Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 89

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 89
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 77 Heilsa og velferð Bókarumsögn Út er komið ritið Heilsa og velferð: Þættir úr sögu Heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins eftir Pál Sigurðs- son, sem var ráðuneytisstjóri í 25 ár (1970 til 1995). Útgef- andi er bókaforlagið Mál og mynd. Höfundur hefir valið þann kost, að setja efnið fram með þeim hætti, að segja frá tíma- bili þeirra karla og kvenna, sem setið hafa í ráðherrastóli. Þau eru 10 talsins og tveir hafa gegnt ráðherradómi tvívegis. Hefir því hvert þeirra til jafn- aðar gegnt embættinu í rúm tvö ár. Fram til 1970 höfðu heil- brigðis- og tryggingamál verið vistuð hjá ýmsum ráðuneytum og enginn ráðherra virðist hafa borið embættisheitið heil- brigðisráðherra eða trygginga- málaráðherra fyrir þann tíma. Alls fóru 33 ráðherrar með þessa málaflokka á tímabilinu 1904 til 1969. Gildir hér því hið sama, að ráðherrar hafa komið að málum að jafnaði tvö ár hver. A þetta væntanlega þátt í því að móta það, er Páll segir að hafi verið aðaleinkenni þess tímabils, sem um er fjallað, að heilbrigðis- og tiyggingamálin hafi þróast að verulegu leyti án tillits til þess hvaða einstak- lingur var ráðherra hverju sinni og meginstefnan verið sú sama. Kaflaskipting miðast við setu hvers ráðherra og verður Höfundur bókarinnar, Páll Sig- urðsson. því ritið eins konar annáll um starfstíma hvers um sig. Þetta form veldur því, að bókin virð- ist í fyrstu óaðgengileg, en nauðsynlega yfirsýn má fá með skjótum hætti með því að byrja lesturinn á blaðsíðu 521, en þar er í bókarauka greinar- gerð um Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið 20 ára, sem Páll ritaði árið 1990 og birti í Morgunblaðinu. I formála bókarinnar segir Páll, að gögnum megi skipta í tvo flokka: Annars vegar minnisblöð og ágrip, sem hann tók saman á ferli sínum af ýmsu tilefni og hins vegar efni frá öðrum, svo sem nefndarálit, greinargerðir og skýrslur. Hann segir enn fremur, að hann hafi lagt sig fram um að segja hlutlaust frá sögu þessa tímabils. Það heyri því til undantekninga, ef per- sónuleg skoðun hans eða mat á þeim ákvörðunum sem teknar voru komi fram. Þetta hafi hann gert af ráðnum hug, því hann vilji að ritið segi söguna, án þess að hún litist af áliti hans á því sem gert var. Aftur á móti verður lesanda fljótt Ijóst af efni minnisblað- anna, að oftar en ekki voru ráð- herrar samstíga ráðuneytis- stjóranum. Hér er því við hæfi að snúa upp á Pál orðum úr rit- dómi, sem hann ritaði 1990 um heimildarit eftir annan ágætan lækni, Bjama Jónsson: „I mínum huga hafa dr. Bjami og Landakot verið óað- skiljanleg síðustu hálfa öld. Það var því með mikilli til- hlökkun að ég opnaði bók hans A Landakoti og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. En við lest- ur bókarinnar þótti mér sem nafn hennar hefði verið betra Dr. Bjarni á Landakoti.“ Páli Sigurðssyni hefir tekist að draga saman mikinn fróð- leik og setja fram á þann skipu- lega og agaða hátt, sem ein- kennt hefir alla embættisfærslu hans. Páll hefir með þessu framtaki sínu varpað Ijósi á þróun heilbrigðis- og tryggingamála á íslandi síð- ustu þrjá áratugi þessarar aldar. Eftir er að vinna sams konar verk fyrir tímabilið 1945 til 1970. Þá verður mögulegt að rita framhald á „Skipun heil- brigðismála á Islandi" þar sem Vilmundur Jónsson endaði um miðja öldina. Örn Bjarnason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.