Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 71

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 71
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 61 lækna til þess að gera þetta verkfæri illnothæft. Eg held að þó svo einungis 150 læknar hafi skrifað undir þessar yfir- lýsingar þá séu mun fleiri kollegar sama sinnis. Undir- skriftum var ekki safnað af Læknafélaginu heldur var grasrótin þar að verki og þetta var unnið á einum sólarhring, að því er mér skilst. Ég tel ár- angurinn því mjög góðan, miðað við það að menn voru í fullri vinnu jafnhliða því að vera að safna undirskriftum. Það sem ég óttast þó mest er að læknar verði ef til vill þvingaðir beint eða óbeint til þess að taka þátt í uppbygg- ingu miðlægs gagnagrunns af vinnuveitendum sínum eða sérleyfishafa, til dæmis með því að starfsöryggi þeirra verði telft í tvísýnu taki þeir ekki þáttt í þessum grunni. Þetta gæti orðið alvarlegasta afleiðingin.“ Málið allt í skötulíki - Má ekki einnig búast við því að einhver hópur sjúklinga muni alfarið neita fyrirfram að heilsufarsupplýsingar um þá verði afhentar inn í þennan grunn? „I kjölfar þeirrar miklu um- ræðu sem orðið hefur um mál- ið er nokkuð ljóst að afstaða almennings hefur breyst tals- vert og mér finnst líklegt að stór hluti þeirra sem hafa mikl- ar og viðkvæmar upplýsingar Guðmundur Björnsson formað- ur Lœknafélags Islands. muni að eigin frumkvæði ekki vilja setja þær upplýsingar í gagnagrunninn og það gerir hann enn ómarkvissari." - Munt þú senda heilsufars- upplýsingar inn í miðlægan gagnagrunn án þess að til komi skriflegt frumkvæði sjúk- linga? „Ætli ég muni ekki, eins og allir aðrir læknar verði þessi gagnagrunnur að veruleika, spyrja alla mína sjúklinga hvort þeir vilji setja upplýs- ingar er þá varðar inn í grunn- inn eða ekki og upplýsa þá jafnframt um hvað málið snýst, þannig að á endanum fáum við þetta upplýsta samþykki. Það skortir í þessum lögum. Það væri ekkert vandamál fyr- ir okkur að vinna eftir lögun- um ef um væri að ræða upp- lýst samþykki og gögnin væru klárlega persónugreinanleg, og það einfaldlega sagt. Það er upplýsta samþykkið sem skiptir höfuðmáli. Ég er alveg sama sinnis og mjög margir aðrir kollegar að telja svona gagnagrunn bjóða upp á feiki- lega mikla möguleika en eins og að málum hefur verið stað- ið þá er þetta allt í skötulíki. Það hefði verið hreinlegra fyr- ir þá sem vildu kljást við þetta verkefni að ganga hreint til verks þannig að um væri að ræða upplýst samþykki og persónugreinanlegar upplýs- ingar í sátt við læknastéttina og aðra heilbrigðisstarfs- menn, þá hefði þetta verið leikur einn.“ - Er stríðið tapað eða er það einungis orrustan? „Þetta er ekki stríð og mál- inu er alls ekki lokið. Ég er mikill bílaáhugamaður og ég hef stundum líkt þessu við keppni í Formúlu 1. Málið snýst ekki um það að sigra andstæðinginn heldur að vinna keppnina og sá vinnur keppnina sem hefur besta bíl- inn. besta ökumanninn og síð- ast en ekki síst besta viðgerð- arliðið. I umfjöllun um mið- lægan gagnagrunn höfum við ekki látið stjórnast af illind- um, heiftúð eða öfund, heldur er verið að verja starfsréttindi og siðferðilegar skyldur lækna, um það snýst málið.“ -bþ-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.