Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 88

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 88
76 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 - En læknastéttin, hvernig hefur hún verið í ykkar garð? „Hún hefur verið ágæt. En stundum hafa þeir verið eins og í vörn. Kannski er best að lýsa þessu með orðum Olafs landlæknis þegar við komum einhverju sinni á fund hjá honum. Hann sagðist alltaf vera hálfhræddur við okkur, við værum svo frek og ætluð- umst til svo mikils af læknum. Það má kannski til sanns veg- ar færa, sumir þeirra jákvæðu hafa ekki alltaf getað sætt sig við litla fingurinn sem þeim er réttur og viljað fá alla hönd- ina. En ef undan einhverju er að kvarta í heilbrigðiskerfinu væri það frekar ráðuneytið sem er stundum ansi stíft.“ Fordómarnir minnka, en þeir eru enn til - Frá upphafi hafa ríkt for- dómar í garð alnæmis, hefur eitthvað dregið úr þeim? „Já, það hefur gerst mjög hratt á undanförnum árum með aukinni umræðu. En þeir eru enn til staðar og brjótast af og til út eins og gerðist um daginn í lesendabréfi til DV þar sem einhver kona krafðist þess að fá að vita nafnið á leikskólanum sem alnæmis- srnitað barn dvaldist á en frá því hafði verið greint í frétt- um. Hún vildi bjarga barninu sínu frá þessum voða. Svona hystería á ekki að þurfa að vera til. í fyrstu var alnæmi kallað hommasjúkdómur og þá datt umræðan niður af því að fólki fannst hann ekki koma því við. En nú eru það aðrir hópar sem eru að smitast, yngra fólk og jafnvel böm, og þá brjótast fordómarnir út aftur. Og af því ég er að tala við Læknablaðið vil ég nefna að læknar voru líka haldnir fordómum í upp- hafi. Það sást meðal annars á allri umræðunni sem þeir héldu uppi um nafn á sjúkdómnum. Það er sígild aðferð íslend- inga til að forðast að horfast í augu við vandamál að týna sér í umræðum um nafn á því. En læknar hafa tekið miklum framförum hvað þetta varðar.“ Þurfum að efla forvarnarstarfið - Nú eru aðrir hópar að fá alnæmi en í upphafi, er það teikn um að fólk sé farið að slaka á gagnvart sjúkdómn- um? „Já, það leikur enginn vafi á því að árveknin hefur minnk- að. Við getum kennt okkur sjálfum um, bæði við í Al- næmissamtökunum og heil- brigðiskerfið höfum sofnað á verðinum. Forvamarstarfið og umræðan hefur dottið niður. Nú er að koma út úr skólunum heil kynslóð sem hefur fengið sama og enga fræðslu um al- næmi. Þau halda að það sé ekkert mál að fá alnæmi, það séu til lyf við því og það sé jafnvel verra að fá klamydíu eða lekanda. Ég hef verið að fylgjast með dóttur minni sem er 16 ára, en í kynfræðslunni sem hún fær er töluvert fjallað um lekanda og klamydíu en varla minnst á alnæmi. Enda þykir það hallærislegt í þess- um aldurshópi að nota smokk. Við þurfum að taka okkur tak aftur. Það þýðir ekkert að hætta því þá er hætta á að við missum framhjá okkur aldurs- hóp sem við náum ekki til aft- ur,“ segir Ingi Rafn Hauksson formaður Alnæmissamtak- anna á Islandi. -ÞH Heimasíða Læknafélags Islands http://www.icemed.is Á heimasíðu Læknafélags íslands er meöal annars að finna upplýsingar um stjórn LÍ og heiðursfélaga, lög félagsins, Codex Ethicus, ýmis önnur lög og reglugerðir er lækna varðar, samning sjúkrahúslækna, úrskurð Kjaranefndar, gjaldskrá heilsugæslulækna, starfsemi skrifstofu LÍ, sér- greina- og svæðafélög lækna, Læknablaöið, læknavefinn, læknaskrár, Fræðslustofnun lækna, Orlofsnefnd læknafélaganna, Lífeyrissjóð lækna auk þess sem vísað er í margvíslegar tengingar á netinu sem geta komið sér vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.