Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1999, Page 91

Læknablaðið - 15.01.1999, Page 91
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 79 Reika svipir fornaldar Sonardóttir mín fékk þá flugu í höfuðið fyrir tæpu ári að læra læknisfræði. Afinn nennti ekki að reyna að telja henni hughvarf. Taldi reyndar, af kynnum við stúlkuna, að slíkt væri þýðingarlaust og lagði því bara blessun sína yfir uppátækið. En það að fylgjast með stúlkunni á grýttri heimreiðinni að hliði læknadeildarmusterisins hefur vakið margvíslegar hugrenn- ingar um það hvort lækna- menntunin hafi gengið til góðs síðan afinn skreiddist endanlega gegnum hliðið, eftir fyrstahlutapróf, sem þá átti þriggja til fjögurra ára að- draganda. Afabarnið veit reyndar ekki enn um niður- stöður inntökuprófsins og alls ekki víst að afanum endist aldur til að fylgjast með barn- inu gegnum námið, þó svo það standist prófið, en samt. Ætli við byrjum ekki á efnafræðinni. Efnafræði hefur verið fastur hluti af námsefni í læknisfræði svo lengi sem elstu menn muna. Deilt hefur verið um notagildi fræðigrein- arinnar almennt fyrir lækna, en þó jafnvel elstu lækna reki ekki minni til að hún hafi nokkru sinni komið þeim að gagni er hún alltaf á sínum stað í náminu. Er hugsanlegt að henni sé haldið sem eins- konar varnagla ef herða þarf inntökuskilyrði? Eða er hún bara merki um rótgróna íhalds- semi? Vissulega er efnafræði ein þeirra raungreina, sem sér- hver náttúru- og raunvísinda- maður þarf að hafa ákveðna grundvallarþekkingu í, en er sú mikla áhersla sem lögð er á Tæpitungu- laust * Arni Bjömsson skrifar hana í læknanáminu í raun og veru nauðsynleg til að geta stundað klíníska læknisfræði? Svo er það numerus claus- us. Prófessor Jón Steffensen taldi lengi vel að það nægði fyrir íslenska læknamarkað- inn að útskrifa kringum 20 lækna á ári. Þegar Svavar Gestsson var heilbrigðisráð- herra tók hann þá ákvörðun að afnema takmarkanir á inntöku stúdenta í læknadeild. Við læknar rákum upp mikið rama- kvein og numerus clausus var endurreist. Nú þegar stóru ár- ganganna sem urðu til vegna aðgerða Svavars ætti að vera farið að gæta er enn lækna- skortur í landinu, sem segir okkur að erfitt er að áætla um læknaþörf, jafnvel í litlu og fremur einlitu þjóðfélagi. En snúum okkur að þolanda tak- mörkunarreglunnar. Stúdent sem ræðst í að reyna við inn- tökupróf í læknadeild, en kemst ekki inn í deildina, not- ar til þess að minnsta kosti eitt ár, jafnvel allt að þremur. Þó hann standist prófið í öll skiptin verður hann að byrja á byrjunarreit í nýju námi, þótt það nám tengist á einhvern hátt lífvísindum. Að baki eru glötuð ár með öllum þeim brostnu vonum, erfiði og kostnaði sem í þeim var fólg- inn. Hversvegna fæst ekkert viðurkennt námsstig fyrir það að hafa staðist inntökupróf í læknadeild? Námsstig sem hugsanlega mætti nýta í ann- arri grein lífvísinda. Þá hefur komið upp nýtt sjónarmið í þessu máli, en það tengist ný- uppkveðnum dómi Hæstarétt- ar í máli Valdimars Jóhannes- sonar gegn íslenska ríkinu um veiðirétt. Stenst numerus clausus jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar? Loks er það læknanámið í heild. Þar get ég ekki stuðst við reynslu afabarns en fróð- legt væri að fá tækifæri til að fylgjast með því. Síðari hluta nóvembermán- aðar hélt Hollvinafélag lækna- deildar Háskóla íslands sam- ræðufund um vanda heimilis- lækninga. Þessi samræðu- fundur var hugsaður sem lok- in á fundaröð Hollvinafélags- ins um læknisfræði á síðast- liðnu hausti. Frummælendur voru þnr heimilislæknar og einn læknanemi á síðasta ári, en forseti læknadeildar stjóm- aði fundinum. A fundinum var rætt um ástæðurnar fyrir slakri nýliðun í heimilislækn- ingum, en þar kom líka fram að á næsta áratugi er einnig yfirvofandi skortur á sérfræð- ingum, sérstaklega í skurð- lækningum. Menn veltu því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.