Læknablaðið - 15.04.1999, Blaðsíða 80
352
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Félag landsbyggðarlækna
Við erum að gera aðra hluti
en læknar í þéttbýli
- segir Ágúst Oddsson læknir í Bolungarvík, formaður hins
nýstofnaða félags
Einn anginn af lækna-
skortinum á landsbyggðinni
birtist í stofnun Félags
Iandsbyggðarlækna í haust
er leið. Þessi félagsskapur
hefur farið af stað af þó
nokkrum krafti og hélt aðal-
fund sinn í byrjun mars.
Formaður þessa félags er
Ágúst Oddsson læknir í Bol-
ungarvík. Læknablaðið tók
hann tali og spurði fyrst um
aðdraganda þess að félagið
var stofnað.
„Við sækjum fyrirmyndina
að þessu félagi til Ástralíu og
Kanada þar sem landsbyggð-
arlæknar hafa með sér öflug
samtök og gefa út tímarit. I
haust létum við verða af því
að stofna félagið og skömmu
síðar fengum við hingað í
heimsókn Roger Strauss pró-
fessor frá Ástralíu. Reyndar
hefur hugmyndin blundað í
okkur um langt skeið því við
vitum að við erum að gera
aðra hluti en læknar í þéttbýl-
inu, til dæmis sinnum við ým-
iss konar bráðaþjónustu,
sjúkraflutningum og fleiru
sem heimilislæknar í þéttbýli
þurfa ekki að fást við. Kjörin
og starfsumhverfið eru líka á
margan hátt afar ólík, auk þess
sem við eigum óhægara um
vik að viðhalda menntun okk-
ar.“
- Hversu margir eru í félag-
inu?
„Það eru rúmlega 50 læknar
í félaginu en við vonumst eftir
því að okkur fjölgi. Það ræðst
hins vegar af því hvernig við
skilgreinunt landsbyggð
hversu margir munu ganga í
félagið. Það mál er enn í um-
ræðu. Á aðalfundinum var
stungið upp á því að miða við
að landsbyggðarlækningar
séu heilbrigðisþjónusta sem
veitt er í meira en 80 km fjar-
lægð eða einnar klukkustund-
ar aksturstíma frá sérgreina-
sjúkrahúsi. Þetta áttu margir
erfitt með að fallast á því veð-
ur hamlar oft samgöngun.
Sem dæmi má nefna að það er
aðeins 15 mínútna akstur frá
Bolungarvík á Isafjörð en
þegar veður hamlar færð er í
raun jafnlangt þangað og til
Reykjavíkur. Væri þessi skil-
greining í gildi myndu staðir á
borð við Dalvík, Ólafsfjörð,
Akranes og allt Suðurland
vestan Hellu falla utan hennar.
Læknar á Akureyri eru ekki
með í félaginu eins og er þar
sem þeir teljast starfa í þétt-
býli. Þetta er umdeilt því þeir
þjóna héraðinu umhverfis Ak-
ureyri sem er landsbyggð. Við
teljum því rétt að miða við
starfsumhverfið en ekki fjar-
lægð í kílómetrum.
Viðbrögð lækna við félaginu
hafa verið mjög góð því allir
sem við hefur verið rætt vilja
vera með í því þótt menn séu
vissulega misjafnlega virkir.
Við leggjum áherslu á að félag-
inu er ekki ætlað að kljúfa
læknasamtökin heldur að starfa
sem áhugamannafélag um
landsbyggðarlækningar. Við er-
um ekki kjaramálafélag þótt
kjaramál séu mikið rædd á
fundum, þau eru svo stór þátt-
ur í starfsumhverfi okkar að
hjá því verður ekki komist. Við
eigum hins vegar fulltrúa í
kjaranefnd FÍH. En þótt flestir
okkar séu heimilislæknar þá
eru sjúkrahúslæknar, unglækn-
ar og sérfræðingar í öðrum
greinum á landsbyggðinni
einnig velkomnir í félagið."
Sjúkraflug og
símenntun
- Hvað var efst á baugi á
aðalfundinum? Hvaða mál
brenna heitast á landsbyggð-
arlæknum?
„Það er mönnunarvandinn
og kjaramálin í víðri merk-
ingu sem heitast brenna á okk-
ur. Nú eru 85 læknastöður
utan Akureyrar og Reykjavík-
ur en af þeim eru einungis 68
setnar. Sautján stöður eru því
tómar og í mörgum hinna eru