Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 30
306 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 myndir 1.530 íslendinga eldri en 35 ára (653 karla og 877 kvenna). Myndirnar voru teknar á árunum 1990-1996. Eftir að myndir með áunn- inni slitgigt höfðu verið útilokaðar, var liðbil í mjöðmum mælt með reglustiku. Slitgigt í mjöðmum þótti sönnuð ef liðbil var minna eða jafnt og 2,5 mm mælt á fram-aftur röntgen- mynd. Ytri fylgni (interclass correlation) var mæld bæði fyrir mælingar í milli sama mæl- anda og á milli mælanda (0,95 og 0,91). Niðurstöður: Eitt þúsund fimm hundruð og sautján röntgenmyndir voru mældar eftir að áunnin slitgigt var útilokuð. Af þeim reyndust 227 mjaðmir í 165 sjúklingum (77 körlum og 88 konum) fullnægja greiningarskilyrðum frum- slitgigtar í mjöðmum. Meðalaldur sjúklinga við myndatöku var 68 ár (35-89). Algengi slit- gigtar í mjöðmum Islendinga 35 ára og eldri var því 10,8% (12% í körlum, 10% í konum). Hún jókst frá 2% í aldursflokknum 35-39 ára í 35,4% í 85 ára og eldri. Sé tekið tillit til aldurs og kyns Islendinga eldri en 35 ára og niður- stöðurnar notaðar til að reikna út aldursstaðlað algengi slitgigtar á Islandi og í Suður-Svíþjóð þar sem notaðar eru tölur úr rannsóknum Dan- ielson et al. Þá er algengi slits í mjöðmum Is- lendinga eldri en 35 ára 8% en 1,2% í Suður- Svíþjóð. Alyktanir: Algengi frumslitgigtar í mjöðm- um Islendinga er mjög há, allt að fimmföld hærri ef miðað er við niðurstöður rannsókna í Suður- Svíþjóð. E-6. Fjöldi gerviliðaaðgerða í mjöðm vegna frumslitgigtar á íslandi 1982-1996 Þorvaldur Ingvarsson', Gunnar Hagglund2, Halldór Jónsson jr.s, L. Stefan Lohmander2 Frá 'bœklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 2bœklunardeild háskólasjúkrahússins í Lundi, 3bœklunarskurðdeild Landspítalans Tilgangur: Að kanna fjölda gerviliðaaðgerða í mjöðmum, gerðar á Islandi á árunum 1982- 1996 vegna frumslitgigtar, og bera saman við tíðni á Norðurlöndunum Efniviður og aðferðir: Aflað var upplýsinga um fjölda gerviliðaaðgerða vegna frumslitgigt- ar í mjöðmum úr sjúklingabókhaldi þeirra sjúkrahúsa, þar sem gerviliðaaðgerðir voru gerðar á árunum 1982-1996. Til samanburðar var upplýsinga aflað úr sænsku gerviliðaskrán- ingunni og frá Noregi. Niðurstöður voru ald- ursstaðlaðar. Niðurstöður og umræða: A þessu tímabili voru 3.403 gerviliðaaðgerðir gerðar á íslandi vegna frumslitgigtar í mjöðm (á 1.563 körlum og 1.840 konum). Meðalaldur þeirra er gengust undir gerviliðaaðgerð var 69 ár hjá báðum kynjum. Fjöldi aðgerða jókst úr 94 árið 1982 í 221 aðgerð 1996, eða 65/100.000 árlega á ís- landi en í Svíþjóð 80/100.000. Við fyrstu sýn virðist ekki mikill munur á fjölda aðgerða í Svíþjóð og Islandi. Ef hins vegar ef tekið er tillit til aldurssamsetningar þjóðanna þá kemur í ljós að í Svíþjóð voru gerðar 209/100.000 að- gerðir árlega á árunum 1992-1996 á fólki eldra en 49 ára og á sama tíma á Islandi voru gerðar 319/100.000. Fyrir 59 ára og eldri eru þessar tölur á íslandi 448/100.000 en í Svíþjóð 287/100.00. Ef niðurstöðurnar eru aldursstaðl- aðar fyrir alla aldurshópa kemur í ljós að um 50% fleiri gerviliðaaðgerðir eru gerðar á mjöðm- um á Islandi heldur en í Svíþjóð og Noregi. Alyktanir: Nauðsynlegt er að setja fram ald- ursstaðlaðar tölur þegar verið er að bera saman tíðni sjúkdóma/aðgerða í milli landa. Mun fleiri gerviliðaaðgerðir á mjöðmum eru gerðar á Islandi en í Svíþjóð og Noregi. Orsakir þessa eru ekki ljósar en gæti að hluta til skýrst af því að slitgigt í mjöðmum á Islandi er mun algeng- ari en í Svíþjóð. E-7. Þörf fyrir gerviliðaaðgerðir í mjöðm- um vegna frumslitgigtar á Islandi næstu 30 árin Þorvaldur Ingvarsson', Gunnar Hagglund2, Halldór Jónsson jr.3, L. Stefan Lohmander2 Frá 'bœklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri,2bœklunardeild háskólasjúkrahússins í Lundi, 3bœklunarskurðdeild Landspítalans Tilgangur: Að meta þörf fyrir gerviliðaað- gerðir í mjöðmum vegna frumslitgigtar næstu 30 árin á íslandi. Efniviður og aðferðir: Aflað var upplýsinga um fjölda gerviliðaaðgerða vegna frumslitgigt- ar í mjöðmum úr sjúklingabókhaldi þeirra sjúkra- húsa þar sem gerviliðaaðgerðir voru gerðar á árunum 1982-1996. Einnig voru fengnar upp- lýsingar um mannfjölda og mannfjöldaspá frá Hagstofu Islands. Niðurstöður voru aldurs- staðlaðar og þær notaðar til að spá fyrir um þörf aðgerða vegna frumslitgigtar í mjöðmum til ársins 2030. Niðurstöður: A þessu tímabili voru 3.403 gerviliðaaðgerðir gerðar á mjöðmum á Islandi vegna frumslitgigtar (á 1.563 körlum og 1.840 konum). Meðalaldur þeirra er gengust undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.