Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 57

Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 49 fengist samþykki fyrir stöðu nýrnasérfræðings við lyflækningadeild Landspítalans. Sú vél sem hingað kom fyrst var síðar keypt. Hún var af einni fyrstu gerða skilunarvéla sem fyrirtæk- ið Gambro framleiddi og mun hafa verið hin fyrsta sem fyrirtækið seldi úr landi. Starfsemi blóðskilunardeildar (mynd 3) óx hægt í fyrstu en síðan með vaxandi hraða. Sam- hliða þróuðust svo aðrar nýrnalækningar og kennsla stúdenta í þeirri grein hefur síðan verið í höndum nýrnasérfræðinga. Stofnun blóðskil- unardeildar markar því í raun upphaf nútíma- nýrnalækninga á Islandi. I desember 1970 var fyrst grætt nýra í ís- lending. Svo vildi til að það var sama konan og gerð var á fyrsta blóðskilunin. Nýrað var úr bróður hennar og fór ígræðslan fram í London. Nýrað starfar enn með ágætum. Ljóst var sakir fámennis þjóðarinnar að við yrðum að leita ásjár annarra þjóða um ígræðslur. Um þessar mundir var skriður kominn á ígræðslu nánýrna og af því fréttist að Norðurlandaþjóðir hefðu bundist samtökum, Scandiatransplant, sem hefðu það hlutverk að dreifa nánýrum til sjúklinga sem hefðu vefjagerð sem líkastagjafanum hverju sinni. Páll Asmundsson var sendur til Dan- merkur í september 1971 til að leita hófanna um að þar yrðu framkvæmdar nýrnaígræðslur í íslenska sjúklinga. Heimsótti hann bæði Rigs- hospitalet í Kaupmannahöfn og Kommunehos- pitalet í Arósum. Arangurinn varð sá að Rigs- hospitalet bauðst til að annast ígræðslurnar en Islandi var að auki boðið að gerast þátttakandi í Scandiatransplant samstarfinu. Fyrsta ígræðsl- an sein gerð var í Islending í Kaupmannahöfn fór fram 2. aprfl 1973. Þótt Islendingar hafi verið meðlimir í Scand- iatransplant í nær 27 ár voru þeir einvörðungu þiggjendur í þeim samtökum í 21 ár eða þar til fyrsta líffæratakan fór hér fram í mars 1993. Það voru Lög um ákvörðun dauða og Lög um brottnám líffæra frá árinu 1991 sem gerðu okk- ur kleift að leggja með okkur líffæri í samstarf- ið. Fram til þess höfðu íslenskir sjúklingar fengið 43 nýru á vegum Scandiatransplant. í árslok 1997 höfðu 46 nýru verið numin hér brott til ígræðslu en ígrædd nánýru voru orðin 51. Lítið vantar því á að skuld okkar við Scand- iatransplant sé greidd. Árið 1985 urðu hér enn nokkur þáttaskil í meðferð lokastigsnýrnabilunar en í apríl það ár hófst hér kviðskilun (peritoneal dialysis, CAPD) sem meðferð við lokastigsnýrnabilun. Kviðskilun hentar vel ákveðnum sjúklingahóp- um en ekki síst þeim sem á landsbyggðinni búa þar sem sjúklingarnir eða ættingjar þeirra ann- ast meðferðina. Þessi skilunarmeðferð hefur notið mismikilla vinsælda hér en að jafnaði hefur fjórðungur til þriðjungur skilunarhópsins verið á þessari meðferð. Þær framfarir sem orðið hafa í meðferð við lokastigsnýrnabilun hafa skilað sér í batnandi árangri slrkrar meðferðar hérlendis. Þróun blóð- skilunardeildar hefur haldist í hendur við fram- farir í nýrnalækningum. Enginn sérfræðingur var hér í þeim fræðum áður en skilunarstarf- semi hófst. Þegar þetta er ritað eru sex nýrna- sérfræðingar starfandi hér á landi og vinna fimm þeirra á Landspítalanum en einn á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Á 30 árum hefur þessari ungu sér- grein því vaxið fiskur um hrygg hér á landi rétt eins og annars staðar. HEIMILDIR 1. Bright P. Dr. Richard Bright. lst ed. London, Sydney, Tor- onto: The Bodley Head 1983. 2. Kolff W, et al. The artificial kidney; dialyser with great area. Acta med Scand 1944; 117: 121-34. 3. Alwall N. Konstgjord njure - Babels tom. Sydsvenska Medicinhistoriska Sallskapets Árskrift 1984, Supplement 4. 4. Scribner B, Caner J, Buri R, Quinton W. The technique of of continuous hemodialysis. Trans Am Soc Artif Int Organs 1960; 6: 88. 5. Brescia M, Cimino J, Appel K, Hurwich B. Chronic hemo- dialysis using venipuncture and a surgically created arterio- venous fístula. N Engl J Med 1966; 275: 1089-92. 6. Kramer P, Kaufhold G, Grone H, Wigger W, Rieger J, Matthavei D, et al. Management of anuric intensive-care patients with arteriovenous hemofiltration. Int J Artif Organs 1980;3:225-30. 7. Moncrief J, Popovich R. Continuous ambulatory peritoneal dialysis. Contributions to Nephrology 1979; 17: 139-45. 8. Winearls C. Erythropoietin. Nephrol Dial Transplant 1989; 4: 323-6. 9. Merrill J, Murray J, Harrison J, Guild W. Successful homo- transplantation of human kidney between identical twins. JAMA1956; 160: 277. 10. Merrill J. The Treatment of Renal Failure. 1 st ed. New York: Gmne & Stratton 1965. 11. Kissmeyer-Nielsen F, Snorrason E. Den Humane Trans- plantations Kunst. lst ed. Kaupmannahöfn: Mölnlycke A/s Sygehusafdelingen 1972. 12. Borel J. The history of cyclosporin A and its significance. Amsterdam: Elsevier Biomedical Press, 1982. 13. Smith HW. The Kidney. New York: Oxford University Press 1951. 14. Heptinstall RH. Pathology of the Kidney. lst ed. Boston: Little, Brown and Company 1966.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.