Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
331
un ógleðistillandi lyfja. Á síðustu þremur árum
hefur svæðisbundin þriggja lyfja utanbasts-
meðferð (búpívakaín 0,1 mg/ml, fentanýl 2
pg/ml, adrenalín 2 ug/ml) verið beitt til verkja-
stillingar stæm aðgerða á handlækningadeild
Landspítalans og hefur ógleðitíðni við þá með-
ferð verið könnuð.
Efniviður og aðferðir: Könnuð var ógleði hjá
1.033 sjúklingum. Árangur verkjameðferðar var
skráður nákvæmlega á eftirlitsblað á fjögurra
klukkustunda fresti. Einnig voru skráð lífsmörk
sjúklings, magn lyfs gefið á tímaeiningu auk
fylgikvilla eins og skerðingar á hreyfigetu, kláða
og ógleði. Ogleðitíðni var metin sem væg eða
slæm (uppköst, meðferðarþörf). Hún var metin
með tilliti til aðgerða, kyns, verkja og verkjalyfja-
þarfar. Ogleði á aðgerðardegi og fyrsta degi eftir
aðgerð var borin saman við ógleði á öðrum að-
gerðardegi eða síðar.
Niðurstöður: Slæm ógleði reyndist vera hjá
14,3% á fyrsta degi og 8,3% á öðrum degi.
Mun fleiri konur en karlar voru haldnar slæmri
ógleði bæði á fyrsta og öðrum degi eða 18,6%
á móti 10,1% og 10,2% á móti 6,9%. Þegar lit-
ið var á kviðaholsaðgerðir miðað við aðrar að-
gerðir var ógleðitíðnin mun hærri í fyrri flokkn-
um, eða 20,2% á móti 9,9% á fyrsta degi og
13,8% á móti 3,7% á öðrum degi. Hjá sjúkling-
um með eða án verkja, Visual Analog Scale
(VAS) >3 á móti <3, reyndist ógleði svipuð á
fyrsta degi, eða um 14%, en mun hærri á öðrum
degi ef VAS var >3, eða 18,9% á móti 7,8%.
Þegar litið er á verkjalyfjaþörf á öðrum degi,
minnkar ógleðin við minni skammt við kviðar-
holsaðgerðir en er óháð skammti við bæklunar-
aðgerðir.
Ályktanir: Ogleði eftir aðgerðir tengist kyni
sjúklings og aðgerð. Einnig virðist vera tengsl
milli verkja og ógleði og verkjalyfjagjafar og
ógleði.
S-3. Tengsl þriggja lyfja utanbastsverkja-
meðferðar og kláðatíðni við stærri aðgerð-
ir á handlæknadeildunt Landspítalans
Sólveig Hafsteinsdóttir, Gísli Vigfússon, Odd-
ur Fjalldal, Ástríður Jóhannesdóttir, Jón Sig-
urðsson
Frá svœfingadeild Landspítalans
Inngangur: Notkun ópíata við utan- og inn-
anbastsdeyfingar hefur aukist mjög á undan-
förnum áratugi.
Upp úr 1970 jókst skilningur manna á verkun
ópíata og tengslum þess við viðtæki í mið-
taugakerfinu. Með því að koma lyfjunum sem
næst viðtæki ífarandi verkjaboðs mátti minnka
og fækka mjög skömmtum lyfjanna, auka
verkjastillingu án þess að auka verulega fylgi-
kvillatíðnina. Notuð hafa verið ýmist vatnsleys-
anleg ópíöt eins og morfín eða fituleysanleg lyf
eins og fentanýl. Vegna mismunandi lyfjafræði-
legra eiginleika þessara lyfja er lyfjagjöf innan-
og utanbasts, svæðisbundin staðsetning leggja
og fylgikvillar með mismunandi hætti. Þannig
eru fylgikvillar þriggja lyfja utanbastsmeðferð-
ar taldir vera mun minni en morfíns. Á síðustu
þremur árum hefur svæðisbundin þriggja lyfja
utanbastsmeðferð (búpívakaín 0,1 mg/ml, fent-
anýl 2 ug/ml, adrenalín 2 pg/ml) verið beitt til
verkjastillingar við stærri aðgerðir á handlækn-
ingadeild Landspítalans og hefur kláðatíðni við
þá meðferð verið könnuð.
Efniviður og aðferðir: Kannaður var kláði
hjá 1.033 sjúklingum. Skráðir voru nákvæm-
lega á eftirlitsblaði á fjögurra klukkustunda
fresti fylgikvillar eins og kláði og ógleði.
Kláðatíðni var metin sem væg eða slæm (með-
ferðarþörf). Hún var metin með tilliti til aðgerða,
kyns og verkjalyfjaþarfar. Kláði á aðgerðardegi
og fyrsta degi eftir aðgerð var borinn saman við
kláða á öðrum aðgerðardegi eða síðar.
Niðurstöður: Vægur og slæmur kláði
reyndist vera meiri á aðgerðardegi og fyrsta
degi eftir aðgerð (19,9% á móti 4,3%) en á
öðrum degi eða seinna (13,7% á móti 2,5%).
Slæmur kláði reyndist meiri hjá körlum en kon-
um á báðum viðmiðunartímum. Slæmur kláði
var svipaður aðgerðardag og fyrsta dag eftir
aðgerð við kviðarholsaðgerðir borið saman við
aðrar aðgerðir (3,8% á móti 4,4%) en nokkru
lægri við aðrar aðgerðir á öðrum degi (1,9% á
móti 3,3%).
Ályktanir: Vægur kláði er algengur eftir
svæðisbundna þriggja lyfja utanbastsmeðferð.
Hins vegar er slæmur kláði sjaldgæfur og auð-
veldur í meðferð og sjaldan (0,5% tillfella) þarf
að hætta meðferð hans vegna.
S-4. Rétt staðsetning utanbastsleggjar við
verkjasegment mænu er forsenda góðs
árangurs við þriggja lyfja utanbasts-
verkjameðferð. Mat á hreyfigetu og stað-
setningu leggjar við stærri aðgerðir á
handlækningadeildum Landspítalans
Gísli Vigfússon, Oddur Fjalldal, Jón Sigurðs-
son, Þorsteinn Sv. Stefánsson
Frá svœfingadeild Landspítalans