Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1999, Page 85

Læknablaðið - 15.01.1999, Page 85
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 73 berkla og fleiri sýkingar. Því veldur aukin fæmi og reynsla í því að vernda sjúklinginn fyrir þeim en það sem vegur þó þyngst er að lyfin sem beitt er gegn veirusýkingunni hafa styrkt ónæmiskerfið. Það er mun betur á sig komið hjá al- næmissjúklingum nú en var fyrir nokkrum árum. En það er langur vegur frá því að málið sé leyst. Það sést meðal annars á því að nú eru allir þeir sem fást við alnæm- ismeðferð farnir að fá sjúk- linga sem hætta að svara lyfj- unum. Veirumagnið sem orðið var lítið sem ekkert fer að vaxa á nýjan leik þrátt fyrir áframhaldandi lyfjagjöf. Því valda stökkbreytingar í veir- unni sem verður ónæm fyrir lyfjunum. Enn hefur ekki fundist neitt lyf sem veiran hefur ekki getað myndað ónæmi gegn. Þess vegna er svo mikilvægt að halda veiru- magninu í algeru lágmarki því þá skiptir veiran sér ekki og þar með verða engar stökk- breytingar. Sumir halda því fram að það sé alveg sama hvaða lyf séu notuð, veiran muni alltaf koma sér upp ónæmi fái hún tækifæri til að stökkbreytast." Hversu lengi þarf að bæla veiruna? - En telja menn sig vera á þeirri braut sem á endanum leiðir til lækningar? „Um það skal ég ekki segja, en bandaríski vísindamaður- inn David Ho hélt því fram fyrir tveimur árum að ef mönnum tækist að bæla veir- una algerlega í einhvern tíma væri lækning ekki óhugsandi. Síðan hafa verið sett frarn ýmis reiknilíkön af því hversu lengi þarf að bæla veiruna eða þær frumur sem hún lifir í til þess að sjúklingurinn teljist læknaður. Fyrir þetta var Ho útnefndur maður ársins í Time en margir hafa orðið til að draga kenningu hans í efa. Það hefur enginn læknast enn svo sannað sé. Auk þess hafa menn komist að því að þessi fullkomna bæling tekst sennilega mun sjaldnar en menn héldu. Að- ferðirnar sem notaðar eru til að mæla veirumagnið eru mis- næmar. Það hefur verið litið svo á að 400 eintök af veir- unni í millilítra blóðs jafngilti því að hún væri bæld að fullu en nú efast menn um að svo sé, það geti jafnvel átt sér stað skiptingar þótt eintökin séu ekki nema 50 eða 100. Nú er því verið að taka upp hér á landi nákvæmari mælingar sem mæla allt niður í 50 ein- tök í millilítra en því er líka haldið fram að það sé ekki nógu nákvæmt. Mönnum er hins vegar að verða ljóst mikilvægi þess að greina ónæmi veirunnar og það þyrfti að vera hægt að mæla sem víðast. Aðferðirnar við það eru að verða einfaldari og þær má nota til að velja lyf sem veiran er næm fyrir, svip- að og gert er við bakteríur.“ Svo er það þessi eilífa deila um griðastaði veirunnar í lík- amanum þar sem hún getur lifað mjög lengi. Þar er rætt um eistu karlmanna, einhverja staði í miðtaugakerfinu og hugsanlega fleiri staði. Þó að kenning David Ho um bæl- ingu í fimm ár gæti staðist þá eru menn nú að tala um mun lengri tíma. Það er því tæpast raunhæft að tala um lækningu og slíkt tal gæti jafnvel reynst skaðlegt ef það leiddi til þess að fólk slakaði á gagnvart sjúkdómnum. Það gæti bein- línis aukið útbreiðslu hans. En þetta breytir því ekki að lyfjameðferðin er gífurlega áhrifarík. Hún hefur ekki bara fækkað dauðsföllum heldur dregið verulega úr veikindum sem fylgt hafa alnæmi og fjölgað góðum æviárum sjúk- linga. Vissulega fylgja lyfjun- um aukaverkanir og sumir þola þau alls ekki en þeir sem þola þau eru í fullu fjöri og geta lifað góðu lífi í mörg ár.“ Margskonar aukaverkanir - Hverjar eru aukaverkan- irnar? „Þær eru mismunandi eftir því hvaða lyf eiga í hlut. Ef við nefnum fyrsta lyfið zídó- vúdín, sem við notuðum eitt sér lengi vel, þá hafði það áhrif á miðtaugakerfið og vann mjög gegn vitglöpum sem höfðu hrjáð alnæmissjúk- linga fram að því. Það virkaði hins vegar illa á merg og olli blóðleysi og dofa í húð. Þetta á reyndar við fleiri bakrita- hemla. Proteasahemlarnir sem nú eru mest notaðir geta líka valdið ýmsum aukaverkunum, þær algengustu eru áhrif á meltingu, fólk verður upp- þembt, fær niðurgang og önn- ur meltingaróþægindi og get- ur jafnvel ekki hugsað sér að taka lyfið þeirra vegna. Eitt lyfið veldur doða í kringum munninn, annað eykur hættu á nýrnasteinum og brisbólga hefur sést. Og svo er ein mjög sérkennileg afleiðing sem er breyting á fitudreifingu um líkamann. Fitan hverfur nán- ast úr andliti og útlimum en safnast þess í stað saman aftan á hálsi og framan á kvið sjúk- lingsins, ekki ósvipað Cush- ings heilkenninu, að andlitinu frátöldu. Auk þess hækkar kólesteról í blóði, sem getur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.