Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 87

Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 357 Ráðherra svarar fyrirspurn um sameininguna Stofnanir styrktar og gerðar sjálfstæðari í lok febrúarmánaðar svaraði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra fyrir- spurnum Hjörleifs Guttormssonar alþing- ismanns um skipan heilbrigðismála á Aust- urlandi. Þar sagði hún meðal annars um tilganginn með breytingunum: „Með breytingunum er stefnt að því að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu, tengja saman stofnanir og efla þær rekstrareiningar þar sem mönnun, samvinna og samnýting mun skapa öflugri einingar. Markmiðið er að auka jafnræði íbúa og styrkja þau svæði sem notið hafa hvað minnstrar heilbrigðisþjón- ustu. Stefnt er að fjölgun á stöðugildum lækna og seta þeirra treyst, eflingu sérfræðiþjónustu, aukinni samvinnu lækna og minni vaktabyrði en verið hefur. Með því verður unnt að bæta faglegt umhverfi og auka möguleika á því að manna stöður heilbrigðisstarfsmanna og efla sjálfstæði svæðisins að því er varðar heil- brigðisþjónustu. Síðast en ekki síst er breyt- ingunum ætlað að auka sjálfræði og sjálfs- ákvörðunarvald heimamanna. Þær forsendur sem lagðar hafa verið til grundvallar eru í fyrsta lagi sú stefna stjórn- valda að bæta heilbrigðisþjónustu með auk- inni samvinnu og samhæfingu innan heil- brigðisþjónustunnar og sameiningu stofnana um land allt. Stjómarfyrirkomulag heilbrigð- iskerfisins hefur lengi verið til umræðu og fyrir liggur að á því hafa verið ágallar bæði á Austurlandi og á landsvísu. Einn af göllum fyrirkomulagsins á Austurlandi er smæð stofnana og að hver þeirra hefur verið mjög bundin sínu byggðarlagi þegar litið er til yfir- stjórnar og fjárveitinga. Tengsl milli heil- brigðisstofnana innan fjórðungsins hafa verið fremur lítil. Því hefur reynst erfitt að vinna að ýmsum breytingum og úrbótum fyrir tjórð- unginn í heild, svo sem varðandi sérfræði- þjónustu. Þetta hefur veikt stöðu heilbrigðis- þjónustunnar í fjórðungnum þegar litið er á svæðið sem eina heild og möguleika til þróun- ar á einstökum stofnunum. Með óbreyttu fyrirkomulagi var talið að stofnanirnar yrðu áfram fremur ósjálfstæðar..." Um stjórn nýju stofnunarinnar sagði ráð- herra: „Heilbrigðisstofnun Austurlands starfar undir einni fimm manna stjórn sem heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra skipaði þann 31. desember síðastliðinn. Stjórnina skipa: Katrín Ásgrímsdóttir formaður, tilnefnd af heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, og Hreinn Sig- marsson, Þóra Kristjánsdóttir og Adolf Guð- mundsson, tilnefnd af sveitarstjórnum. Vara- menn tilnefndir af sama aðila eru Benedikt Sigurjónsson, Guðlaugur Valtýsson og Olafur Hr. Sigurðsson. Emil Sigurjónsson er til- nefndur af starfsmannaráði. Það er hlutverk nýrrar stjórnar Heilbrigðis- stofnunar Austurlands og framkvæmdastjóra stofnunarinnar ásamt starfsmönnum að taka frekari ákvarðanir um þá þjónustu sem veitt er á svæði stofnunarinnar og útfærsla á einstök- uin þáttum er í þeirra höndum. Með því telur ráðuneytið tryggt að fagþekking, reynsla, sjónarmið og ábyrgð heimamanna sjálfra ráði mestu og tryggi íbúum á Austurlandi jafna, stöðuga og góða heilbrigðisþjónustu hvar sem þeir eru í sveit settir.“ kvæmdastjórum sömuleiðis. Áður var framkvæmdastjóri yfir hverri stofnun og þeir voru allir í sambandi við ráðu- neytið. Nú verður staðarhald- ari á hverjum stað en þeir starfa í tengslum við fram- kvæmdastjórann og stjórnina. Við þetta fækkar stjórnar- mönnum verulega og það get- ur bæði haft kosti og galla. Stundum er návígið of mikið og gerir mönnum erfitt um vik að leysa vissar tegundir vanda- mála. í þeim tilvikum er betra að hafa stjómina í heldur meiri fjarlægð, auk þess sem hún hefur meiri burði til þess að leysa málin. Það er ekki kom- in nein reynsla á þessa nýskip- an, stjómin er enn að kynna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.