Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 110
376
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Verkjaþing í Reykjavík í apríl
Dagana 22.-24. apríl næstkomandi er búiö aö skipuleggja í Reykjavík umfangsmestu
verkjaráðstefnu sem haldin hefur veriö hérlendis til þessa. 22nd Annual Meeting of the
Scandinavian Association for the Study of Pain. Ráðstefnan er á vegum Skandinavísku
verkjafræðafélaganna (SASP), en Verkjafræðafélag íslands er meðlimur í SASP. Ráðstefn-
an er tvískipt. Hún hefst á umfangsmiklu eins dags námskeiði þar sem fjallað verður um
verki samfara krabbameini Multidiciplinary Cancer Pain Treatment. Síðari tvo dagana
verður fjallað um verki almennt frá ýmsum klínískum sjónarhornum. En aðalviðfangsefni
ráðstefnunnar er að fjalla um verki og um þverfaglega teymisvinnu í meðhöndlun verkja.
Fyrirlesararnir sem eru yfir 30 talsins eru allflestir erlendir og koma víða að. Flestir hafa
verið sóttir til Norðurlandanna, Bretlands og Bandaríkjanna. Allflestir eru úr röðum lækna.
Þeir eru allir vel þekktir á sínu sviði. Aðrir fyrirlesarar eru flestir úr röðum hjúkrunarfræðinga,
sálfræðinga og félagsráðgjafa.
Þetta er mjög viðamikil verkjaráðstefna þar sem heimsfrægum fyrirlesurum hefur verið boð-
ið til þátttöku. Ráðstefnan höfðar til allra sem meðhöndla verki og verkjavandamál og til
þeirra sem hafa áhuga á nýjustu straumum í meðhöndlun á verkjum. Að auki er í boði sér-
stök dagskrá sem fjallar um málefni hjúkrunar og verkja.
Umsjónaraðilar á íslandi eru Verkjafræðafélag Islands ásamt Ferðaskrifstofu íslands. Allir
þeir sem hafa áhuga á verkjum og vandamálum tengdum þeim eru velkomnir á ráðstefn-
una. Ráðstefnutungumálið verður enska. Skrásetning fer fram hjá Ferðaskrifstofu íslands,
ráðstefnudeild.
Frekari upplýsingar um dagskrána eða ráðstefnuna veita:
Sigurður Árnason sérfræðingur, formaður undirbúningsnefndar
krabbameinslækningadeild Landspítalans. Sími: 560 1566. Netfang: sigarn@rsp.is
Dr. Eiríkur Líndal sálfræðingur, formaður Verkjafræðafélags íslands
geðdeild Landspítalans. S:560 1733. Netfang: elindal@rsp.is
Ása Hreggviðsdóttir Ferðaskrifstofu íslands
Skógarhlíð 18. S: 562 3300. Netfang: asa@itb.is
Afleysingalæknir
Heilsugæslustöð Rangárþings óskar að ráða lækni til starfa við afleysingar á heilsugæslu-
stöðvunum á Hellu og Hvolsvelli á tímabilinu frá maí til september 1999. Húsnæði í boði.
Nánari upplýsingar veita Þórir B. Kolbeinsson yfirlæknir í síma 487 5123 og Hrafn V. Friðriks-
son yfirlæknir í síma 487 8126.
STJOSEFSSPITALI
HAFNARFiRD!
Deildarlæknir við lyflækningadeild
Staða deildarlæknis er laus í júní næstkomandi. Vaktþjónusta er fyrir heilsugæslusvæði
Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Vakt er deilt með öðrum unglæknum.
Æskilegur ráðningartími allt að einu ári eða eftir samkomulagi. Staðan býður upp á vísinda-
vinnu í tengslum við starfandi sérfræðinga spítalans.
Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir lyflækningadeildar, Jósef Ólafsson, í síma 555 0000.