Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 66
338
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Hlutfallsleg skipting milli þessara deilda hélst
svipuð allt tímabilið, þó sést minnkandi hlutfall
lyfjadeildarsjúklinga. Innlagnarástæðum var
skipt niður í 22 flokka og þeir algengustu eru
sjúkdómar í miðtaugakerfi, hjartasjúkdómar og
eftir stórar skurðaðgerðir en tæplega 20% inn-
lagna voru eftir slys. Aldursdreifing hélst svip-
uð allt tímabilið og virðist ekki vera hlutfalls-
leg fjölgun á eldri sjúklingum.
Síðastliðin 28 ár hefur því innlögnum stöð-
ugt farið fjölgandi en fjöldi sjúklinga á vökn-
unardeild hefur haldist svipaður. Mikil aukning
hefur orðið í hlutfalli þeirra sem þurfa öndun-
arvélarmeðferð en það bendir til vaxandi fjölda
mikið veikra sjúklinga. Þrátt fyrir það hefur
orðið marktæk lækkun í dánarhlutfalli og nteð-
allegutími hefur styst. Framfarir í læknavísind-
um virðast því nokkuð greinilega vera að skila
sér í skilvirkari meðferð og bættum horfum.
S-17. Nýgengi og þriggja mánaða dánar-
tala sjúklinga með ARDS
Aðalbjörn Þorsteinsson', Ivar Gunnarsson',
Kristinn Sigvaldason2, Páll Hallgrímsson2,
Girisli Hirlekar3
Frá svœfinga- og gjörgæsludeildum ‘Landspít-
alans, 2Sjúkrahúss Reykjavíkur og 3Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri
Nýgengi og 90 daga dánartala sjúklinga með
bráða lungnabilun og alvarlegra form hennar
(acute lung injury og acute lung distress syn-
drome) var kannað hérlendis á átta vikna tíma-
bili (frá 6. október til 30 nóvember 1997).
Rannsóknin var hluti af samnorrænni rann-
sókn. Allar gjörgæsludeildir landsins tóku þátt
í rannsókninni. Könnunin náði til sjúklinga
sem voru eldri en 15 ára. Skráðir voru þeir
sjúklingar sem vegna öndunarbilunar þurfti að
leggja í öndunarvél. Ekki voru teknir með sjúk-
lingar sem vöknuðu í öndunarvél eftir aðgerðir,
þar með taldar hjartaaðgerðir. Til að finna þá
sem voru með bráða lungnabilun og ARDS
(adult respiratory distress syndrome) var síðan
stuðst við skilgreiningu American-European
consensus conference on ARDS. A þessu tíma-
bili voru 25 sjúklingar lagðir í öndunarvél
vegna öndunarbilunar, af þeim voru átta með
bráða lungnabilun og þar af fimm með alvar-
legra form hennar ARDS. Samkvæmt þessu er
algengi lungnabilunar 80,2, bráðrar lungnabil-
unar 25,7 og ARDS 16,0, miðað við 100.000
íbúa og ár. Nítíu daga dánartala var hjá þeim
sem eingöngu voru með öndunarbilun 29,4%,
af þeim sem fengu bráða lungnabilun dóu 33,3%
og 20,0% þeirra sem fengu ARDS létust.
Ef litið er á fjölda gjörgæslusjúklinga (að-
gerðarsjúklingar vistaðir til eftirlits ekki með-
taldir) þá var fjöldi þeirra á þessu tímabili 182.
Með öndunarbilun voru 13,7%, 4,4% voru með
bráða lungnabilun og 2,7% með ARDS.
S-18. Loftvegahindrun og alvarlegur súr-
efnisskortur í kjölfar lungnaskurðað-
gerðar. Sjúkratilfelli
Katrín María Þormar, Gunnar Skúli Armanns-
son, Kristinn B. Jóhannsson
Frá svœfingadeild Landspítalans
Inngangur: í sjúkratilfelli þessu er sagt frá
ungri konu sem varð fyrir mjög alvarlegum
súrefnisskorti í lungnaaðgerð vegna tilfærslu
æxlis sem olli algerri lokun loftvega.
Tilfelli: Um er að ræða 25 ára konu með
endurteknar sýkingar í hægra lunga í tæp tvö
ár. Lá sjúklingur endurtekið á sjúkrahúsunt
vegna þessa. Að öðru leyti var sjúklingur frísk-
ur og hafði aldrei reykt. Rannsóknir leiddu í
ljós æxlisvöxt inn í hægri millilungnaberkju og
nær algert samfall á mið- og neðri lappa hægra
lunga.
Sjúklingur fór í lungnaaðgerð, hann var
svæfður og sett niður tvöföld vinstri barka-
slanga. Hægra lunga fellt saman og fjarlægðir
mið- og neðri lappi hægra megin. Þegar blása
átti upp hægra lunga þandist það ekki vel út.
Súrefnismettun var eðlileg fram að þessu.
Speglað var niður í hægri berkju og sást þar
fyrirferð. Reynt var ítrekað að fjarlægja þessa
fyrirferð með sveigjanlegum berkjuspegli en
tókst ekki. Sett var ný einföld barkaslanga til
að auðvelda berkjuspeglun. Þá varð skyndilega
erfitt að koma lofti í sjúkling, loftvegamótstaða
jókst og mettun féll. Berkjuspeglun sýndi að
massinn hafði flust yfir í vinstri berkju og lok-
aði henni því næst alveg.
Sjúklingur varð fyrir alvarlegum súrefnis-
skorti og gerðar voru ráðstafanir til að tengja
hann við hjarta- og lungnavél. Brjósthol var
opnað um bringubein og vinstra lunga kreist og
reynt að mjólka fyrirferð úr vinstra lunga. Við
það tókst að blása í vinstra lunga og eftir það
hélst betri mettun. Alvarlegur súrefnisskortur
var í að minnsta kosti 10 mínútur. Þegar komið
var á hjarta- og lungnavél var farið með stífan
berkjuspegil niður í vinstri meginberkju og
dregin þaðan upp fyrirferð, urn 2 cm að lengd.
Eftir það gekk vel að blása lofti í bæði lungu og