Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
309
Niðurstöður: Á tímabilinu 1974-1985 varð
engin breyting á tíðni hálshnykks í umferðar-
slysum hjá körlum (1,2/1.000) en hækkun hjá
konum á fyrstu tveimur árunum úr 1,54/1.000 í
2,16/1.000 á árunum 1984-1985. Tíðni háls-
hnykkja náði hámarki árið 1991 og var 6,43 hjá
körlum en 8,64 hjá konum. Tíðnin lækkaði í
5,09/1.000 árin 1992-1996 hjá körlum. Tíðnin
lækkaði í 6,68 hjá konum 1993 en hækkaði aft-
ur og náði aftur 8,64 á 1.000 konur árið 1996.
Skipting milli kynja helst að mestu óbreytt, það
er 40% karlar og 60% konur. Á þessu tímabili
hefur ekki orðið sambærileg aukning á tíðni
umferðarslysa. Hlutfall aukningar aldursstaðl-
aðrar tíðni var 11,5/1.000 á aldrinum 15 til 19
ára hjá körlum og 7,38/1.000 hjá konum. Háls-
hnykkur vegna annarra slysa en umferðarslysa
í Reykjavík jókst 2,3 falt fyrir karla úr 0,83/
1.000 frá 1975-1978 í 1,9/1.000 1992-1996.
Aukningin fyrir konur var 3,6 föld frá úr 0,6/
1.000 í 2,19/1.000.
Ályktanir: Tíðni hálshnykks hjá konum og
körlum vegna umferðarslysa jókst aðallega frá
1985 til 1991. Tíðnin hefur lækkað ívið hjá körl-
um á síðustu árum en hjá konum lækkaði tíðnin
aðeins frá 1991 til 1993 en náði aftur fyrra
hámarki árið 1996. Tíðni umferðaróhappa hefur
ekki aukist á sambærilegan hátt á sama tímabili.
Það hefur orðið aukning á tíðni hálshnykkja
vegna annarra orsaka en umferðarslysa.
Ekki er ljóst hvað hefur orsakað jafnmikla
aukningu á hálshnykkjum og raun ber vitni.
E-10. Nýir möguleikar í meðferð lærbeins-
brota við skaftenda gerviliða í mjöðm
Ríkarður Sigfússon, Halldór Jónsson jr.
Frá bœklunarskurðdeild Landspítalans
Inngangur: Brot á lærlegg við gervilið í
mjöðm eru erfið viðureignar, sérstaklega stuttu
eftir ísetningu gerviliðarins. Meðferðarmögu-
leikar hafa verið að setja inn nýtt langt skaft
sem brúar brotið gegnum mergholið eða utaná-
liggjandi plata/plötur með vírum og skrúfum.
Að skipta út skaftinu er mjög stór, erfið og
tímafrek aðgerð, bæði fyrir sjúkling og skurð-
lækni. Að setja brotaplötu með skrúfum gegn-
um lærbeinið er tæknilega erfitt þar sem merg-
holið er fullt af málmi og steypu. Brotaplötur
og stálvír hafa auk þess veruleg áhrif á blóð-
flæði í beinhimnu og bein og hægja á gróanda í
brotinu. Af þessum sökum var tekin í notkun
nýr festibúnaður. Þetta er hvelfd stálplata með
griplum frá hliðunum, kölluð Mennen® plata,
sem gefur góðan styrk og örugga festingu án
þess að þurfa að hreyfa við gerviliðnum.
Efniviður og aðferðir: Á tveggja ára tíma-
bili hafa átta sjúklingar (ein kona og sjö karlar,
aldur 55-80 ára) verið meðhöndlaðir. Tíma-
lengd frá ísetningu gerviliðar var frá fjórum
vikum til sex ára. Bæði var um hálf- og heilliði
að ræða, en allir voru steyptir í legginn. Með
sjúkling í hliðarlegu var opnað inn á brotið
með skurði á utanvert læri í framhaldi af fyrri
mjaðmarskurði. Við fleygbrot voru fyrst settir
einn til tveir stálvírar. Notuð var ein stærð af
plötu (sú stærsta). Platan var fest með því að
þrýsta griplunum inn að og í beinið með sér-
stakri töng. Eftir aðgerð var notuð plastspelka í
sex vikur. Strax var leyft að tylla í fótinn. Hefð-
bundin sýklalyf voru gefin.
Niðurstöður: Aðgerðartími var undir einni
klukkustund og blæðing undir hálfum lítra. Vel
gekk að fá sjúklinga aftur á fætur. Einn dó strax
í kjölfar aðgerðar af ástæðu óháðri inngripinu.
Enginn sýktist. Sex sjúklingar eru sannanlega
grónir.
Ályktanir: Mennen® platan hefur reynst vel
og er stórt framfaraskref við festingar á lær-
beinsbroti kringum skaftenda gerviliða í mjöðm.
Sérstaklega minnkar hún álag á sjúkling og
skurðlækni með styttum aðgerðartíma og
óverulegri blæðingu.
E-ll. Nýgengi bátsbeinsbrota í Malmö.
Samanburður á tíðnitölum milli sjötta og
tíunda áratugarins
Brynjólfur Y. Jónsson', Henrik Diippe2, Inga
Redlund-.lolinell3, Olof Johnell2
Frá ‘handlœkningadeild Sjúkrahúss Akraness,
2bœklunarlœkningadeild og 3röntgendeild há-
skólasjúkrahússins í Malmö
Inngangur: Nýgengi beinbrota hefur breyst
talsvert á öldinni. Þetta á helst við um svoköll-
uð gisnunarbrot, eins og mjaðmar- og úlnliðs-
brot. Tilgangur þessarar athugunar var að
kanna nýgengi bátsbeinsbrota.
Efniviður og aðferðir: Allar röngenmyndir
og -lýsingar hafa verið geymdar á röntgendeild
sjúkrahússins í Malmö frá byrjun aldarinnar.
Allar myndir sem teknar voru af úlnliðssvæði
voru skoðaðar aftur af sama aðila og fersk brot
á bátsbeini voru skráð fyrir tímabilin 1953-
1957 og 1991-1992.
Niðurstöður: Á árabilinu 1953-1957 fundust
150 brot, en 134 á árunum 1991-1992. Brot
voru þrisvar sinnum algengari í körlum miðað