Læknablaðið - 15.01.1999, Page 94
82
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur
Gömul læknisráð á Þjóðminjasafni
Hallgerður Gísladóttir á þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins
heldur áfram að seilast í skúffur og skjalaskápa deildarinnar
eftir gömlum læknisráðum sem þar eru skráð. Að þessu sinni
fjalla öll ráðin um fæðingarhjálp og það vekur athygli að þau
eru öll nema tvö höfð eftir karlkyns heimildarmönnum.
Ráð um fæðingarhjálp
Ráð við erfiðri fæðingu var
að hvolfa potti yfir konuna
eða reisa yfir henni sperrur.
Einnig að breiða messuklæði
yfir konuna. Sumir töldu að
gott væri að láta rjúpnafjaðrir
undir sængina hjá konunni.
Karl úr S-Þing. f. 1901.
Lausnarsteinar voru settir í
sjóðandi vatn og látnir liggja í
því þar til það var farið að
kólna, þá átti konan að drekka
af því.
Karl af Snæfellsnesi f. 1893.
Ef fæðing gengur illa, er
gott að láta konuna drekka lút-
sterkt baunakaffi. Einnig er
gott ráð að taka konuna upp úr
rúminu og leggja hana á gólf-
ið.
ísfirskur karlmaður f. 1932
Móðir heimildarmanns kom
eitt sinn hart niður og hafði
ljósmóðirin þá verið að hugsa
um að setja hana á borð eða
tvö koffort til að betur gengi,
en barnið fæddist áður en til
þess kæmi. Hún heyrði líka að
gott væri að setja konuna í
bóndabeygju og var þetta talið
frá Grænlandi.
Kona úr Strandasýslu f. 1900.
Ef ógiftri konu gekk illa að
fæða átti helst að finna barns-
föðurinn og láta hann sitja
undir henni. Venja var að yfir-
heyra mæður um faðemi bama
á meðan þær lágu í blóðbönd-
unum, en það var frá því að
barnið fæddist og þangað til
skilið var á milli.
Norðlenskur karlmaður f. 1888.
Ráð við erfiðri fæðingu var
að láta konuna sitja yftr volgu
vatni.
Konaf. 1894.
Lausnarsteinar voru lagðir
undir tungurætur konunnar.
Karl úr Amessýslu f. 1903.
Eitt ráð til að greiða fyrir
erfiðri fæðingu var að leggja
burnirót hjá konunni, svo að
hún snerti hana. Eftir því sem
ég hefi heyrt gamla konu,
fædda um 1845, segja voru
lausnarsteinar lagði á kvið
konu eða við vinstra lær henn-
ar.
KarlúrA-Barðastrandarsýsluf. 1895.
Ýmis ráð voru notuð til að
greiða fyrir erfiðri fæðingu.
Til dæmis þekkti ég þetta:
ljósmóðirin lét hita lútsterkt
baunakaffi og lét konuna
drekka. Þegar það hafði ekki
áhrif, þá lét yfirsetukonan færa
sér bala með ísköldu vatni í og
vatt upp úr því rekkjuvoð og
vafði henni utanum konuna og
rétt á eftir fæddist barnið. Til
var það að yfirsetukona lét
karlmann setjast með konuna
og þannig heppnaðist stund-
unt að hún fæddi.
Karl úr Eyjafjarðarsýslu f. 1899.