Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 69

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 59 Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði í allri umfjöllun hefur stjórn LÍ haft að leiðarljósi starfsréttindi og siðferðilegar skyldur lækna - segir Guömundur Björnsson formaöur félagsins í tilefni nýsamþykktra laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigöissviði í þeirri miklu umræðu sem staðið hefur um frum- varp til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði allt frá aprílmánuði síðastliðnum hefur stjórn Læknafélags Islands beitt sér mjög. Fjallað hefur verið um málið á ótal fundum innan og utan félagsins, Ieit- að hefur verið upplýsinga og sérfræðiálita innanlands sem utan, sendar út álits- gerðir og samþykktir. Allt hefur þetta hnigið í eina átt: frá fyrstu tíð varaði stjórnin mjög alvarlega við sam- þykkt frumvarpsins fyrst og fremst vegna þeirra siðferði- legu álitamála er það felur í sér. Nú, að frumvarpinu samþykktu, leitaði Lækna- blaðið fyrstu viðbragða Guðmundar Björnssonar formanns LI. „Það hefur verið nokkuð Ijóst í langan tíma að þetta frumvarp yrði að lögum og það sem ég hef heyrt í læknum eftir samþykkt þess er, að menn eru afar undrandi á því að ekki skyldi hafa verið tekið meira tillit til þeirra umsagna og andstöðu sem hefur verið við frumvarpið. Það virðist nokkuð ljóst að vísindasamfé- lagið og stór hluti lækna getur alls ekki fellt sig við þann frumvarpstexta sem nú hefur verið samþykktur af Alþingi. Það liggur hins vegar ekki alveg á borðinu hvað er fram- undan en þó virðist sem menn þurfi að skoða mjög vandlega hvort og þá á hvaða hátt þessi lög stangast á við skyldur lækna.“ - Liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum er ætlað að fara inn í grunninn? „Nei, það liggur ekki ljóst fyrir. Það á greinilega að vera reglugerðarákvæði eða samn- ingsatriði milli starfsleyfishafa og einstakra stofnana og ein- stakra lækna hvaða upplýsing- ar fara inn í gagnagrunninn. Það urðu einnig breytingar á frumvarpinu á síðustu stigum þannig að upplýsingum um erfðaefni er ætlað að verða hluti af gagnagrunninum.“ - Þannig að í óbeinni sam- líkingu mætti segja að þetta sé ámóta og veita óskilgreint veiðileyfi án tillits til tegunda. „Ja, það má kannski orða það þannig. Stjórn LÍ hefur gagnrýnt frumvarpið frá upp- hafi vegna þess að það hefur stangast á við grundvallarat- riði í læknisstarfinu og sér- staklega trúnaðarsamband læknis og sjúklings. Okkur í stjórn LÍ hefur fundist óttaleg- ur skollaleikur hafa verið í gangi í sambandi við að koma inn í frumvarpið að um væri að ræða ópersónugreinanleg gögn, sama sinnis eru þeir sér- fræðingar bæði innlendir og erlendir sem um málið hafa fjallað fyrir LÍ. Hér er í raun og veru bara um skilgreining- aratriði að ræða í lögunum. Það vita allir sem skoða þetta mál að gögnin verða persónu- greinanleg og þess vegna skiptir höfuðmáli að aðgeng- ishindranir séu mjög miklar ef persónuvernd á að vera nægj- anleg eða ásættanleg og einn- ig skiptir miklu að eftirlit með upplýsingum út úr grunninum sé fullnægjandi. Það stóð lengi til að þverfagleg vís- indasiðanefnd kæmi þar að, en það var síðan fellt út á lokastigum. Það er mjög mið- ur og gerir lögin mun verri fyrir lækna að vinna eftir.“ Ekki klofningur en víða djúp sár - Heldur þú að framgangs- mátinn sem verið hefur eigi eftir að hafa áhrif innan lækna-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.