Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 30
306
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
myndir 1.530 íslendinga eldri en 35 ára (653
karla og 877 kvenna). Myndirnar voru teknar á
árunum 1990-1996. Eftir að myndir með áunn-
inni slitgigt höfðu verið útilokaðar, var liðbil í
mjöðmum mælt með reglustiku. Slitgigt í
mjöðmum þótti sönnuð ef liðbil var minna eða
jafnt og 2,5 mm mælt á fram-aftur röntgen-
mynd. Ytri fylgni (interclass correlation) var
mæld bæði fyrir mælingar í milli sama mæl-
anda og á milli mælanda (0,95 og 0,91).
Niðurstöður: Eitt þúsund fimm hundruð og
sautján röntgenmyndir voru mældar eftir að
áunnin slitgigt var útilokuð. Af þeim reyndust
227 mjaðmir í 165 sjúklingum (77 körlum og
88 konum) fullnægja greiningarskilyrðum frum-
slitgigtar í mjöðmum. Meðalaldur sjúklinga
við myndatöku var 68 ár (35-89). Algengi slit-
gigtar í mjöðmum Islendinga 35 ára og eldri
var því 10,8% (12% í körlum, 10% í konum).
Hún jókst frá 2% í aldursflokknum 35-39 ára í
35,4% í 85 ára og eldri. Sé tekið tillit til aldurs
og kyns Islendinga eldri en 35 ára og niður-
stöðurnar notaðar til að reikna út aldursstaðlað
algengi slitgigtar á Islandi og í Suður-Svíþjóð
þar sem notaðar eru tölur úr rannsóknum Dan-
ielson et al. Þá er algengi slits í mjöðmum Is-
lendinga eldri en 35 ára 8% en 1,2% í Suður-
Svíþjóð.
Alyktanir: Algengi frumslitgigtar í mjöðm-
um Islendinga er mjög há, allt að fimmföld hærri
ef miðað er við niðurstöður rannsókna í Suður-
Svíþjóð.
E-6. Fjöldi gerviliðaaðgerða í mjöðm
vegna frumslitgigtar á íslandi 1982-1996
Þorvaldur Ingvarsson', Gunnar Hagglund2,
Halldór Jónsson jr.s, L. Stefan Lohmander2
Frá 'bœklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, 2bœklunardeild háskólasjúkrahússins
í Lundi, 3bœklunarskurðdeild Landspítalans
Tilgangur: Að kanna fjölda gerviliðaaðgerða
í mjöðmum, gerðar á Islandi á árunum 1982-
1996 vegna frumslitgigtar, og bera saman við
tíðni á Norðurlöndunum
Efniviður og aðferðir: Aflað var upplýsinga
um fjölda gerviliðaaðgerða vegna frumslitgigt-
ar í mjöðmum úr sjúklingabókhaldi þeirra
sjúkrahúsa, þar sem gerviliðaaðgerðir voru
gerðar á árunum 1982-1996. Til samanburðar
var upplýsinga aflað úr sænsku gerviliðaskrán-
ingunni og frá Noregi. Niðurstöður voru ald-
ursstaðlaðar.
Niðurstöður og umræða: A þessu tímabili
voru 3.403 gerviliðaaðgerðir gerðar á íslandi
vegna frumslitgigtar í mjöðm (á 1.563 körlum
og 1.840 konum). Meðalaldur þeirra er gengust
undir gerviliðaaðgerð var 69 ár hjá báðum
kynjum. Fjöldi aðgerða jókst úr 94 árið 1982 í
221 aðgerð 1996, eða 65/100.000 árlega á ís-
landi en í Svíþjóð 80/100.000. Við fyrstu sýn
virðist ekki mikill munur á fjölda aðgerða í
Svíþjóð og Islandi. Ef hins vegar ef tekið er
tillit til aldurssamsetningar þjóðanna þá kemur
í ljós að í Svíþjóð voru gerðar 209/100.000 að-
gerðir árlega á árunum 1992-1996 á fólki eldra
en 49 ára og á sama tíma á Islandi voru gerðar
319/100.000. Fyrir 59 ára og eldri eru þessar
tölur á íslandi 448/100.000 en í Svíþjóð
287/100.00. Ef niðurstöðurnar eru aldursstaðl-
aðar fyrir alla aldurshópa kemur í ljós að um
50% fleiri gerviliðaaðgerðir eru gerðar á mjöðm-
um á Islandi heldur en í Svíþjóð og Noregi.
Alyktanir: Nauðsynlegt er að setja fram ald-
ursstaðlaðar tölur þegar verið er að bera saman
tíðni sjúkdóma/aðgerða í milli landa. Mun
fleiri gerviliðaaðgerðir á mjöðmum eru gerðar
á Islandi en í Svíþjóð og Noregi. Orsakir þessa
eru ekki ljósar en gæti að hluta til skýrst af því
að slitgigt í mjöðmum á Islandi er mun algeng-
ari en í Svíþjóð.
E-7. Þörf fyrir gerviliðaaðgerðir í mjöðm-
um vegna frumslitgigtar á Islandi næstu
30 árin
Þorvaldur Ingvarsson', Gunnar Hagglund2,
Halldór Jónsson jr.3, L. Stefan Lohmander2
Frá 'bœklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri,2bœklunardeild háskólasjúkrahússins
í Lundi, 3bœklunarskurðdeild Landspítalans
Tilgangur: Að meta þörf fyrir gerviliðaað-
gerðir í mjöðmum vegna frumslitgigtar næstu
30 árin á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Aflað var upplýsinga
um fjölda gerviliðaaðgerða vegna frumslitgigt-
ar í mjöðmum úr sjúklingabókhaldi þeirra sjúkra-
húsa þar sem gerviliðaaðgerðir voru gerðar á
árunum 1982-1996. Einnig voru fengnar upp-
lýsingar um mannfjölda og mannfjöldaspá frá
Hagstofu Islands. Niðurstöður voru aldurs-
staðlaðar og þær notaðar til að spá fyrir um
þörf aðgerða vegna frumslitgigtar í mjöðmum
til ársins 2030.
Niðurstöður: A þessu tímabili voru 3.403
gerviliðaaðgerðir gerðar á mjöðmum á Islandi
vegna frumslitgigtar (á 1.563 körlum og 1.840
konum). Meðalaldur þeirra er gengust undir