Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 86
356
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Við erum að flytja verkefni
heim í hérað
Rætt við Stefán Þórarinsson um sameiningu
heilbrigðisstofnana á Austurlandi
Stefán Þórarinsson héraðslœknir Austurlands.
Um síðustu áramót tók
gildi nýtt skipulag á heil-
brigðisþjónustu á Austur-
landi. Þá voru sjö heilbrigð-
isstofnanir á svæðinu frá
Vopnafirði að Djúpavogi
sameinaðar í Heilbrigðis-
stofnun Austurlands. Yfir
þessari stofnun er ein fimm
manna stjórn sem leysir af
hólmi sjö stjórnir og einn
framkvæmdastjóri verður
yfir stofnuninni en hann
tekur til starfa nú í apríl-
byrjun.
Á Austurlandi eru starfrækt
sjúkrahús og heilsugæsla á
þremur stöðum, Seyðisfirði,
Egilsstöðum og Neskaupstað,
og heilsugæslustöðvar á fjór-
um stöðum, Vopnafirði, Eski-
firði, Fáskrúðsfirði og Djúpa-
vogi. Þá er ótalin heilsugæsl-
an í Hornafirði en hún er ekki
með í þessari sameiningu
vegna þess að sveitarfélagið
hefur tekið að sér rekstur
heilsugæslunnar sem hluta af
verkefni reynslusveitarfélaga.
Þótt ákvörðunin um sam-
einingu á Austurlandi hafi
verið tekin í Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu
kom frumkvæðið frá heima-
mönnum og þar fór fremstur í
flokki héraðslæknir Austur-
lands, Stefán Þórarinsson, sem
einnig gegnir starfi heilsu-
gæslulæknis á Egilsstöðum.
Læknablaðið hitti Stefán að
máli og bað hann að lýsa þeim
breytingum sem gerðar hafa
verið og hver aðdragandi þeirra
hafi verið.
Návígið stundum of
mikið
„Frumkvæðið kom frá okk-
ur. Við höfum í mörg ár verið
að glíma við það verkefni að
þróa þjónustuna, koma á
auknu samstarfi innan fjórð-
ungsins í því skyni að auka
sérhæfinguna. I því starfi höf-
um við rekið okkur á að stofn-
anirnar eru svo litlar, hver
með sína fjárveitingu og bund-
in við eigin stjórn. Þær hafa
þurft að leita til ráðuneytisins
um allt samstarf þótt ekki séu
nema 30 kílómetrar á milli
stofnana. Þetta kerfi hefur
verið þungt í vöfum og nienn
litlu ráðið um eigin mál. Ráðu-
neytið er heldur ekki skipu-
lagt til þess að reka heilbrigð-
isstofnanir, verkefni þess eru
á öðrum sviðum.
Það varð því úr að steypa
öllum heilbrigðisstofnunum
Austurlands saman í eina.
Vinnan á hverjum stað er hins
vegar óbreytt en menn eru
hluti af einni stofnun og geta
þess vegna betur unnið saman
þegar það hentar.“
- Það má því segja að kerf-
ið hafi staðið í vegi fyrir frek-
ara samstarfi.
„Já, skipulagið stóð okkur
fyrir þrifum. En þegar við fór-
um að vinna að þessari sam-
einingu kom í ljós að hug-
myndir okkar féllu saman við
hugmyndir ráðuneytisins um
að stækka stofnanir, fækka
þeim og flytja verkefni til
þeirra úr ráðuneytinu.
Helstu breytingar á skipu-
laginu eru þær að stjómum
fækkar úr sjö í eina og fram-