Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
335
vegum handlækningadeildar og kvennadeildar
(bráðaaðgerðir ekki meðtaldar). Alls var um að
ræða 1.445 sjúklinga, 879 konur á kvennadeild
og 566 einstaklingar frá handlækningadeild.
Svör bárust frá 50% sjúklinga af kvennadeild,
92,5% þeirra voru svæfðir og 7,5% deyfðir. Á
handlækningadeild svöruðu 25% sjúklinga,
63,7% voru svæfðir og 36,3% voru deyfðir.
Helstu niðurstöður voru þessar:
Verulegir verkir eftir aðgerð?
Á fyrsta sólarhring % Eftir fyrsta sólarhring %
Já 21,5 12,6
Nei 65,8 57,4
Aðrar kwrtanir.
MartraÖir Ógleði/uppköst % % TannskaÖi % Sár í munni %
Já 4,1 17,1 0,2 5
Nei 92,3 81,5 96,8 93,7
Verulegur höfuðverkur eftir aðgerð. Vanlíðan vegna þess að
sjúklingur var vakandi í aðgerðinni.
Höfuðverkur________ Meðvitundarvanlíðan
SvæfÖir DeyfÖir Svæfðir DeyfÖir
% % % %
Já 6,9 4,2 2,4 2,2
Nei 91,2 95,8 95,2 97,8
Almennt voru sjúklingar ánægðir (96,3%)
með þá þjónustu sem þeir fengu frá starfs-
mönnum svæfingadeildar. Athyglisvert var að
fjöldi kvartana sjúklinga var að meðaltali svip-
aður hjá þeim sem voru ánægðir með þjónust-
una og hjá hinum sem voru óánægðir.
Könnun þessi leiddi í ljós að einn af hverjum
fimm eru með verulega verki á fyrsta sólar-
hring og eins er ógleði nærri eins algeng. Þessir
þættir hafa verið teknir til endurskoðunar og þá
sérstaklega verkjameðferðin.
S-ll. Er tíðni ógleði eftir gjöf lágra
skammta af morfíni gefnu í mænuvökva
meiri en eftir g^jöf slíkra lyfja í æð?
Girish Hirlekar, Ingiríður Sigurðardóttir,
Helga Kristín Magnúsdóttir, Veigar Olafsson
Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri
Inngangur: Innspýting ópíatlyfja í mænu-
vökva hefur lengi verið notuð til að lina verki
eftir gerviliðaaðgerðir í mjöðmum og hnjám,
eða í nær tvo áratugi, og árangur verið góður. Á
FSA eru gerviliðaaðgerðir framkvæmdar í
mænudeyfingu og hefur tíðkast hér að gefa litla
skammta af morfíni með staðdeyfingunni. Þrátt
fyrir ótvíræða kosti innanbastsmorfíns til verkja-
stillingar eru aukaverkanir töluverðar, ógleði
og uppköst eru algeng og oft erfið að með-
höndla. Öndunarslæving hefur ekki reynst
vandamál, allir sjúklingar fá þvaglegg og
vandamál vegna þvagteppu því engin. Mark-
mið rannsóknarinnar var að rannsaka hvort
munur er á tíðni ógleði hjá sjúklingum sem fá
innanbastsmorfín og þeim sem eingöngu fá
ópíötin gefin í æð.
Efniviður og aðferðir: Allar gerviliðaað-
gerðir, samtals 45, sem framkvæmdar voru á
FSA frá nóvember 1997 til apríl 1998 voru
gerðar í mænudeyfingu. Gerð var einblind
rannsókn þar sem annar hver sjúklingur fékk
spínal morfín. Gefið var Ketogan í æð við verki
>3 á VAS-kvarða. Þrettán sjúklingar fengu
PCA morfín. Fylgst var með ógleði og upp-
köstum fyrstu tvo sólarhringana eftir aðgerð.
Ógleði var metin engin (=0), lítil (=1) eða mikil
(=2) og reiknað var ógleðiskor.
Reiknað ógleðiskor.
Mænudeyfing með morfíni Mænudeyfing án morfíns
N (%) N (%)
Fjöldi 23 22
Fjöldi sem
fékk ógleði 12 (52) 12 (55)
Ógleðiskor 38 (meðaltal 1,7 (0-6)) 44 (meðaltal 2,0 (0-7))
Niðurstöður: Niðurstöðurnar voru reiknaðar
með Wilcoxson ranked sum test sem sýndi eng-
an marktækan mun á ógleðiskori eftir því hvort
sjúklingur fékk spínal morfín eða ekki (p=
0,687). Einnig voru reiknuð áhrif á tíðni ógleði
með logistic regression test (stakbreytu að-
hvarfsgreiningu) sem sýndi engin áhrif á ógleði
vegna spínal morfíns (p=0,869). Konur virðast
hafa oftar og meiri ógleði en karlar, óháð því
hvort þær fengu morfín eða ei.
Ályktanir: Ógleði eftir gerviliðaaðgerðir
virðist í þeim tilfellum sem hér er lýst ekki sér-
staklega tengd notkun spínal morfíns. Ógleði
er hins vegar algeng hjá konum og þörf er að
finna leiðir til að minnka hana.
S-12. Illkynja háhiti. Sjúkratilfelli
Helga Kristín Magnúsdóttir, Girish Hirlekar,
Ingiríður Sigurðardóttir
Frá svœfingadeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri
Inngangur: Níu ára gamall drengur fór í
bráðaaðgerð vegna liðhlaups í olnboga. Hann
hefur verið hraustur og einu sinni áður svæfður