Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
333
að leggja legg við rétt svæði mænu til þess að
fá fram hámarksverkun og lágmarksfylgikvilla.
S-6. Utanbastsdeyfing ofarlega á brjóst-
kassa hindrar ekki starfsemi semjuhluta
sjálfvirka taugakerfisins í fótleggjum
Helga Kristín Magnúsdóttir', Klaus Kirnö2,
Sven-Erik Ricksten3, Mikael Elanr1
Frá 'svœfinga- og gjörgœsludeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, 2anestesi, ’intensiv-
várd og 4klinisk neurofysiologisk avd., Sahl-
grenska Universitets Sjukhuset, Gautahorg
Inngangur: Hingað til hefur verið stuðst við
óbeinar mælingar á útbreiðslu hömlunar á
semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins við utan-
bastsdeyfingar staðbundnar á brjóstkassa. Þær
rannsóknir benda til að hömlun verði á sjálf-
virka taugakerfinu til neðri útlima. Með því að
mæla leiðni beint í semjutaug með smágerðu
rafskauti, hefur verið sýnt fram á að utanbasts-
deyfing á mjóbakssvæði sem nær upp að T:X
hemur algjörlega virkni semjuhluta taugakerf-
isins til fótleggja og kemur það heim og saman
við útbreiðslu snertiskyns. Við gerðum rann-
sókn þar sem mæld var taugaleiðni í semju-
hluta dálkstaugar (nervus peroneus) bæði fyrir
og eftir háa utanbastsdeyfingu á brjóstkassa.
Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn var
gerð á 10 sjúklingum sem var fyrirhugað að
færu í brjóstholsaðgerð. Utanbastsleggur var
lagður á bilinu T:11I-1V eða T:IV-V. Skráður
var blóðþrýstingur og hjartsláttur. Smágerðu
rafskauti var kornið fyrir í dálkstaug strax fyrir
neðan hné og fundinn staður í semjuhluta taug-
arinnar og virkni skráð. I sex sjúklingum var
einnig mældur húðhiti á stórutá og þumli. Eftir
að grunnmælingar voru gerðar var gefið búpí-
vakaín 5 mg/ml, 4-6 ml í utanbastslegg. Eftir
það voru skráðar mælingar í 45 mínútur. Ut-
breiðsla deyfingar var metin með því að athuga
brottfall kuldaskyns.
Niðurstöður: Eftir að búpívakaíni hafði ver-
ið sprautað í utanbastslegginn varð vart óveru-
legrar aukningar á starfsemi semjuhluta tauga-
kerfisins til vöðva. Samfara þessu var óveruleg
og aðeins skammvinn lækkun í blóðþrýstingi.
Hjartsláttur var óbreyttur. Húðhiti jókst í þumli
15 mínútur eftir deyfingu á meðan ekki var
nein breyting í stórutá. Hömlun á kuldaskyni
náði á milli TH:I til TH:V1II að meðaltali.
Alyktanir: Þessi niðurstaða bendir til þess
að utanbastsdeyfing hátt á brjóstkassa hafi ekki
áhrif á semjuhluta taugakerfisins til fótleggja.
Þetta er ólíkt því sem hefur komið fram í öðr-
um rannsóknum en samræmist vel þeirri
reynslu að slík deyfing hafi lítil áhrif á hjarta-
og blóðrásarkerfi við klíníska notkun.
S-7. Lærtaugadeyfing, með eða án leggs,
til verkjameðferðar eftir skurðaðgerðir á
hné
Girisli Hirlekar, Helga Kristín Magnúsdóttir,
Ingiríður Sigurðardóttir
Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri
Inngangur: Verkir eftir gerviliðaaðgerð á
hné, krossbandaviðgerðir og aðrar hnéaðgerðir
geta verið mjög rniklir og erfiðir að eiga við.
Þær aðferðir sem mest hafa verið notaðar til að
stilla verki eru:
1. Utanbastsdeyfing með eða án ópíata.
2. Innanbastsópíöt.
3. Opiöt í æð, vöðva eða um munn.
4. Bólgueyðandi lyf og paracetamól.
5. Kæling.
Verkjastillandi áhrif þessara aðferða eru mis-
góð og aukaverkanir ekki ótíðar. Lýst hefur
verið góðum áhrifum lærtaugadeyfingar á verki
eftir hnéaðgerðir. A FSA höfum við gefið 12
sjúklingum lærtaugadeyfingu, sex eftir gervi-
liðaaðgerð og sex eftir aðrar opnar aðgerðir.
Efniviður og aðferðir: Gerviliðasjúklingar
voru sex. Meðalaldur þeirra var 73 ár (62-87). 1.
Skurðaðgerð var framkvæmd í inænudeyfingu
með morfíni (0,12-0,2 mg). 2. Lögð deyfing eftir
skurðaðgerð. Gefnir 30 ml 0,25% búpívakaíni. 3.
Þrír sjúklingar fengu lærtaugadeyfingu með
legg, þrír án leggs. 4. Verkjalyfjanotkun og al-
menn líðan var metin. Verulegt gagn virtist vera
af deyfingunni
Opnar hnéaðgerðir voru hjá sex sjúklingum
(fjórar krossbandaviðgerðir, einn liðþófi saum-
aður og popliteal sin og ein epiphysiodes).
Meðalaldur sjúklinganna var 18 ár (14-27). 1.
Skurðaðgerð var framkvæmd í svæfingu. 2.
Lögð deyfing eftir skurðaðgerð. Gefnir 30 ml
0,25% eða 0,5% búpívakaíni. 3. Þrír fengu
legg, þrír eingöngu gusur (boluses). Sprautað
var í legg á um fjögurra tíma fresti. 4. Tími fyr-
ir fyrstu ópíötsprautu var þrír tímar að meðal-
tali (einn eftir níu tíma, einn þurfti ekkert).
Alyktanir: Lærtaugadeyfing er mikilvæg
verkjastillandi aðferð eftir opnar hnéaðgerðir.
Tilfellin sem hér hefur verið lýst lofa góðu,
bæði hvað varðar framkvæmd og verkun lær-
taugadeyfingar. Frekari samanburðarrann-