease. Iní. Joumal ofGeriatric Psychopharmacology 1998;1:55-65.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.